Ég myndi án efa kaupa 535i. Ég á sjálfur E34 525iA árg. '94 með LSD og svo á ég(að mig minnir) E32 735iA '89. Aflið og hljóðið í M30B35 er mjög viðunandi og er skítnóga af togi í þeirri vél og ekki finnst mér hún eyða miklu. Sjöan er reyndar stærri, aðeins þyngri og sjálfskipt en samt rótvinnur vélin, ég get aðeins ýmindað mér hversu skemmtileg hún væri í fimmu með bsk. og LSD

Aftur á móti finnst mér M50TUB25 vera frekar aflvana mótor og ekki skánar hann með ssk. Jújú hljóðið er fallegt og vinnslan á ferðinni er helvíti fín en eyðslan vs. afl finnst mér ekki góð. Svo er annað, viðhaldið á þessum mótorum er sitthvor sálmurinn, M50 er mjög þægileg viðhaldslega séð og er hún t.d. með háspennukefli fyrir hvern sylender en ekki kertaþræði eins og M30. Það er svo spurning þegar M30 vélar eru mikið eknar hvort skipt hafi verið reglulega um kælivökva því ef ekki er hætta á að heddpakkningin eða hedd fari fyrir bí. Einnig á knastásinn í M30 það til að eyðast upp vegna þess að boltarnir tveir sem halda olíusprey stönginni sem liggur yfir ásinn eiga það til að losna og eyðist því ásinn upp sökum olíuskorts og verður því lausagangurinn leiðinlegur og þar af leiðandi.
Endilega leiðréttið mig ef ég hef rangt fyrir mér
