Forsíða  
Fréttir  
Greinar  
Ljósmyndakeppni  
Myndasafn  
Myndbönd  
Reiknivél  
Hlekkir  
Samband  
Klúbburinn  
Fríðindi  
Samþykkt  
Skráning  
Spjall  

Bíll mánaðarins!

oskard/arnib ©2005
 
Bíll maímánaðar er BMW E36 320iA Coupe '94
Bíll mánaðarins er þessi fallegi BMW 320iA coupe. Liturinn á bílnum þykir alveg rosalega fallegur en hann heitir BMW-tobagoblau-metallic, það er blár litur með fjólublárri sanseringu þannig að í réttu ljósi/sólarljósi virðist bíllinn vera alveg fjólublár á köflum en annarsstaðar blár.

Á bílnum er sama kitt og kom á BMW E36 M3 bílunum en það inniheldur framstuðara (með front lip spoiler), sílsalista, afturstuðara, hliðarlista og spegla sem kom original á þessum bíl frá verksmiðju þar sem einnig voru settar í hann flækjur og stærra púst, ásamt ///M merki á skottið. Skóbúnaðurinn á bílnum er ekki af verri endanum en þar eru 18" BMW M5 replicu felgur með 245/35 ZR 18 að aftan og 225/35 ZR 18 að framan. Það má með sanni segja að bíllinn láti vel að stjórn á þessum börðum og ekki er þetta nú heldur verra fyrir augað. Vetrardekkin eru hinsvegar 205/55 R 16 og eru þau á auka 16" BMW felgum. Annar aukabúnaður utan á bílnum er til dæmis Hella angel eyes framljósin, kastarar í framstuðara, glær stefnuljós allann hringinn o.fl.

Þegar inn í bílinn er sest má greinilega sjá og finna þessi þægilegu svörtu leðursæti sem í honum eru, þetta eru sportstólar sem veita vægast sagt mjög góðan alhliðar stuðning og eru stillanlegir á alla vegu. Það eru 4 hauspúðar í fram og aftur sætum, hiti í framsætum og ekki má gleyma armpúðanum milli framsæta sem er alger snilld þegar maður er að keyra bílinn. Innréttingin í bílnum er öll svört og lýtur út eins og ný þannig að það er virkilega bara allt svart inní þessum bíl, meira að segja gólfmotturnar eru svartar BMW mottur. Í bílnum eru original hátalararnir, en það samanstendur af 6 hátalörum sem gefa nokkuð góðan topp í tónlistina en til að ná út botninum hefur verið sett 12" JBL keila í skottið ásamt JBL magnara og Sony 4x50w cd/mp3 spilara.

Nú eins og áður kom fram þá lætur bíllinn mjög vel af stjórn á þessum 18" dekkjum og liggur mjög vel í beygjum, sjálfskiptingin í bílnum er 5 þrepa og er hún mjög skemmtileg í akstri, þar má velja um Economy, Winter og Sport stillingar allt eftir því hvernig þú vilt keyra. Hér seinast verður að nefna það sem gerir bílinn auðþekkjanlegann þegar inní hann er komið en það er lyktarkallinn á miðstöðinni (Kalli kanína lyktarkall, það er zoomað á hann í videoinu). Þetta er heillargripur eigandans og bara varð að fá að vera með í greininni en þess má geta að Kalli kanína fylgir ekki og mun aldrei fylgja bílnum heldur eigandanum.

Myndataka: Helgi Steinar
Videovinnsla: Einar Ingi og Sigrún Björg
Grein: Valgarður Óli


BMW E36 320i
 
Vélin
M50B20 L6
2000cc
24 ventla
150 hö
 
Skipting
5 þrepa sjálfskipting
 
Drif
Afturhjóladrifinn
 
Bremsur
Diskar framan og aftan
ABS
 
Fjöðrun
M-tech fjöðrun
 
Felgur og Dekk
18" BMW M5 replica felgur
245/35ZR18 aftan
225/35ZR18 framan
 
16" BMW vetrarfelgur
205/55R16 Goodyear Ultra Grip
 
Myndbönd