Forsíða  
Fréttir  
Greinar  
Ljósmyndakeppni  
Myndasafn  
Myndbönd  
Reiknivél  
Hlekkir  
Samband  
Klúbburinn  
Fríðindi  
Samþykkt  
Skráning  
Spjall  

Bíll mánaðarins!

oskard/arnib ©2005
 
Fyrsti "bíll mánaðarins" er BMW X3 árgerð 2004.
Við fyrstu sýn virðist þessi bíll vera eins og hver annar jepplingur, bara upphækkaður touring bíll með 18" álfelgur. Maður veit ekki hverju maður á von á þegar maður togar í handfangið á bílstjórahurðinni. Þetta er nefnilega BMW X3! Þarna opnaðist fyrir okkur heill heimur af skemmtun. Innréttingin er flott og stílhrein, að hluta til úr áli. Svart-leðurklæddu sportsætin gripu um okkur og ætluðu aldeilis að passa að við færum ekki á ferðina, þ.e. innan í bílnum. Hann er mjög rúmgóður að innan og rúmast fjórir fullorðnir auðveldlega í honum, en ég er ekki viss með þann fimmta. Hólfaplássin eru nokkur í bílnum, t.a.m. eru tvö hólf í armpúðanum milli framsætanna, og einnig í miðjusætinu afturí. Það er hægt að leggja niður og opna á tvo vegu til að fá hólf og glasahaldara. Þrátt fyrir öll þessi pláss þá vantaði hólf fyrir símann!

Þegar bíllinn er settur í gang urrar M54 vélin vel á mann. Bíllinn er með 3.0 lítra (2979 cc), 6 strokka, 24 ventla vél með tvöföldu "VANOS", en það er mjög fullkomið tölvukerfi sem stillir tíma á opnun ventla. Hún skilar 231 hestafli við 5900 snúninga og 300 Nm togi við 3500 snúninga. Hann er sjálfskiptur með handskiptivali sem er staðalbúnaður í 3 lítra bílnum. Einnig er hann búinn xDrive, fyrsta fjórhjóladrifinu með innbyggðri akstursánægju! xDrive er rafeindastýrt fjórhjóladrif sem stýrir átakinu til öxlanna eftir þörfum. Í venjulegum akstri er dreifingin 40/60 en drifið getur dreift aflinu allt upp í 100/0 og öfugt, eftir aðstæðum. Þetta eintak er svokallaður X3 Sport, þ.e. með sportpakka. Í því felst að hann er með leðurklæddum sportstólum, á 18. felgum, með leðurklæddu sportstýri með aðgerðum, loftkælingu, geislaspilara og að sjálfsögðu sportfjöðrun o.m.fl.!

Það er unaður að keyra BMW X3, eins og alla BMW bíla. Þegar ekið er af stað finnur maður vel að öll hestöflin 231 skila bílnum vel áfram. Hann er snöggur af stað og góður í beygjunum. Hröðunin er mjög fín og skilar bíllin sér frá 0 uppí 100 á 7,8 sekúndum. Sportfjöðrunin gerir það að verkum að maður gleymir því strax að maður er að keyra "jeppling". Bíllinn er nokkuð stífur, alls ekki hastur, og liggur vel í beygjum. Á þjóðvegum er hann mjög ljúfur í akstri og er ekki úr vegi að koma sér fyrir á réttum hraða og láta skriðstillinn halda honum föstum.

Þar sem bíllinn er búinn fullkomnu fjórhjóladrifi og er nokkuð hærri en maður á að venjast hjá BMW var ekki úr vegi að athuga hvort hann kæmist upp smá "torfærur". Við skelltum okkur á ferðina og fundum eina góða drullubrekku (í myndbandinu), sem við hefðum ekki látið okkur dreyma um að keyra venjulegan BMW upp. Það var ekki að því að spyrja, bíllinn þaut upp án þess að hika nokkuð og virðist xDrive kerfið vera að virka mjög vel. Á toppnum komust við að því að bíllinn var búinn svokölluðu hill descent control (HDC). Það virkar þannig að ýtt er á takkann efst í brekkunni og bíllinn sér sjálfur um bremsa rétt og halda takmörkuðum hraða niður brekkuna.

Þetta er magnaður bill með alla kosti góðs akstursbíls og býður uppá möguleika sem flestir "jeppar" bjóða uppá í dag. Hann fær topp einkunn hjá okkur og mælum við eindregið með honum fyrir þá sem hann hentar!

Auk myndanna fylgir greininni eitt myndband og er það að finna í kassanum hægra megin.

Fyrir áhugasama viljum við benda á bækling á ensku (á pdf formi) sem er að finna hér


Greinaskrif:Gunni
Myndataka:Þröstur
Aðstoð:Sveinbjörn

BMW X3 3.0i
 
Vélin
3.0 Lítrar
6 Strokkar
24 ventlar
Tvöfalt VANOS

231 hö / 5900 rpm
300 Nm / 3500 rpm
 
Skipting
5 þrepa sjálfskipting
Handval (steptronic)
 
Drif
xDrive
Rafstýrt fjórhjóladrif
 
Bremsur
Kældir diskar að framan
Kældir diskar að aftan
ABS
 
Annað
Lengd:4,56m
Breidd:1,85m
Hæð:1,67m
Þyngd:1.835kg
 
0-100km:7,8 sek
 
Vídeó