Bíllinn er ekinn 175þús (45þús á mæli en B&L skiptu um mælaborð í 130þkm). Nýskoðaður '07 án ath, nýjir demparar að aftan, nýjir klossar að framan. Í bílnum eru kældir diskar og stærri dælur úr 325i. Mjög lítið slitin Nankang heilsársdekk. Hvít stefnuljós að framan og á hliðum og svo þessi umdeildu afturljós. Face lift framendi og nýru, filmaðar rúður afturí. Bíllinn er allur samlitaður, sennilega í tveimur hlutum því stuðararnir eru vel sprautaðir en e-ð hefur misfarist þegar hliðarlistarnir, sílsarnir og bökin á speglunum voru samlituð, þetta sést aðeins á myndunum. Ég setti snúningshraðamæli í bílinn og rafmagn í rúður framí, samlæsingar voru í bílnum. Bíllinn er allur mjög hreinn og snyrtilegur bæði að innan sem og utan, mjög gott e36 boddy. Innréttingin er mjög snyrtileg og algjörlega órifin, orginal svartar gúmmímottur. Fínt að keyra þetta en hér er ekki nein spyrnugræja á ferðinni. Gamall geislaspilari sem virkar vel, orginal hátalarar framí en 150w peak power mid range hátalarar afturí, fínt sound í þessu.
Gormarnir í bílnum eru ekki góðir að öðru leiti er bíllinn í tæknilega góðu standi, nýsmurður.
Verð 230þús stgr.
Uppl.: hér / EP / 895 7866
