Til sölu er 525iX E34 1994 árgerð.
Enn einn bíllinn úr smiðju herr Hallsson og Stefánsson
Bíllinn er ekinn 238,xxx km.
Eins og flestir vita þá er þessi vél 24ventla 192hö. Snilldarvélar.
Liturinn er Cosmosschwarz (svart-sanseraður).
Bifreiðin er beinskipt, mjög fínn gírkassi og þéttur og mótorinn í fínu lagi.
Hann er með dökkgrárri tauinnréttingu.
Bíllinn er með:
Cruise control (virkar ekki)
Samlæsingar (sem virka)
Rafmagn í rúðum
Skoðaður 08.12.08 án athugasemda. Segir til um gæði verka hjá Hallsson og Stefánsson

Þarf ekki að fara aftur í skoðun fyrr en í október í síðasta lagi.
Þessi bíll er einn af síðustu E34 bílunum, var innfluttur nýr 12.10.1994. Ég keypti bílinn í apríl á þessu ári. Hann hafði þá staðið í svolítinn tíma vegna ónýts hedds.
Þessi bíll var notaður sem leigubíll einu sinni og því er boddíið ekið slatta. Ég og skúra-Bjarki tókum okkur til og gerðum við heddið í bílnum, en þegar hann var kominn í gang þá kom í ljós að sjálfsskiptingin í honum var eki upp á sitt besta. Við tókum því allt kramið úr 525ix touring bíl (vél, kassa, öxla, drifskaft ofl) og settum í þennan, þannig að hann er beinskipur núna.
Bíllinn er vel þéttur, samlæsingar í 100% lagi, kramið í fínu lagi. Lakkið gott, svo til ekkert ryð í bílnum. Bíllinn er á 16” felgum með mjög góðum vetradekkjum, ónegldum.
Hægt er að fá hann á stálfelgum og ágætis sumardekkjum og slá þá 60þúsund af verðinu. Sem gerir þá 300.000.- fyrir bílinn.
Einnig er hægt að fá hann með svartri leðurinnréttingu, komfort-sæti með hita fyrir 30.000.- í viðbót. Þá væri hann orðinn vel grand bíll. Hafði hugsað að selja hann þannig, en vildi bjóða hann líka áður en ég set leðrið í hann.
Verðið er 360.000.- stgr. Fer með leðrinu á því verði!!!
Sæmi 699-2268 /
smu@islandia.is
