Forsíða  
Fréttir  
Greinar  
Ljósmyndakeppni  
Myndasafn  
Myndbönd  
Reiknivél  
Hlekkir  
Samband  
Klúbburinn  
Fríðindi  
Samþykkt  
Skráning  
Spjall  

Bíll mánaðarins!

oskard/arnib ©2005
 
Bíll ágústmánaðar er BMW E31 850i
BMW E31 850i

Bíll mánaðarins að þessu sinni er svo sannarlega glæsilegur, enda valinn bíll ársins af meðlimum BMW-krafts 2005. Það geta ekki margir státað af því að eiga fullvaxinn 12cyl GT-bíl á íslenskum götum, en eigandi bíls mánaðarins getur það.

Menn sjá það strax þegar litið er á E31 8línuna að gríðarlega mikil vinna og tími hefur farið í að móta skrokkinn til að takmarka loftmótstöðu, enda er hún ein sú lægsta sem völ er á, eða aðeins 0.29 (til samanburðar má nefna að E24 er 0.39). 8 línan var fyrst kynnt á bílasýningunni í Frankfurt í september 1989 en hönnunarferlið hófst árið 1984 og smíði árið 1986. Strax á sýningunni 1989 bárust pantanir upp á 5000 bíla þótt framleiðsla ætti ekki að hefjast fyrr en í febrúar ári seinna.

8-línunni var ætlað að taka við af E24 6-línunni en útkoman var töluvert frábrugðin fyrirrennaranum. Meðan sexan var hugsuð sem hreinn GT bíll þá urðu áherslur áttunnar meira í átt að ofurbíl, og meðan á framleiðslu hennar stóð var hún flaggskip BMW línunnar. Áttan var einn af fyrstu BMW bílunum til að vera hannaður frá grunni með tölvuhönnunarhugbúnaði eða CAD (Computer Aided Design), auk þess að eyða miklum tíma í vindgöngum. Með þessu náðist fram mikill léttleiki skrokksins og lítil loftmótstaða en þyngdin var reyndar fljótlega vegin aftur með gríðarlega miklum búnaði.

Kostnaður við hönnun áttunar var gríðarlegur og endaði í vel yfir milljarði þýskra marka. Í heildina voru framleidd 30.609 eintök af áttunni á árunum 1989-1999.

Bíll mánaðarins er jú 850i '92 módel sem er knúinn áfram af M70B50 V12 vélinni í gegnum 4þrepa 4HP24 kassann. Aflið er ekki af skornum skammti eða 300hö v.5200rpm og 450Nm v.4100rpm orginal en þessi tiltekni bíll var dynomældur í Tækniþjónustu Bifreiða 313hö og 467Nm.

Aflið er ekki bara álitlegt á pappír því þessi 1790kg bíll hreinlega hendist áfram á öllum snúningum og nær 100km/klst á rétt rúmum 7 sek og alla leið í takmarkaðan 250km/klst endahraða. Sem dæmi um gríðarlegt afl þá er tekur aðeins 6 sek að fara úr 80-120km/klst í 4. gír!

Það væsir ekki um ökumenn og farþega að innan heldur því rafstilltu leðursætin hreinlega knúsa úr manni alla þreytu (ef hún er til staðar) auk þess sem stórglæsileg hljómtæki gera hverja ferð að unaði. Sjálfvirk miðstöð með loftkælingu sér svo um að halda réttu hitastigi og tvívirka rafstillta topplúgan er auk þess nauðsynleg til að skapa réttu akstursstemninguna.

En 850i er ekki bara 1790kg beinlínu teppi því bíllinn er búinn M-tec fjöðrun sem hreinlega límir bílinn við vegin með hjálp 245/45 (framan) og 275/40 17" (aftan) Dunlop SP9000 dekkjanna. Einnig hefur eigandinn uppfært bremsur í boraða og rákaða diska jafnan kennda við kappakstur svo ekki þarf að örvænta um að stoppa flekann á ferðinni.

Að utan er bíllinn svo að sannarlega stórglæsilegur með M Aerodynamic kitti, Remus endakútum, 17x8.5" og 17x10" M-Contour felgum auk xenon aðalljósa. Svo er bíllinn auðvitað í hinum stórglæsilega Calypso Rot lit sem er jú alveg til að deyja fyrir....


Myndir: Sveinbjörn
Myndband: Þröstur og Ingi
Grein: Sveinbjörn
Heimildir: www.wikipedia.org, www.e31.net og www.carfolio.com
BMW E31 850i
 
Vélin
5.0 Lítrar
12 Strokkar
24 ventlar
 
300 hö / 5200 rpm
450 Nm / 4100 rpm
 
Skipting
4 þrepa sjálfskipting
1. 1:2.479
2. 1:1.479
3. 1:1.000
4. 1:0.728
R. 1:2.086
 
Afturdrif
3.15 drif
án LSD
 
Bremsur
Kældir, boraðir og rákaðir diskar að framan
Boraðir og rákaðir diskar að aftan
ABS
ASC
 
Annað
Lengd: 4,78m
Breidd: 1,85m
Hæð: 1,34m
Þyngd: 1.790kg
 
Afköst
0-100kph: 7.4 sek
80-120kph: 6.0 sek
0-1km: 27.0sek (ssk)
V-max: 250km/klst (takmarkað)
 
Myndbönd