Jæja mér datt í hug að smella hingað inn smá notendaleiðarvísi sem gerir leitina á mobile auðveldari. Here goes.
Gott er að byrja á því að fara á
http://uk.mobile.de þar sem allt er á ensku, mun þægilegra fyrir þá sem tala ekki reiprennandi þýsku.
Smellið næst á search og veljið All Countries í staðinn fyrir Great Britain.
Næst veljið þið þá bíltegund sem þið viljið leita að, hversu mikið ekinn, hvaða árgerð, hvaða aukahluti þið viljið og svo framvegis.
Síðan skoðiði bara listann af bílum sem birtist og veljið það eintak sem ykkur líst best á.
Þegar þið smellið á mynd af bíl birtist ýtarlegur upplýsingagluggi um bílinn þar sem má sjá allar helstu upplýsingar sem nýtast í vali á bíl. Þar að auki eru upplýsingar um hvar bíllinn er staðsettur og hvernig maður getur náð í seljandann.
Ef þið viljið sýna öðrum bílinn á netinu þá getur urlið oft vafist fyrir fólki.
Dæmi:
http://uk.mobile.de/SIDG5MJaIz7uxpAYMhK ... 45&top=21&
Þetta er náttúrulega alltof langt, en það er til einföld lausn á þessu.
hægra megin fyrir neðan myndina af bílnum stendur "Recommend vehicle
to a friend" ef þið smellið á það birtist tölvupóstur með mun smærra urli.
Eins og
Hér sést eru margar af mikilvægustu upplýsingunum um bílinn ennþá á þýsku. Til er lausn við því vandamáli. Og hana er að finna
hér. Með því að copy/paste-a texta úr þýsku og velja "German to English" er hægt að láta Babelfish þýða einstök orð eða hluta úr textum.
Ég vona að þetta komi einhverjum að gangi fyrir þá sem vissu ekki af þessari gagnlegu leitarvél.
PS.
http://www.bmwkraftur.is/innflutningur/ má svo nota til að reikna hvað græjan kostar hingað til lands.