Þetta var ansi fræðandi, mögnuð þessi MoDic tölva hjá B&L
en hún fann ekkert að en okkur fannst TPS vera að sýna aðeins og lítið en innan marka sem bmw gefur,
Við spáðum og spekuleruðum í þessu, ég varð að standa þarna með þeim til að benda ef eitthvað var ekki eins og það átti að vera í e30 325is ´89
í alveg blálokinn þá prófaði hann að stilla bensíngjafarvírinn því að það virtist eins og þegar maður er inní bílnum að maður nái honum ekki í botn og hann reddaði því, málið með það er að vanosið gefur ekki meira power fyrir ofan 5000 ef gjöfin sýnir ekki meir en 70% og hún sýndi 71% þegar hún var sett í botn með hendinni en hefur því ekki verið að komast í botn þegar maður er inní bílnum að gefa í, þess vegna var vanosið ekki að virka sem skildi
Viti menn hann var rosa sprækur á heimleið,
lét hann slá út í 5gír án vandræða,
checkaði með g-techið og náði 5,29 strax í fyrstu tilraun, og 13,67 0-400m á 109mílum, sem segir mér að hann er að virka, hversu mikið er erfitt að segja kannski 286hö kannski 260hö, samt líklega ekki 260hö,
Árni hafði eitt að segja eftir að hafa setið í bílnum,
"Ég hef aldrei setið í jafn snöggum bíl" og hann sat í Alpina B10, ég sagði honum að minn væri nú varla að taka Alpina B10 hann var ekki viss hvort myndi vinna,
Já þegar ég og Árni vorum að prufa bílinn þá sáum við WRX nýjan og hefði hann verið frábært efni til að nota sem viðmið hversu sprækur minn bíl er, en allt kom fyrir ekki,
Á heim leið þá rákumst við stefán á þennan bíl og hann hefur ekki verið sáttur með sinn bíl, fór á undan af stað en ég tók hann vel strax!
á næstu ljósum þá var hálfpartinn rolling start, hann byrjaði að gefa í þegar ég var að skipta niður í fyrsta, en ég náði honum þegar ég var í miðjum 4gír,
Minns er sáttur því að svona bíll tók mig auðveldlega um daginn á brautinni, það stóð STI á honum en það getur varla verið því að þetta var ekki hvíti bíllinn hans Svala, líklega bara WRX með STi límmiða
Minns er sáttur við Hemma í B&L akkúrat núna

_________________
With great challenges comes great engineering.
Gunnar Reynisson
