Ég var að spjalla við Sigurþór (847-0001) og Halldór (8659388) varðandi 525 bíl sem þeir auglýstu hér sem 525i.
Ég var mjög áhugasamur varðandi bílinn, þar sem eina sem á að vera að honum er að sjálfskiptingin er farin (4hp22) skipting. Hún fer bara í bakk (algeng bilun) en að þeirra sögn er möguleiki að það vanti bara olíu á hana.
Ég missti áhugan þegar ég sá myndir af bílnum því þá kom í ljós að þetta er 525e (eta, stendur fyrir sparnaðarútgáfu). Þessi bíll var hannaður sem eyðslugrannur bíll, hátt gíraður og mjög sparneytin í akstri.
Þessi vél er að eyða svipuðu og 2.0 vél. Hún er með færri legum og minna viðnámi, og snýst þessvegna ekki eins hátt. Minnir að redline á henni sé um 5000 snúningar.
Menn hafa hins vegar verið að nota þessa vél sem grunn í 2.7L "conversion" í þrista. Meðal annars E21 boddíið, en að sjálfsögðu virkar þetta líka vel í aðra bíla
Þessi vél er af M20 gerð, alveg sama uppbygging og 2.0 og 2.5L vélarnar (litla blokkin) en ekki eins og M30 vélin í 525i, 528i osfrv.
Þetta er því kjörið tækifæri fyrir einhvern sem vill búa til "stroker motor". 2.7L og meira að segja Motronic innspýtingarkerfi á þessu!
Jæja, hættur að bulla, bara svona að koma þessu á framfæri. Það eru ekki til margir svona bílar hérna. Þetta er bíll númer 3 sem ég hef séð á landinu.
Sæmi
