Kristjan wrote:
Ég fór með bílinn minn í skoðun áðan. Hvernig stendur á því að menn sem eru að vinna þar virðast ekki hafa neina haldbæra þekkingu á bílum?
Gæjinn ætlaði að skella á mig athugun útaf því að hann hélt að bíllinn væri með brotna gorma, ég leiðrétti karlangann og sagði honum að bíllinn væri einfaldlega bara lækkaður.
"alltaf sér maður eitthvað nýtt"
Er það nú allt í einu orðið eitthvað nýtt að lækka bíla?
Fékk á endanum endurskoðunn vegna þess að önnur rúðuþurrkan var rifin og smáræðis leki í bremsudælunni.

Ég sé reyndar ekkert athugavert við endurskoðun sökum leka í bremsum, því að það er jú stærsta og mikilvægasta öryggisatriðið og EIGA AÐ VERA Í LAGI
En ég held nú að þú sért ekkert að kvarta yfir því, er það nokkuð?
En já, þessir skoðunarmenn eru sumir hverjir alveg útúr kú!
Eitt mesta bögg sem að ég hef séð er að nýleg corolla sem að kom inná verkstæði til mín með enduskoðun, bílinn var í 100% ásigkomulagi en nei, það vantaði þokuljósið í
tengilinn
Konan hafði keypt bílinn notaðan með beislinu og hefur aldrei keyrt með kerru og mun ekki gera það, hversu líklegt er að hún sé akkurat með kerru í þoku? Þetta finnst mér eiga að vera full skoðun með athugasemd! Hefði aldrei látið þetta ganga yfir mig!
_________________
Alpina wrote:
er þetta utandeildin eða hvað er að gerast ,,,