bmwkraftur.is

BMWKraftur spjallborð
It is currently Mon 05. May 2025 22:25

All times are UTC




Post new topic Reply to topic  [ 99 posts ]  Go to page 1, 2, 3, 4, 5 ... 7  Next
Author Message
PostPosted: Mon 15. Sep 2008 13:24 
Offline
Formúlubílstjóri

Joined: Thu 03. Jul 2003 19:32
Posts: 2413
Location: 105 Reykjavík
Fyrirgefið þeir sem hringt hafa í mig síðustu mánuði og ég hef neitað að selja bílinn. Raunin er bara að þennann bíl ætlaði ég að eiga og það lengi, eins og sést bara með dútlinu sem ég er endalaust að gera fyrir hann.
En núna verður ekki aftur snúið með það að hann verður seldur og vona ég bara innilega að góður kaupandi fynnist sem fari vel með þennann frábæra bíl
:(

Bílaáhugamenn vita það að eignast svona bíl er Spennandi, Vægast sagt. Svakalega fáir smíðaðir á sínum tíma og guð má vita hversu mikið færri þeir eru í dag, (125 Alpina B3 3.0 Cabrio voru smíðaðir á sínum tíma plús 30 stk Edition 30. Þessi bíll er númer 017).

Fyrst skráður 29.10.1993
Fluttur inn 15.12.2006
Ekinn í dag 122.200km

Bíllinn keyrir mjög vel, mótor gírkassi og undirvagn mjög þéttur og ekkert skrölt að koma undan bílnum í akstri. Innréttingin er fín utan við smá skemd á hurðarspjaldi farþegameigin en samt ekkert stórvægilegt og mikið betra eftir að ég kom því betur saman og festi það.
Leðrið er gott allar færslur á sætum virka einsog þau eiga að gera.

Lakkið er ok og mikill glans í því, ég blettaði í grjótkast og rispur hér og þar þannig að hann er mjög heill að sjá en maður greinir enn litlar doppur hér og þar þegar maður skoðar lakkið vel, ekkert slæmt en samt þar. Engar dældir og ekkert ryð að sjá neinstaðar.

Alpina tók mótorinn úr 325 og breytti vanos og fleira, þessir mótorar skila eftir þær breytingar 250 hestöflum og rúmum 320Nm af togi, Það fylgir bílnum dyno graph. Þetta er allavega mikið stuð í gegnum 5 gíra kassann sem er lungamjúkur og þéttur.

Ég hef notað bílinn sem daily bíl á sumrin síðan ég eignaðist hann, Dalvík – Akureyri – Dalvík í öllum veðrum og aldrei vandamál. Ef það er þurt þá er engin ástæða til að taka toppinn ekki niður og hefur mikið verið tuskast þau sumur :)

Búnaður:

Bakkskynjarar.
Stóra Aksturstölvan.
Check Control
Svört leður Sportsæti.
Hiti í sætum.
Rafdrifnar rúður.
Rafdrifinn toppur
Þokuljós.
Cruise control.
Tvöföld Hitststýrð miðstöð.
Loftkæling.
Læst drif (25% LSD)
CD.
Mikið uppfært hljóðkerfi með öflugum DLS frammhátölurum, JBL afturhátölurum Alpine 8“ bassakeilu, mjög góðum Alpine Mp3 geislaspilara og tveimur mögnurum til að keira allann pakkann.

Og svo venjulegur E36 búnaður, Upphitaðir rúðupissstútar, upphitaðir hliðarspeiglar, upphitun á hurðarlæsingum, hraðastilltar rúðuþurkur og með tímastilli á letingja, hæðarstillanleg frammljós, hitablásari fyrir afturglugga, rafdrifnir speiglar.. ég meina fullt af allavega gizmóum hér og þar ;)

Þegar ég eignast bílinn var hann einsog komið hefur framm mjög heill en samt margt sem þurfti að skoða og gera við.

Það sem ég hef gert síðan ég eignaðist hann er:

Gera við rafopnunina á toppnum.
Skipta um dempara að aftan. (Bilstein eins og notaðir voru upprunalega)
Skipta um Subframe fóðringar.
Hurðarspjaldið lausa tekið í gegn og fest almenilega (en það er enn sprunga í því)
Lagaði samlæsingarapparatið fyrir hanskahólfið (læsir sér þegar bílnum er læst svo ekkert þurfi að liggja óvarið þó bílnum sé lagt topplausum)
Skipt um mótorpúða og kúplingsdælu.
Skipt um vatnslás.
Hjólabil stillt í lazerbekk.


