Til sölu er BMW 740iA. Ég er að auglýsa þennan bíl fyrir félaga minn.
Bíllinn er dökkblár metallic, man ekki í augnablikinu hvað liturinn heitir.
Hann kom á götuna í Þýskalandi 23.06.1999 og var fluttur inn til Íslands og kom hér á götuna 29.10.2004 þá keyrður 172 þús km. Nánast öll keyrslan í Þýskalandi var langkeyrsla á autobahn.
Eins og flestir BMW-menn vita þá er í honum 4.4 ltr V8 sem skilar 286 hö og hann er sjálfskiptur.
Bíllinn sjálfur er 1850 kg og með burðargetu upp á 535 kg. Hann er 5083 mm á lengd og 1862 mm á breidd.
Í dag er bíllinn ekinn um
212 þús km.
Helsti búnaður í honum er eftirfarandi:
*Svart Leður
*Topplúga
*Loftkæling
*Navigation með stóra skjánum
*Rafmagn í rúðum og sætum
*Sætishitarar frammí
*Xenon
*Aðgerðastýri
*Dökkar filmur
Bíllinn er í góðu standi og hefur verið vel við haldið. Hann er á standard 16" álfelgum og á þeim eru heilsársdekk sem má fara að skipta út fljótlega eftir veturinn.
Næsta skoðun er 01.10.2007
Áhvílandi á bílnum eru
1355 þús kr hjá Glitni og afborgun af því er 43 þús á mánuði.
Hægt er að fá bílinn með því að borga e-ð klink og taka yfir lánið.
Upplýsingar um bílinn er hægt að fá í síma 824-0331 (Gotti) eða bara hérna á síðunni í EP hjá mér.
[img]
[img]http://www.we-todd-did-racing.com/thumbs/small/978284_xbtzm/DB680_1[/img][/img]
[img]
[img]http://www.we-todd-did-racing.com/thumbs/small/978285_9ucdg/DB680_2[/img][/img]
[img]
[img]http://www.we-todd-did-racing.com/thumbs/small/978286_q2qrc/DB680_3[/img][/img]
[img]
[img]http://www.we-todd-did-racing.com/thumbs/small/978287_p8pvj/DB680_4[/img][/img]
[img]
[img]http://www.we-todd-did-racing.com/thumbs/small/978288_vrqdw/DB680_5[/img][/img]