Jæja þá er ég kominn á nýja bílinn og ég get ekki sagt annað en ég sé mjög sáttur!!
Bíllinn er ssk en það sleppur alveg, verður bara fínasti krúser, þangað til að honum verður breytt í bsk, gæti gerst
En semsagt bíllinn sem um ræðir er '88 árgerð af 325i.
Bíllinn var fluttur inn fyrir einhverjum 10-11 árum af pabba mínum og var hann þá keyrður 90 þúsund km. Hann seldi hann síðan fyrir 6-7 árum og var hann þá keyrður 127 þúsund og í dag er hann keyrður 132 þúsund km.
Síðast eigandi gerði ekkert annað en að betrumbæta og endurnýja það sem þurfti að endurnýja og jú bóna bílinn... oft
Bíllinn var heilmálaður fyrir nokkrum árum og ný blæja var sett á hann. Einhverjir misþroskaðir einstaklingar sem tóku sig til og rispuðu allan bílinn og skáru á blæjuna
Núna lítur bíllinn alveg fáránlega vel út og er eins og nýr.
Leðrið var allt tekið í gegn fyrir stuttu og er alveg blingin
Ég er ekki með mikil plön fyrir bílinn eins og er svona núna fyrir veturinn en planið er að reyna finna jafnvel M-tech II á hann en það kemur allt í ljós.
Persónulega finnst mér bíllinn GEÐVEIKUR alveg eins og hann er, en það mun koma í ljós hvort ég ætli útí einhverjar breytingar.
Einu myndirnar sem ég á í augnablikinu en treystið mér... það verða teknar fleiri myndir
Svo tvær nýlegar frá því að verið var að taka leðrið í gegn held ég. Bíllinn skítugur þarna líka
Kv Árni B