Bíllinn hefur verið smurður og allar viðgerðir gerðar hjá Bifreiðaverkstæði Bjarnhéðinns, BMW Verkstæði Akureyringa.
Nótur og smurbók eru í honum.

Ég myndi seigja bílinn í mjög góðu standi í dag og ekkert sem liggur fyrir að gera nema dútl sem fer bara eftir smekk eiganda hvort og hvað yrði gert.

Einsog sést er þetta bíll sem ég ætlaði að eiga, Sumarbíll sem átti að láta mann líða einsog krakka að fá hjólið sitt í fyrstaskiptið á götuna á vorin :P og þessvegna mikið stjanað við hann.
Hann er að sjálfsögðu á orginal 17“ Alpina felgum og eru afturdekkin Ný Continental 255/35 17 og framdekkin mjög góð potenza 235/40 17.

Myndir að sjálfsögðu: Vegna anna set ég inn í nokkra daga myndir sem ég tók af báðum bílunum saman en mun bæta úr því með betri myndum mjög fljótlega..

Image

Image

Image

Image

Image

Image

Image

Image

Image

Image

Image

Image

Image

Image

Image

Image

Svo er mönnum velkomið að spurja að hverju sem er. Ég á enga von á skítkasti og þessvegna sé ég ekki ástæðu til að banna það neitt sérstaklega ;)

vegna þess hve mikið hefur nú verið gert fyrir þennann bíl og mjög flott hljómflutningstæki ásamt nýjum dekkjum fylgja honum er ég nokkuð fastur á verðinu sem er 1.500.000kr, Ég álít bílinn fyllilega þess virði og skora á áhugasama að prófa bílinn og sjá hverslags græja þetta er.
Svara öllum fyrirspurnum annaðhvort hér inni, einkapóst , síma eða e-mail.

Einar Ingi
S: 617-1751
einar@midlari.is


Last edited by Einsii on Sat 05. Sep 2009 11:57, edited 6 times in total.

Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Mon 15. Sep 2008 21:22 
Offline
Búðarkerrubílstjóri

Joined: Fri 20. Oct 2006 03:02
Posts: 72
Leiðinlegt að sjá þig selja hann, ég vissi það strax með þig að þú værir manneskja sem ég vildi að ætti bílinn og vissi að þú myndir dýrka hann eins og litla barnið þitt :)...

Frábær bíll í alla staði, skemmtilegasti og þægilegasti bíll sem ég hef keyrt, get ekki ímyndað mér hvernig hann er núna eftir að þú fiffaðir hann upp. Leiðinlegt að ég hafði ekki fjármagnið í að halda honum og elska, þú veist hvernig sagan bakvið þetta allt saman var :)

Gangi þér sem best með söluna, flott verð hjá þér og meira en reasonable.


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Mon 15. Sep 2008 23:58 
Offline
Go-kartbílstjóri
User avatar

Joined: Thu 10. Jul 2003 11:05
Posts: 344
Location: Hafnarfjörður
Einsii wrote:
Alpina tók mótorinn úr 328 og breytti vanos og fleira, þessir mótorar skila eftir þær breytingar 250 hestöflum og rúmum 320Nm af togi,





Er sem sagt EKKI ALPINA vél í þessum bíl ? :oops:

_________________
Gunnar Már Gunnarsson
Sími 690-2222
Mercedes Benz w108 280 SE V8 3.5 ár.1971 R-71
Jaguar XJS 3.6 árg.1989 GMG


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Tue 16. Sep 2008 00:06 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 10. Jun 2003 15:49
Posts: 8506
Location: 101 RVK
gmg wrote:
Einsii wrote:
Alpina tók mótorinn úr 328 og breytti vanos og fleira, þessir mótorar skila eftir þær breytingar 250 hestöflum og rúmum 320Nm af togi,





Er sem sagt EKKI ALPINA vél í þessum bíl ? :oops:


Jú, hún er smíðuð uppúr M50B25 væntanlega.

_________________
Enginn BMW


Last edited by Kristjan on Tue 16. Sep 2008 20:30, edited 1 time in total.

Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Tue 16. Sep 2008 07:08 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 03. Sep 2002 18:17
Posts: 33023
Location: Ascari // Nürburgring
Þetta hörku vinnur

_________________
Sv.H

E30 CABRIO V12 M70B50 ///
ALPINA B10 BITURBO 346 @ 507
E34 550 V12 JML


(OO[][]OO)

http://alpina.123.is/pictures/
Sabine Schmitz wrote:
"Fear disturbs your concentration."


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Tue 16. Sep 2008 08:31 
Offline
Formúlubílstjóri

Joined: Thu 03. Jul 2003 19:32
Posts: 2413
Location: 105 Reykjavík
gmg wrote:
Einsii wrote:
Alpina tók mótorinn úr 328 og breytti vanos og fleira, þessir mótorar skila eftir þær breytingar 250 hestöflum og rúmum 320Nm af togi,





Er sem sagt EKKI ALPINA vél í þessum bíl ? :oops:

Ég get nú ekki gefið það út að ég sé neinn expert í Alpina fræðum, Sveinbjörn kanski fræðir menn frekar um þessi mál en ég.
En samt Alpina á þessum tíma allavega var meira að breyta því sem BMW hafði gert heldur en að smíða mikið sjálfir, Enda skilst mér að eldri bílarnir sé kallaðir BMW Alpina en nýju bara Alpina af því að þá er meira en 1/3 bílsins kominn frá Alpina.
Veit reyndar ekki hvort þeir smíði svo mikið af mótorum sjálfir enda BMW meistarar í mótorsmíði.

Allavega þessir bílar voru með Alpina endurbættri útgáfu af M52b28 þar sem er búið að bora hann út í 3L, Fitla við Tölvurnar og Vanosið, Heyrði einhverstaðar þryktir stimplar, flækjur, og svo pústið sem hljómar vel :P

Allavega hvað sem þeir gerðu þá náðu þeir auka 57 hestöflum og 40Nm einhverstaðar úr þessum mótor :)

Já og svo heyrði ég aftur að BMW hefði nýtt sér eitthvað af þessum hugmyndum Alpina í að búa til M54b30 Enda eru tildæmis báðir bílarnir hjá mér að eyða ótrúlega svipað...


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Tue 16. Sep 2008 10:15 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Sun 04. Jun 2006 14:39
Posts: 4778
þetta er M50TUB25 sem er búið að bora út í 3.0L

M52 var ekki til árið 1993

_________________
BMW E34 ///M5


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Tue 16. Sep 2008 10:22 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 27. May 2003 07:47
Posts: 12484
mótorinn í þessum bílum er eins alpina og alpina mótorar eru almennt,

alpina varð sjálfstæður framleiðandi árið 1983, þannig að þinn bíll er í flokki með þeim yngri,

ég las að mig minnir á wiki eða alpinaregister að þessir bílar væru með blokkini úr us E36 m3. mahle stimplum, alpina heddi og einhevrju flr, en var líka að mig minnir rengdur með það hér,

ég krúsaði þessum bíl til og frá ak city, og þetta er algjör sjarmer, eins alpinum er lagið

_________________
M.benz E320 Family Wagon
Chevrolet Silverado vinnujálkur
Chevrolet Silverado skúrajálkur
Cadillac eldorado 1973, ísbíll


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Tue 16. Sep 2008 10:49 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 13. Jan 2004 23:15
Posts: 11549
Location: Reykjavík
Smá um þetta hérna:

http://www.alpina-archive.com/?page_id=57

Og svo þessi tiltekni bíll ;)

http://www.alpina-archive.com/?p=1802

Quote:
B3 3.0 Cabrio #017
First registration: October 1993
Exterior: Black
Interior: Black leather

_________________
Image
BMW E30 328i Coupe


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Tue 16. Sep 2008 11:16 
Offline
Formúlubílstjóri

Joined: Thu 03. Jul 2003 19:32
Posts: 2413
Location: 105 Reykjavík
Quote:
Og svo þessi tiltekni bíll ;)

http://www.alpina-archive.com/?p=1802

Quote:
B3 3.0 Cabrio #017
First registration: October 1993
Exterior: Black
Interior: Black leather

Kúl :)
Hvernig er hægt að uppfæra þetta með myndum og upplýsingum ?


