Djofullinn wrote:
Jæja núna eru felgurnar 100% fundnar og er lögreglan búin að sækja bílinn sem þær eru undir þar sem ekki náðist í eigandann.
Bíllinn er s.s í vörslu lögreglunnar ásamt felgunum
Þakka aftur þeim sem hjálpuðu! Magnað hvað netmiðillinn er sterkur. 3 aðilar bentu mér á þennan bíl
Verst að það er búið að eyða dekkjunum svolítið.....

Ekki beint ódýr gangur
Var bíllinn sóttur í dag?
Ekki var hann nokkuð lagður í Efstasundi?
Bara smá forvitni, sá e32 í stæði þar, 2 löggubíla og einn svona togara bíl