Sælir.
Mig langaði að athuga hvort einhverjir hér hafi áhuga á remap-i á bílana sína. Þ.e. OBD-II bíla (flestir ef ekki allir bílar '96 og nýrri eru með OBD-II).
Processin felst semsagt í mjög stutu máli í því að fyrst er ECU mappið lesið af bílnum inn á tölvu með þar til gerðu tengi (sem ég er kominn með). Mappið er sent til E-maps í Bretlandi sem breyta og gera eitthvað vúdú

við mappið. Það er svo sent til baka og dælt aftur af tölvu inn á bílinn. Einnig er hægt að hækka revlimit og afnema vmax ef fólk vill.
Verð og slíkt er ekki alveg komið á hreint og fer væntanlega eitthvað eftir því hversu margir við verðum. Mér skilst að þetta kosti eitthvað um 20-25þ. og aldrei að vita nema það verði einhver magnafsláttur fyrir meðlimi BMWKrafts.
Aðilinn sem gerir þetta (Simon hjá
www.e-maps.co.uk ) fær t.d. mjög góða á e36coupe foruminu. Nánari upplýsingar og dæmi um aflaukningu er að finna á heimasíðu E-Maps. Þar er einnig ágætis FAQ. Kíkið undir Products til að sjá dæmi um hvaða bíla er hægt að fá remap fyrir og tölur yfir ca. aflaukningu sem hægt er að búast við.
Hér eru líka upplýsingar:
http://www.e36coupe.com/products/Remapp ... apping.htm
Látið mig vita í EP eða tölvupósti (
iar@pjus.is) ef þið hafið áhuga. Eins ef þið hafið spurningar sem ekki er svarað á þessum vefsíðum skal ég safna þeim saman og koma þeim til Simons.
Það þarf svosem ekki að leita lengi á e36coupe foruminu til að finna góðar umsagnir um þennan gaur (kallar sig Chipper á foruminu, hægt að nota leitina á foruminu) en hér er eitt dæmi:
http://www.e36coupe.co.uk/forum/viewtopic.php?t=33996
En allavega, sendið mér línu þið sem hafið áhuga og ég tek það saman og athuga hvaða pakkatilboð við getum fengið hjá þeim. Látið fylgja með hvaða bíll er um að ræða, týpu og árgerð og breytingar ef einhverjar eru (loftfilter, pústkerfi osfrv..)
Ég kem til með að gera þetta við minn fljótlega og mun mæla fyrir og eftir með GTech til að sjá muninn og mun svo auðvitað pósta því hér. En þangað til væri gott að fá grófa hugmynd um hversu margir hefðu áhuga á þessu.