Ég náði mér í skemmtilega bók sem að fellur akkúrat að mínum draumórum.
Bókin er skemmtileg fyrir þrennar sakir, það er keyrt hringinn í kringum hnöttinn, eða öllu heldur var ekið frá London til New York, nema bara "The Long Way Round" eins og bókin heitir. Í öðru lagi var þetta gert á BMW og í þriðja lagi fóru tveir frægir menn þessa ferð, þeir Charley Boorman (sonur John Boorman sem gerði Deliverance) og svo Ewan McGregor sem að flestir þekkja orðið úr Star Wars.
Ferðin var farin á eina BMW sem að kemst þetta... BMW R1150GS Adventure og sjást þeir með þeim á myndinni hér fyrir neðan.
Það má auðvitað geta þess að hjólin stóðu sig með prýði en valið hafði upprunalega staðið á milli KTM og BMW, KTM hjólin sem voru miklu léttari og með marga sigra á bakvið sig í Paris Dakar hefðu líklega aldrei komist í gegnum erfiðasta kaflann; að sögn þeirra félaga.
Það er líka gaman frá því að segja að KTM mennirnir guggnuðu á sponsinu á meðan að BMW fannst þetta bara sjálfsagður hlutur (jafnvel þrátt fyrir að þeir hefðu verið "second choice")