Til sölu BMW 325i
Kom á götuna 08/89 (af færibandinu 04/89)
Delphin Metallic, dökkgrár að innan. Skoðaður án athugasemda ’06. Bíllinn er í mjög góðu ástandi, einstaklega þéttur og skemmtilegur í akstri, kvikindið hendist gjörsamlega áfram eins og 325i e30 ber að gera. Þetta er swap boddí’ið er 316i en það er búið að færa allt úr 325i bíl 09.86 sem ég keypti í Munchen í sumar og partaði í Þýskalandi. Sá bíll hafði aðeins tvo eigendur og var ekinn 153þús km með þjónustubók þegar ég reif hann. Bíllinn var í góðu lagi og ekkert að honum ég keyrði hann 600km svo skrúfaði ég hann í sundur!
Það eina sem eftir er úr 316i bílnum er boddý’ið með öllu sem því tengist hurðir, skott, húdd o.s.frv. Miðstöðin, teppið, öryggisbeltin og eitthvað smádót. Allt annað er úr 325i bílnum þannig þetta er ekki 316i með 2,5l vél heldur 316i sem búið er að breyta í 325i það er ekkert í þessum bíl sem er ekki eins og það á að vera í 325i.
Sportsæti
Topplúga
Sportfjöðrun orginal frá BMW
ABS
Check control
Hliðarsílsar samlitaðir (eftirlíking af M3 e36 sílsunum)
Augabrúnir
Kastarar
Vökvastýri
M-tech 1, 3 arma stýri
Svört nýru (sprautuð svört)
Shadow Line
Rafgeymirinn er í skottinu, diskar að aftan, allar jafnvægisstangir úr 325i bílnum, ABS’inu var swapað, rafkerfinu var swapað þannig það er CheckControl í bílnum og það virkar, allar festingar sem eru ekki eins voru soðnar í vélasalinn (loftinntak/relay/yfirfall fyrir kælikerfi/abs unit), flautan er úr 325i bílnum þannig það er alvöru hljóð þegar flautað er, vökvastýri var ekki staðalbúnaður í 325i ’86 en það var fengið úr ’89 325i bíl.
Það er búið að gera eitt og annað fyrir bíllinn. Teppið var tekið úr og háþrýstiþvegið, hluta af bílnum þurfti að sprauta, ný innrétting, nýtt stýri, bíllinn var endurryðvarinn að hluta samhliða öllum breytingum. Bremsuklossar allan hringinn nýjir, diskar í góðu standi. Allir vökvar endurnýjaðir vökvastýri/bremsur/gírkassi/drif/kælivökvi/vélarolía. Fyrri eigandi 325i bílsins notaði alltaf Full Synthetic olíu og ég setti því þannig olíu á vélina. Þessi vél malar eins og kettlingur, mjög fallegt m20 hljóð! Bensínslöngur voru endurnýjaður, stór hluti af bremsurörum m.a. vegna ABS væðingar. Fóðringar í gírstangarlið voru endurnýjaðar……
Orginal hátalarar allan hringinn, frekar gamalt Alpine kassettutæki, útgangur fyrir kraftmagnara og hægt að taka allt tækið úr bílnum með einu handtaki! Barn síns tíma. Ég aftengdi front/rear rofann og setti universal tengi í bílinn þannig það er lítið mál að tengja spilara. Ekkert bassabox og ekki neinn kraftmagnari bara góður bíll!
Bíllinn er á 14” "e30" felgum og nánast nýjum sumardekkjum á líka 15” felgur á góðum Toyo dekkjum. Svo geta fylgt með fjórar 14” "e30" felgur án dekkja fyrir vetrardekk. Semsagt felguval en verðið miðast við 8 felgur og 4 dekk. Sumir vilja nagla, sumir ekki og aðrir vetrarbíl!
316i VIN: WBAAB11020AA09179
325i VIN: WBAAB310901776231
Gallar: Ég mæli með nýrri tímareim, sprunga í öðrum kastaranum
Sjón er sögu ríkari.
Ég swapaði öllu dótinu og lagði mikið upp úr góðum frágangi, ekkert drullumix í gangi!
Bíllinn stendur fyrir utan hjá mér á númerum, skoðaður og tilbúinn!
Það er ekki læst drif í bílnum bara venjulegur 325i klumpur.
Ásett verð 490þús
Ekkert áhvílandi, bara bein sala.
Upplýsingar í S: 895 7866
Þetta eru 15" felgurnar sem talað er um í textanum dæmigerðar e30 felgur ástandið er mjög gott m.v. aldur
Innréttingin er einstaklega falleg, látlaus, stílhrein og tímalaus hönnun!
