bmwkraftur.is

BMWKraftur spjallborð
It is currently Sat 24. May 2025 23:03

All times are UTC




Post new topic Reply to topic  [ 7 posts ] 
Author Message
 Post subject: Akstursvegir
PostPosted: Sat 29. Apr 2006 14:03 
Offline
Búðarkerrubílstjóri

Joined: Tue 29. Jun 2004 01:11
Posts: 56
Var að horfa á gamlan Fifth Gear þátt áðan. Þar voru þeir að keyra um sveitaveg í Porsche Cayman. Þetta var svona ekta akstursvegur þar sem hraðinn var ekkert endilega mikill, en mikið um beygjur og gaman að keyra á bíl sem liggur vel.
Nú þegar maður er kominn á sumardekkinn og hitinn actually kominn yfir frostmark langar mig að fara að kynnast bílnum mínum betur.
Eruð þið með einhverjar uppástungur varðandi skemmtilega vegi nálægt Reykjavík þar sem maður keyrir ekkert endilega ofurhratt, en nær að njóta aksturseiginleika bílsins?

_________________
e90 320i Arctic


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject: Re: Akstursvegir
PostPosted: Sat 29. Apr 2006 14:22 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Thu 13. Oct 2005 17:35
Posts: 1721
Location: 1 2 Selfoss
Nesjavallavegurinn er auðvitað frábær akstursvegur, Jeremy Clarkson talaði um hann sem einn besta akstursveg í heimi, Hvalfjörðurinn er líka mjög skemmtilegur. Svo er einhver spotti "á bak við" Hafnafjörð sem er gaman að keyra. Þar er samt stundum nokkur umferð. Þú kemst inn á hann einhversstaðar í Setberginu.

_________________
Sigurður Rúnar Rúnarsson

No guts, no glory


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject: Re: Akstursvegir
PostPosted: Sat 29. Apr 2006 14:46 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Sun 23. Nov 2003 22:49
Posts: 7764
Location: Kópavogur
siggir wrote:
Nesjavallavegurinn er auðvitað frábær akstursvegur, Jeremy Clarkson talaði um hann sem einn besta akstursveg í heimi, Hvalfjörðurinn er líka mjög skemmtilegur. Svo er einhver spotti "á bak við" Hafnafjörð sem er gaman að keyra. Þar er samt stundum nokkur umferð. Þú kemst inn á hann einhversstaðar í Setberginu.


Ertu að meina Heiðmörkina?

_________________
BMW E46 318i Touring


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject: Re: Akstursvegir
PostPosted: Sat 29. Apr 2006 15:18 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Thu 13. Oct 2005 17:35
Posts: 1721
Location: 1 2 Selfoss
Aron Andrew wrote:
siggir wrote:
Nesjavallavegurinn er auðvitað frábær akstursvegur, Jeremy Clarkson talaði um hann sem einn besta akstursveg í heimi, Hvalfjörðurinn er líka mjög skemmtilegur. Svo er einhver spotti "á bak við" Hafnafjörð sem er gaman að keyra. Þar er samt stundum nokkur umferð. Þú kemst inn á hann einhversstaðar í Setberginu.


Ertu að meina Heiðmörkina?


Spottinn sem er merktur með bláu, ég veit ekkert hvað þetta heitir.

Image

*EDIT* Þetta heitir Elliðavatnsvegur.

_________________
Sigurður Rúnar Rúnarsson

No guts, no glory


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Sat 29. Apr 2006 15:32 
Offline
Búðarkerrubílstjóri

Joined: Sat 10. Dec 2005 14:56
Posts: 17
Bláa Lónsvegurinn


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Sat 29. Apr 2006 15:57 
Offline
Meðlimur Meðlimur

Joined: Tue 01. Nov 2005 12:38
Posts: 865
Location: Höfuðstaðurinn
Úff ég hugsaði bara Þingvellir þegar ég las þetta. Reyndar eru þeir vegir töluvert þröngir þannig að það er eins gott að þú mætir engum ef þú ert að taka á dósinni. Eins væri ekkert gott að missa bílinn þarna því það er ekkert sem tekur við þér nema hraun.

Vegurinn inni í þjóðgarðinum sem liggur meðfram vatninu (sjá kort ) og vegurinn sem liggur í áttina að Uxahryggjum (Passið ykkur þegar malbikið endar) eru gargandi snilld. Stórskemmtilegar beygjur, hólar og hæðir. Meira að segja mjög skemmtilegar krappar Z beygjur á einum stað á uxahryggjaveginum (hair pins)

Bara enda á því að segja að ég hef aldrei þorað að keyra af einhverri alvöru þarna en hraðatilfinningin er töluvert mikil þó maður sé ekki á útopnu.

Ég er alls ekki að hvetja til einhvers ofsaaksturs þarna, þetta hefur bara verið svona "drauma akstursvegur" hjá mér í svoldinn tíma :)


http://thingv.flashmap.gagarin.is/thingv1-is.html

Saxi

_________________
Saxi


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Sat 29. Apr 2006 17:52 
Offline
Búðarkerrubílstjóri

Joined: Tue 29. Jun 2004 01:11
Posts: 56
Jæja, fór Nesjavallarveginn...baaaara gaman!!! :D
Ekki ástæðulaust að BMW er pure driving pleasure. Fór með næstum 1/4 tank á 100 km rúnti :shock: Sem betur fer setti maður "ódýrt" bensín frá Orkunni á hann í gær :roll:
Ég get alveg tekið undir þessi orð með Clarkson, þótt hann hafi eflaust mun meiri reynslu í þessum málum. Það er samt svo hentugt að það eru engin tré meðfram veginum eins og víða erlendis til að skyggja útsýni. Maður sér oftast næstu beygjur og getur því tekið þetta nokkuð safe. Tók vel á því á köflum þar sem ég hafði góða yfirsýn á veginn og umferð. Eru samt 2-3 beygjur þarna sem geta verið stórhættulegar, sérstaklega ein þegar maður fer leiðina tilbaka :shock: :shock:
En ég er ótrúlega hrifinn af þessum bíl! Aksturseiginleikar, bremsur og vélarafl er magnað og hrein unun að keyra svona vegi.

_________________
e90 320i Arctic


Top
 Profile  
Reply with quote  
Display posts from previous:  Sort by  
Post new topic Reply to topic  [ 7 posts ] 

All times are UTC


Who is online

Users browsing this forum: No registered users and 38 guests


You cannot post new topics in this forum
You cannot reply to topics in this forum
You cannot edit your posts in this forum
You cannot delete your posts in this forum

Search for:
Jump to:  
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group