Fyrirgefið þeir sem hringt hafa í mig síðustu mánuði og ég hef neitað að selja bílinn. Raunin er bara að þennann bíl ætlaði ég að eiga og það lengi, eins og sést bara með dútlinu sem ég er endalaust að gera fyrir hann.
En núna verður ekki aftur snúið með það að hann verður seldur og vona ég bara innilega að góður kaupandi fynnist sem fari vel með þennann frábæra bíl 
Bílaáhugamenn vita það að eignast svona bíl er Spennandi, Vægast sagt. Svakalega fáir smíðaðir á sínum tíma og guð má vita hversu mikið færri þeir eru í dag, (125 Alpina B3 3.0 Cabrio voru smíðaðir á sínum tíma plús 30 stk Edition 30. Þessi bíll er númer 017).
Fyrst skráður 29.10.1993
Fluttur inn 15.12.2006
Ekinn í dag 122.200km
Bíllinn keyrir mjög vel, mótor gírkassi og undirvagn mjög þéttur og ekkert skrölt að koma undan bílnum í akstri. Innréttingin er fín utan við smá skemd á hurðarspjaldi farþegameigin en samt ekkert stórvægilegt og mikið betra eftir að ég kom því betur saman og festi það.
Leðrið er gott allar færslur á sætum virka einsog þau eiga að gera.
Lakkið er ok og mikill glans í því, ég blettaði í grjótkast og rispur hér og þar þannig að hann er mjög heill að sjá en maður greinir enn litlar doppur hér og þar þegar maður skoðar lakkið vel, ekkert slæmt en samt þar. Engar dældir og ekkert ryð að sjá neinstaðar.
Alpina tók mótorinn úr 325 og breytti vanos og fleira, þessir mótorar skila eftir þær breytingar 250 hestöflum og rúmum 320Nm af togi, Það fylgir bílnum dyno graph. Þetta er allavega mikið stuð í gegnum 5 gíra kassann sem er lungamjúkur og þéttur.
Ég hef notað bílinn sem daily bíl á sumrin síðan ég eignaðist hann, Dalvík – Akureyri – Dalvík í öllum veðrum og aldrei vandamál. Ef það er þurt þá er engin ástæða til að taka toppinn ekki niður og hefur mikið verið tuskast þau sumur
Búnaður:Bakkskynjarar.
Stóra Aksturstölvan.
Check Control
Svört leður Sportsæti.
Hiti í sætum.
Rafdrifnar rúður.
Rafdrifinn toppur
Þokuljós.
Cruise control.
Tvöföld Hitststýrð miðstöð.
Loftkæling.
Læst drif (25% LSD)
CD.
Mikið uppfært hljóðkerfi með öflugum DLS frammhátölurum, JBL afturhátölurum Alpine 8“ bassakeilu, mjög góðum Alpine Mp3 geislaspilara og tveimur mögnurum til að keira allann pakkann.Og svo venjulegur E36 búnaður, Upphitaðir rúðupissstútar, upphitaðir hliðarspeiglar, upphitun á hurðarlæsingum, hraðastilltar rúðuþurkur og með tímastilli á letingja, hæðarstillanleg frammljós, hitablásari fyrir afturglugga, rafdrifnir speiglar.. ég meina fullt af allavega gizmóum hér og þar

Þegar ég eignast bílinn var hann einsog komið hefur framm mjög heill en samt margt sem þurfti að skoða og gera við.
Það sem ég hef gert síðan ég eignaðist hann er:
Gera við rafopnunina á toppnum.
Skipta um dempara að aftan. (Bilstein eins og notaðir voru upprunalega)
Skipta um Subframe fóðringar.
Hurðarspjaldið lausa tekið í gegn og fest almenilega (en það er enn sprunga í því)
Lagaði samlæsingarapparatið fyrir hanskahólfið (læsir sér þegar bílnum er læst svo ekkert þurfi að liggja óvarið þó bílnum sé lagt topplausum)
Skipt um mótorpúða og kúplingsdælu.
Skipt um vatnslás.
Hjólabil stillt í lazerbekk.Bíllinn hefur verið smurður og allar viðgerðir gerðar hjá Bifreiðaverkstæði Bjarnhéðinns, BMW Verkstæði Akureyringa.
Nótur og smurbók eru í honum.
Ég myndi seigja bílinn í mjög góðu standi í dag og ekkert sem liggur fyrir að gera nema dútl sem fer bara eftir smekk eiganda hvort og hvað yrði gert.
Einsog sést er þetta bíll sem ég ætlaði að eiga, Sumarbíll sem átti að láta mann líða einsog krakka að fá hjólið sitt í fyrstaskiptið á götuna á vorin

og þessvegna mikið stjanað við hann.
Hann er að sjálfsögðu á orginal 17“ Alpina felgum
og eru afturdekkin Ný Continental 255/35 17 og framdekkin mjög góð potenza 235/40 17.Myndir að sjálfsögðu: Vegna anna set ég inn í nokkra daga myndir sem ég tók af báðum bílunum saman en mun bæta úr því með betri myndum mjög fljótlega..















Svo er mönnum velkomið að spurja að hverju sem er. Ég á enga von á skítkasti og þessvegna sé ég ekki ástæðu til að banna það neitt sérstaklega
vegna þess hve mikið hefur nú verið gert fyrir þennann bíl og mjög flott hljómflutningstæki ásamt nýjum dekkjum fylgja honum er ég nokkuð fastur á verðinu sem er 1.500.000kr, Ég álít bílinn fyllilega þess virði og skora á áhugasama að prófa bílinn og sjá hverslags græja þetta er. Svara öllum fyrirspurnum annaðhvort hér inni, einkapóst , síma eða e-mail.
Einar Ingi
S: 617-1751
einar@midlari.is