|
E63 645Ci
Bíll mánaðarins að þessu sinni er fullvaxinn GT bíll og enn eitt afsprengi meistara Chris Bangle...bílinn er BMW E63 645Ci.
E63 645Ci var fyrst kynntur á bílasýningunni í Frankfurt 2003 og naut strax mikilli athygli. E63 á að vera arftaki "gömlu sexunnar" (E24), sem var í boði á árunum 1976-1989, en er í raun arftaki 8línunnar (E31) sem fylgdi í kjölfar E24. E63 er enn eitt hönnunarverk Chris Bangle og er líklega sá bíll í hans línu sem fengið hefur mesta hrósið fyrir hönnun og stíl.
N62 vélin í 645 er sannarlega mikil listasmíði og tala afköstin þar sínu máli, 450Nm tog við 3600rpm og 333hö við 6100rpm. Vélin er búin öllu því nýjasta í vopnabúri BMW-vélarsmiða og ber þar helst að nefna, double vanos, valvetronic og breytilega soggreinarlengd (variable intake manifold runner length). Aflið er hreint út sagt magnað og í í samvinnu við 6þrepa steptronic sjálfskiptinguna æðir bíllinn hreinlega áfram eins og tölurnar gefa til kynna: 0-100km/klst. 5.9sek, 0-160km/klst. 13.5sek og 0-402m 13.7sek.
BMW lagði mikla áherslu á aksturseiginleika og reyndi eftir besta megni að takmarka þyngd bílsins í því skyni. Því eru t.d. hurðir, húdd og skottlok úr áli auk þess sem frambretti eru úr plastefnum. Þetta tryggði heildarþyngd undir 1700kg og nánast fullkomna 50:50 þyngdardreifingu. Þetta í samblandi við álblendið og háþróað fjöðrunarkerfi gerir E63 að einum allra besta akstursbíl í sínum flokki.
Bíllinn er hlaðinn ýmsum tækninýjungum líkt og Dynamic Stability Control (DSC) sem hindrar bæði yfir- og undirstýringu, Dynamic Traction Control (DTC) sem dreifir afl milli hjóla ef annað missir grip, og Active Roll Stabilization sem nánast eyðir "body roll'i" fullkomlega. Þetta þrennt gerir það að verkum að hægt er að keyra óhræddur í gegnum svæsnustu beygjur á hreint óguðlegum hraða. Sexan er auk þess búin hinu margumtalaða iDrive kerfi sem þrátt fyrir misgóða dóma er mjög einfalt og skipulagt í notkun þrátt fyrir nánast óendanlega stillimöguleika.
Innanrýmið varð aldeilis ekki útundan við hönnun bílsins og mikið hefur verið lagt í fallegt útlit í sambland við notadrýgni og góðan aðbúnað. Framsætin eru einstaklega þægileg, auk þess að veita góðan stuðning í beygjum, meðan aftursætin eru vel boðlegt fullvöxnum mönnum á styttri vegalengdum. Hljómtækin eru af fullkomnustu gerð og gefa tæran og góðan hljóm með hjálp hvorki meira né minna en 13hátalara.
Það var meðlimum COTM gengisins mikil ánægja að vinna þessa umfjöllun og vorum við allir sammála um að þessi bíll hefði komið okkur einna mest á óvart af þeim bílum sem við höfum tekið fyrir. Aflið, þægindin og aksturseiginleikarnir voru hreint út sagt útrúlegir og fengum við sumir að upplifa nett vonbrigði þegar ekið var heim að degi loknum á eigin bílum sem þó þótti meira en vel boðlegir við upphaf dags...
Grein: Sveinbjörn
Myndband: Sveinbjörn, Ingi og Þröstur
Myndir: Sveinbjörn, Þröstur og Óskar
Heimildir: www.wikipedia.org, www.bmwworld.com og www.carfolio.com.
|
BMW E63 645Ci
|
|
Vélin
|
4.4 Lítrar
V8
32 ventlar
Double Vanos
Valvetronic
333 hö / 6100 rpm
450 Nm / 3600 rpm
|
|
Skipting
|
6 þrepa ssk.
efsta þrep. 1:0.69
|
|
Afturdrif
|
1:3.46
án lsd
|
|
Bremsur
|
Kældir diskar að framan(348mm) og aftan(345mm)
ABS
ASC
|
|
Annað
|
Lengd: 4,820m
Breidd: 1,855m
Hæð: 1,373m
Þyngd: 1.695kg
|
|
Afköst
|
0-100kph: 5.9 sek
0-160kph: 13.5 sek
0-402m: 13.7sek
V-max: 250km/klst (takmarkað)
|
|
Myndbönd
|
|
|
|