Forsíða  
Fréttir  
Greinar  
Ljósmyndakeppni  
Myndasafn  
Myndbönd  
Reiknivél  
Hlekkir  
Samband  
Klúbburinn  
Fríðindi  
Samþykkt  
Skráning  
Spjall  

Bíll mánaðarins!

oskard/arnib ©2005
 
Þróun BMW 850i bílsins Ingi Þ. Vöggsson | 2007-08-18 15:26:10
Hugmyndin að tveggja dyra “sport” bíl stefnt að efri klassa þjóðfélagssins var þegar til staðar árið 1981, E31 verkefnið fékk loks græna ljósið árið 1984. Innan fyrirtækisins var ákvörðunin ekki einróma um hvort fólk mundi kaupa bíl sem kostði 7.000.000 kr (c.a. €70.000). Bíllinn var ekki bara framþróun annars bíls heldur var hann hannaður nýr frá grunni, sem gerði ákvörðunina áhættusama.


6 línan var notuð sem “reynsluból” fyrir búnað úr E31, eins og burðarvirki, drifbúnað og stýrisbúnað

Tveimur árum síðar 1986 og fjórum árum áður en fjöldaframleiðsla hófst var hönnunarferli lokið og smíði hófst. Bíllinn var hannaður í CAD (Computer Added Design) tölvum, sem þá þótti óvenjulegt.

Árið 1987 hóf BMW smíði á fyrstu frumgerðunum úr málmi eftir að breytingum á hönnun og loftflæði hafði verið lokið. Þessi fyrsta frumgerð bílsins, sem var ökuhæfur, kostaði 90.000.000 kr (c.a. €1.000.000). Restin af prufu eintökunum 100, voru ekkert ódýrari. Þeir kostuðu um 67.500.000 kr (c.a. €750.000)hver, enda voru þeir allir handsmíðaðir úr sérsmíðuðum pörtum. Margir af þessum frumgerðarbílum enduðu líf sitt á steinvegg. Árekstursprófanir!


Fyrsta hönnunar módel af 8 línuni - 90.000.000kr árekstursprófun

Ein af þessum frumgerðum var sýnd starfsfólki BMW þann 15. júní 1989 í “Bayernhalle” í Munich. Á þeim tímapunkti voru um 2000 manns sem tóku þátt í hönnunarferli E31 verkefnisins.

Eftir ítrekaðar prófanir í prufubekk sem líkti eftir hinum ýmsu akstursaðstæðum (sjá myndir), hófst fyrsti alvöru reynsluaksturinn (ennþá með dulbúnum bíl) þann 4. júlí 1989 á Nürburgring Nordschleife. Þessi 8000km reynsluakstur var að jafnaði eins og 150.000km í venjulegum akstri.


Tölvustýrðir prufubekkir hermdu eftir Nordschleife brautinni og prófuðu burðarþol “body” skeljarinnar

Í lok ágúst 1989 var fyrsti reynsluaksturinn í Bandaríkjunum við mjög heit skilyrði og með bandarísku bensíni. Eitt helsta og líklega einnig stærsta markaðssvæði bílsins var einmitt í Bandaríkjunum.

Eftir reynsluakstur í miklum kuldum var haldið til Death Valley (í Bandaríkjunum). Í 50°C var ekið í botngjöf klukkutímum saman. Ekki var öllu lokið. Eftir allt þetta var svartmálaði bíllinn látnn ganga í klukkutíma í þessum hita. Akstur upp og niður fjallavegi með miklum hita- og loftþrýstingsbreytingum var líka framkvæmd.


Einn af fyrstu reynslubílunum með mikið af mælitækjum meðferðis (Takið eftir framljósunum)


Dekk, felgur, vélartölvur og mörg önnur gildi voru athuguð og skráð

Á meðan prófanir voru ennþá í gangi var BMW 850i kynntur almenningi í byrjun september 1989 á IAA (Internationale Automobil-Ausstellung) sýningunni í Frankfurt/Main Þýskalandi, með mjög góðum árangri. Yfir 5000 pantanir voru lagðar inn á sýningunni einni saman og það áður en bíllinn var tilbúinn til framleiðslu, sem síðan hófst í febrúar 1990 í Dingolfing (14 dögum eftir áætlun). Hefðir þú pantað 850i bíl á þeim tíma þá hefðir þú þurft að bíða í 3 ár eftir honum.

Kostnaður við hönnun BMW 850i var 45.000.000.000kr (c.a. €500.000.000)

Heimildir: www.bmw850.de