Já ég fór óvænt í bæinn á föstudaginn og ákvað að skella mér á kvartmílubrautina í blíðunni um kvöldið.
Tók 3 run (tímdi ekki bílnum í meira, fann of mikið til með honum) og náði best 14,68 sek, með 0,79 í viðbragð
Ég gerði þau mistök að skipta úr þriðja í fjórða rétt áður en ég kom yfir endamarkið, í staðinn fyrir að pína hann bara aðeins meira í þriðja. Var með 156 í endahraða.
Ég náði besta tímanum í fyrsta run-inu, var þá að spyrna við Dodge Challenger RT/440 (org. 395 hö) með lækkuðu drifhlutfalli og eitthvað smá tjúnnuðum (önnur hedd og millihedd, flækjur, MSD kveikja), hann var 1 sek á undan mér.
Síðan tók ég run við Mercedes E280 og
Suzuki Fox :lol: Náði þá verri tímum, spólaði of mikið í startinu o.s.frv.