Sælir kraftsmenn, enn og aftur leita ég til ykkar frekar en l2c eða annara spjallborða til að fá gáfulegri svör við spurningum mínum.
Ég er með jeppa sem er í toppformi en eftir svolítinn akstur (15 - 35 min) þá byrjar hann að gefa frá sér mjög leiðinlegt og asnalegt hljóð þegar hreyft er við stýrinu.
Ég er nýbúinn að versla bílinn og vill því fá á hreint sem fyrst hvað gæti verið að til að geta rætt það við fyrri eiganda.
Ég var staddur með IngoJP og finnboga hérna á kraftinum í gærkvöldi og þeir héldu að þetta gæti verið loft inná stýrisdælu eða jafnvel laus reim?
Þetta er hljóðbútur sem er tekinn uppá síma sem ég setti við vélina í húddinu á meðan stýrinu var snúið í sitthvoran hálfhringinn (vinstri / hægri / vinstri)
http://www.yourfilehost.com/media.php?cat=audio&file=hljod_montero.mp3