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Tue 16. Sep 2008 11:30 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Sun 01. Sep 2002 22:50
Posts: 15128
Location: Spenge, DE
gmg wrote:
Einsii wrote:
Alpina tók mótorinn úr 328 og breytti vanos og fleira, þessir mótorar skila eftir þær breytingar 250 hestöflum og rúmum 320Nm af togi,





Er sem sagt EKKI ALPINA vél í þessum bíl ? :oops:


OT: Hvað myndirru telja Alpina vél?
Engin vél hefur nokkurn tímann verið Alpina vél,
enn í gamla daga sá Alpina um mikið af þróunar vinnu fyrir BMW, sérstaklega á 2002 dögunum þegar Alpina var að keppa.
Alpina tekur venjulega vélina og stækkar og lagar heddið.
flækjur hjálpa alltaf aðeins.

_________________
With great challenges comes great engineering.
Gunnar Reynisson
Image


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Tue 16. Sep 2008 13:18 
Offline
Go-kartbílstjóri
User avatar

Joined: Thu 10. Jul 2003 11:05
Posts: 344
Location: Hafnarfjörður
Þetta var bara þekkingarleysi hjá mér varðandi Alpina, ég biðst forláts :wink:

_________________
Gunnar Már Gunnarsson
Sími 690-2222
Mercedes Benz w108 280 SE V8 3.5 ár.1971 R-71
Jaguar XJS 3.6 árg.1989 GMG


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Wed 17. Sep 2008 10:59 
Offline
Formúlubílstjóri

Joined: Thu 03. Jul 2003 19:32
Posts: 2413
Location: 105 Reykjavík
gmg wrote:
Þetta var bara þekkingarleysi hjá mér varðandi Alpina, ég biðst forláts :wink:

Ætli þetta sé ekki svipað fyrirbæri og þú þekkir sem Brabus :)


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Wed 17. Sep 2008 11:19 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 27. May 2003 07:47
Posts: 12484
ég hugsa að gunna þekki alpina jafn vel og við hinirm en orðalagið ruglað hann e-h, hann veit sínu 8)

_________________
M.benz E320 Family Wagon
Chevrolet Silverado vinnujálkur
Chevrolet Silverado skúrajálkur
Cadillac eldorado 1973, ísbíll


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Wed 17. Sep 2008 19:59 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 03. Sep 2002 18:17
Posts: 33023
Location: Ascari // Nürburgring
gstuning wrote:

OT: Hvað myndirru telja Alpina vél?
Engin vél hefur nokkurn tímann verið Alpina vél,
enn í gamla daga sá Alpina um mikið af þróunar vinnu fyrir BMW, sérstaklega á 2002 dögunum þegar Alpina var að keppa.
Alpina tekur venjulega vélina og stækkar og lagar heddið.
flækjur hjálpa alltaf aðeins.


það væri réttast að sparka í sköflunginn á þér ........ strákur

, hver er að BÚA TIL VÉL ef viðkomandi kemst fram hjá kostnaðarliðum sem sá getur sparað sér ..



AMG MUGEN AC-S ,,MK-Motorsport R-D NISMO TRD YENKO MOPAR
MOROSO SALEEN STILLEN og hvað þetta heitir eru i ALLFLESTUM tilfella ekki sjálfstæðir vélaframleiðendur ,, hvaða bull er þetta eiginlega

ÞESSIR AÐILAR framleiða aukahluti í viðkomandi vélar sem þeir sérhæfa sig í að breyta ,,stilla og auka vélarafl,, við

enda ekki að dæla fé í vélarhönnun... heldur vélar-afls-aukningu 8)

_________________
Sv.H

E30 CABRIO V12 M70B50 ///
ALPINA B10 BITURBO 346 @ 507
E34 550 V12 JML


(OO[][]OO)

http://alpina.123.is/pictures/
Sabine Schmitz wrote:
"Fear disturbs your concentration."


Top
 Profile  
Reply with quote  
Display posts from previous:  Sort by  
Post new topic Reply to topic  [ 99 posts ]  Go to page 1, 2, 3, 4, 5 ... 7  Next

All times are UTC


Who is online

Users browsing this forum: No registered users and 120 guests


You cannot post new topics in this forum
You cannot reply to topics in this forum
You cannot edit your posts in this forum
You cannot delete your posts in this forum

Search for:
Jump to:  
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group