Þetta finnst mér alveg gríðarlega smekklegt! Það er þó tvennt sem mér finnst nokkuð áberandi að mætti laga.
Í fyrsta að hafa rúðuhalarana í hurðinni finnst mér afturför. Að hafa þá við skiptinguna eins og í E46 bílnum er alger snilld! Reyndar til að gefa þeim kredit þá virðist þetta vera ofarlega á hurðinni og því líklega nokkuð aðgengilegt. Svo er E60 líka væntanlega slatta breiðari en E46.
Svo sýnist mér þeir vera hættir að halla miðhluta mælaborðsins (miðstöð og co.) að bílstjóranum. Finnst það góð "örgonomí" að halla því aðeins að ökumanni.
Það er kannski ákveðinn pervertismi og/eða bilun en stundum get ég alveg dáðst að hönnuninni á mælaborðinu, staðsetningu hluta, einfaldleika og almennt umhverfi ökumanns í E46. Þarf að skrifa smá grein og taka myndir við tækifæri.
En semsagt, ég er líklega ekki rétti maðurinn til að bera E60 og E46 saman enda ekki alveg hlutlaus.
