Forsíða  
Fréttir  
Greinar  
Ljósmyndakeppni  
Myndasafn  
Myndbönd  
Reiknivél  
Hlekkir  
Samband  
Klúbburinn  
Fríðindi  
Samþykkt  
Skráning  
Spjall  

Bíll mánaðarins!

oskard/arnib ©2005
 
Bíll júlímánaðar er BMW E85 Z4 3.0
Það má með sanni segja að bíll mánaðarins sé með eindæmum glæsilegur og auðvelt er að týna sér í fallegum línum bílsins. 18" felgurnar, AC-Schnitzer kittið, harðtoppurinn, leðrið auk annars búnaðar eykur allt á fegurð bílsins en útlitið er ekki allt....

Það finnst strax og tekið er í hurðarhúninn að Z4 er töluvert frábrugðinn fyrirrennurum sínum. Þegar sest er undir stýri finnur maður hversu mikið þéttari hann er en Z3 og auðvitað mun meira nýmóðins. Mælarnir eru ekki líkir því sem áður hefur sést í BMW og greinilegt er að mikil vinna hefur verið lögð í að hanna innanrýmið. Bíllinn er allur rýmri en Z3 og skottið er merkilega stórt.

Vélin er ekki af verri endanum og 3.0l M54 línu sexan malar fallega í lausagangi samhliða því að öskra fallega í áreynslu. Aflið er ekki af skornum skammti, eða 231hö v.5900rpm og 300Nm v.3500rpm sem skilar bílnum í 100km/klst úr kyrrstöðu á 5.9sek og alla leið í takmarkaðan 250km/klst endahraða.

M54 vélin er sannarlega tæknilega fullkomin og af nýjustu kynslóð véla. Meðal trompa hennar má nefna: létta álblokk enda vegur vélin aðeins 170kg, tvöfalt og þreplaust Vanos kerfi, rafstýrða inngjöf (drive-by-wire) og viðhaldsfría tímakeðju.

Driflínan er ekki amaleg þar sem aflið er tamið með 6gíra beinskiptum kassa og fullkominni spólvörn (til að slökkva á...). Bremsurnar eru öflugar með lofkældum 300mm diskum að framan og loftkældum 294mm að aftan. Felgurnar eru svo 18x8" að framan og 18x8.5" að aftan sem eru vafnar í fínasta 225/40 og 255/35 18" gúmmí. Síðan er Z4 búinn svokölluðu Flat Tire Monitor (FTM) kerfi sem skynjar ef dekk hefur misst meira en 30% loftþrýsting og breytir þar með snúningi þess með hjálp DSC spólvarnarinnar auk þess að láta ökumann vita af hættunni.

Fjöðrunin í Z4 er líklega stærsta stökkið miðað við Z3 og er skrokkurinn töluvert stífari en maður á að venjast í blæjubíl. Þessu náði BMW fram með flóknum stífum í undirvagni sambærilegum við Z8. Einnig hefur BMW losað sig við semi trailing arm (eins og í E30) afturfjöðrunina sem var í Z3 og notast við central link afturfjöðrun. Einnig er Z4 með breiðara track en Z3 auk þess sem negative camber er hærri (2.25°) en á öðrum módelum. Z4 er einnig búinn rafstýri sem þyngist með hraða auk þess sem rafmótorinn sparar eldsneyti.

BMW tók öryggi Z4 föstum tökum og er Z4 með öruggari bílum í sínum flokki. Meðal nýjunga í þessari deild má nefna loftpúða fyrir hné ökumanns og farþega, öflugt skynjaranet umhverfis bílinn sem er lagt með ljósleiðurum til að tryggja hámarks afköst, rofa til að slökkva á loftpúðum fyrir farþega (fyrir barnastól) og svokallað rollover protection.

Það má með sanni segja að Z4 sé stórglæsilegur bíll í alla staði og hreinn unaður í akstri.


Myndir: Sveinbjörn
Myndband: Þröstur og Ingi
Grein: Sveinbjörn
Heimildir: www.bmw.com, www.bmwinfo.com, www.bmwworld.com og www.carfolio.com
BMW E85 Z4 3.0
 
Vélin
3.0 Lítrar
6 Strokkar
24 ventlar
Tvöfalt VANOS
Valvetronic
 
231 hö / 5900 rpm
300 Nm / 3500-4750 rpm
 
Skipting
6 gíra beinskipting
 
Afturdrif
3.07 drif
án LSD
 
Bremsur
Kældir diskar að framan og aftan
ABS
DSC
 
Annað
Lengd: 4,09m
Breidd: 1,78m
Hæð: 1,30m
Þyngd: 1.365kg
 
0-100km: 5,9 sek
 
 
Myndbönd