Money talks strákar mínir.....
Þegar þetta hættir að snúast um ákveðinn standard og snýst eingöngu um peninga þá er þetta akkúrat niðurstaðan.
Það hefur verið tap á V-power nánast frá upphafi. Fyrir því eru nokkrar ástæður, bensínverð fór hækkandi á sama tíma og þessu var hleypt af stokkunum og það varð til þess að það var hreinlega ekki hægt að láta það kosta það sem það þurfti að kosta því það hefði gefið svo neikvæða ímynd af Skeljungi að vera með bensín á dælunum sem kostaði kannski 130 kall!
Auk þess hefur umræðan af stærstum hluta verið mjög neikvæði út í þetta eldsneyti og þar sem reiknað var með því að flest bíladellufólk tæki þessu fagnandi var ákveðið að slá til og vera fyrstir til að bjóða hágæða eldsneyti á Íslandi. Móttökurnar voru hinsvegar alveg ótrúlega slæmar fyrst um sinn þar sem margir mánuðir fóru í það að verja "svindlið" í stað þess að fólk prófaði þetta bara.
HINSVEGAR! þá er hægt að flytja hágæðaeldsneyti inn í tunnum, það verður að sjálfsögðu ekki ódýrt en ef að menn sleppa álagningu þá gæti það mögulega komið þolanlega út. Menn hafa gert þetta fyrir keppnis vélsleða (Skeljungur flutti það reyndar inn líka).... en hver veit - kannski væri hægt að safnast saman um að flytja svona inn.
Kannski gæti einhver sjálfstæður rekstraraðili tekið þetta að sér og boðið uppá dælu (eins og atlantsolía gerir (verktakadælu))....
Og að lokum, þá er bara 95 og 92 OKTANA hér í DK, V-power fæst hinsvegar í DE. Ég hef tekið eftir því á Golfinum að hann eyðir meira á fyrsta tankinum á V-power en svo fer eyðslan að lækka þegar hann er kominn á annan tankinn
