Er með BMW 318IA E36 skr. 26.06.1991 til sölu. Bíllinn er blár og helstu upplýsingar:
*M40B18 vél sem skilar um 115 hö.
*Sjálfskiptur með Sports/Economy/Manual stillingum.
*Ekinn 230 þús. km.
*Rafmagn í rúðum frammí.
*Rafmagn í speglum.
*15" álfelgur á ónýtum dekkjum.
*Höfuðpúðar afturí og armpúði/skíðapoki.
Þegar ég keypti bílinn lét ég skipta um:
*afturdempara
*kerti
*hjólalegu v/m
Tímareim er góð í 260 þús. km.
Þennan bíl keypti ég til þess að nota sem Winterbeater með 325i E36 bílnum mínum en hann fékk aldrei hlutverkið að fullu þar sem ég eignaðist e30 325iX.
Nú þegar þeir bílar eru allir farnir stendur þessi eftir og hef ég ekki not fyrir hann.
Bíllinn var með örlitlu framtjóni og er búið að laga það en húddið og grillið sem ég setti er ekki í sama lit heldur svart en ég læt 1L af bláu lakki fylgja með bílnum. Einnig er komið ryð á ýmsa staði eins og er oft algengt með (h)eldri bíla.
Bíllinn er ekki á númerum en ég get verið búinn að græja þau á aftur fyrir kaupanda ef þess er óskað (nýlega lögð inn), en þá þyrfti að láta skoða bílinn sem fyrst og mun kaupandi sjá um það.
Eina sem ég veit að yrði sett út á í skoðun eru dekkin að sjálfsögðu, pústar út framarlega á honum og handbremsan er slök.
Bifreiðagjöld eru greidd fram í Júlí og læt ég þau fylgja með.
Þessi bíll er tilvalinn sem Winterbeater og er vél og skipting í góðu standi og bíllinn stóð sig vel meðan hann var í notkun hjá mér. Flýgur í gang og ekkert vesen með það.
Verðið er eins og kom fram í fyrirsögninni einungis
60 þús. kr. stgr. en ykkur er óhætt að skjóta á mig tilboðum innan skynsamlegra marka.
Nánari uppl. í Síma 6699556 (Þorvaldur) eða í gegnum EP.