Ég hef velt þessu mikið fyrir mér og konan sennilega aðeins meira
En mér sýnist ég ætla að bjóða þennann bíl til sölu.
Bílinn þekkið þið flestir en kanski ekki verra að fríska aðeins uppá söguna.
Þetta er ‘89 módelið af 320i cabriolet sem kom til landsins 2001, þá var fljótlega settur í hann 2.5L M20 mótor sem Gunni GStuning fékk frá snillingum í bandaríkjunum sem kunna að fara með svona mótara og þessvegna er hann við góða heilsu. Og svo seinna meir setti Danni Djöfull á hann M-tech II stuðarar og Shadowlinaði bílinn.
Bíllinn er ekinn 169.xxx km í dag en mótor soltið yfir 200þús, Ég hef sjálfur haldið þessu góða viðhaldi áfram eins vel og ég get með mikilli hjálp frá GunnaGS.
Það sem ég hef gert fyrir mótorinn annað en regluleg oliuskipti og þrif er:
Ný tímareym.
Nýr strekkjari.
Ný vatnsdæla.
Alternator tekinn upp.
Sett við mótorinn AFM af M30 mótor (Sverara fyrir meira loft (greinanlegur munur á millihröðun)).
Ventlastylltur.
Skipt um innspítingartölvu og nýja útbúin tjúningu frá JimC. (Hjálpaði einnig með góða millihröðun).
Fékk Einar áttavilta til að smíða undir hann pústkerfi sem hljómar einsog sona bíll á að hljóma
Skyptu um næstum allar fóðringar í skyptistönginni því hún var gjörsamlega útum allt áður.
Undir bílnum eru líka Powertech demparar og á ég gormana líka en ég skypti um gorma til að hækka bílinn því hann var frekar lár einsog menn þekkja, En það er lítið mál að breyta því aftur með að henda aftur undir hann powertech gormunum.
Svo vorum við Gunni búnir að grauta helling í bílnum þannig að sjálfsagt er ég að gleima einhverju, Mótorinn er allavega stálsleiginn og vinnur alveg einsog 170 hestafla 220 Newton metra mótor á að gera.
Svo því miður gaf læsta 3.90 drifið sig í bílnum fyrir ekki löngu og þessvegna setti ég í hann opið 4.10 drif sem er reyndar að gera fína hluti þrátt fyrir læsingarleisið því bíllinn hraðar sér einsog raketta með þetta hlutfall og frammúrakstur er ekki einusinni erfiði í 5. gír.
Svo er það búnaðurinn:
Check Control
Minni OBC
Sony 4x50W CD
Rafmagn í rúðum
Rafmagn í speiglum
Hitablásari á afturgluggann
Nýjir Alpine Type R og Type S hátalarar allann hringinn
Leður sportstólar
Leður afturbekkur (tveggja sæta)
Bíllinn kemur svo á 16x9 tommu Borbet A felgum sem eru svo til nýjar (fóru undir bílinn síðasta vor) og á þeim eru ný dekk sem ég setti undir hann áðuren ég hætti að notann í haust
Plús önnur tvö sem notðu voru í svona tvo mánuði og voru tekin undan vegna misskilnings hjá dekkjaverkstæði þegar ég ætlaði bara að skipta um hin tvö en þeir skiptu bara um allt.
Svo fylgja líka 14” basketweaves sem má þá vefja í vetrarbörðum ef menn vilja.
Ástandið er yfirleitt mjög gott en ég hef ekki enþá gert við rispuna sem einhver leiðinlegur skildi eftir sig á hægri hliðinni, og hef ég bara verið að trassa þá viðgerð afþví ég ætlaði alltaf að heilmála bílinn (get bjargað málun á bílinn fyrir lítinn pening ef kaupandi vill) en mun annars að sjálfsögðu láta gera við þessa rispu áðuren bíllinn er seldur. Og þá í leiðini sprauta frammstuðarann því hann fékk aðeins að fynna fyrir hversu lár bíllinn var.
Blæjan er góð og heldur vatni alveg einsog hún á að gera nema ef það er allt alveg á floti (verið að skola hana með slöngu eða algjör tropical rigning) þá gæti lekið þegar maður opnar bílinn og pakningin fyrir ofan rúðuna bílstjórameigin blotnar, en heldur ef bíllinn bara stendur óhreifður.
Linkur á aðrar myndir afþví að hinar eru óvirkar (3 síður)
Verðið er 750.000 með öllum dekkjum og felgum, þá verður líka búið að gera við rispuna og bíllinn bara einsog hann á að vera..
Ég er ekki að selja hann af því mig langar eða verð að gera það, Þetta er bara gert af skynsemislegum ástæðum. Ég hef ekki einusinni stað til að geima hann
Þannig að ég er ekki að leita eftir mjög dónalegum tilboðum í þennann bíl og ef ég fengi einn að ráða þessu (og væri ekki að gera svigrúm í þolinmæði konunar fyrir öðrum skemmtilegum BMW) þá færi þessi bill aldrei frá mér einog ég gerði alltaf ráð fyrir.
Einar Ingi
S: 617-1751
einari@tengi.is