bmwkraftur.is

BMWKraftur spjallborð
It is currently Tue 19. Mar 2024 07:03

All times are UTC




Post new topic Reply to topic  [ 14 posts ] 
Author Message
 Post subject: BMW tímarit
PostPosted: Thu 10. Oct 2002 11:16 
Offline
Meðlimur Meðlimur
User avatar

Joined: Sun 01. Sep 2002 20:44
Posts: 10602
Location: Reykjavik
Sem BMW bílaáhugamaður hef ég um nokkurt skeið verið áskrifandi að nokkrum BMW blöðum, og fannst tilvalið að láta ykkur vita hvað mér finnst best af þessu.

Ég er búinn að prufa 5 tímarit, 2 í USA og 3 í Bretlandi. það væri vafalaust hægt að finna líka ágætis blöð í Þýskalandi, en þýskan mín er ekki svo góð ennþá að ég leggi í það! Ég er búinn að þvælast um Evrópu soldið, og hef ekki fundið önnur blöð sem eitthvað er varið í á ensku á þessum þvælingi.

Það er skemmst frá að segja, að ég var í byrjun mjög hrifin af Roundel, tímariti BMW bílaklúbbsinns í USA, en áhuginn hefur aðeins minnkað síðasta árið eða tvö. Kaninn er mjög mikið í að kvarta og kveina yfir bilunum og lélegri þjónustu, og blaðið er fullt af innsendum kvörtunargreinum. En inn á milli eru mjög skemmtilegar greinar, "The hack mechanic" greinin er mjög oft skemmtileg, og svo eru fínar greinar inn á milli.

http://www.bmwcca.org/Roundel/rdelfset.shtml
Image


Svo var ég áskrifandi að blaði frá vesturströndinni, Bimmer magazine, en nennti ekki að endurnýja áskriftina. Þetta var svona "rich boy magazine", ekkert af greinum um gamla bíla, bara eitthvað nýtt glansandi barbíblað

http://www.yourbimmer.com/magazine2.html
Image


BMWCAR magazine hef ég verið áskrifandi að um nokkurn tíma, og líkar ágætlega við það blað. Mitt val númer 2! Það er góð blanda af nýju og gömlu, kynning á nýju dóti í bílana, innsendar greinar með bilunum sem fundin er lausn á, tekinn, listi yfir alla BMW (á Bretlandsmarkaði) sem seldir hafa verið, með leiðbeinandi verði ásamt tölulegum upplýsingum, private auglýsingar ofl.ofl. Fínt blað.


http://www.bmwcarmagazine.com/
Image


Uppáhaldsblaðið mitt er hins vegar TOTAL BMW. Það er svipað ofangreindu blaði, nema það er ennþá meira af greinum um eldri bílana, 70-90 módel (sem ég hef mestan áhuga á). Annars mjög svipuð uppsetning og á ofangreindu blaði, með innsendum vandamálum, private auglýsingum, samantektarlista yfir framleidda bíla með tölulegum upplýsingum, tekinn fyrir einn bíll varðand kaup í hverju blaði ofl. ofl. Uppáhalds blaðið mitt.

http://www.totalbmwmag.co.uk/
Image


Það er líka mjög gott varðandi Bresku blöðin, að það er frekar ódýrt að vera áskrifandi að þeim, þar sem maður þarf ekki að borga hönd og fót fyrir flugpóst. Kostar £37.50 fyrir árið á TOTAL BMW!


Performance BMW er blað sem ég prófaði líka, en það er svona í anda MAX blaðsins. Mjög breyttir bílar, og ekki minn bolli af te-i í flestum tilfellum. Dáldill "Rice boy" fílíngur... Það er svona meira myndablað heldur en texti (en er samt með dáldlum texta með), meira farið út í breytingar og hvað er í bílnum heldur en söguna á bakvið bílinn og breytingarnar. Blaðið er líka minna heldur en hin 2 Bresku blöðin.

http://www.performancebmwmag.com/
Image


Jæja, vona að einhverjir hafi áhuga á þessu, og panti sér áskrift, með BMW kveðju, Sæmi!


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Thu 10. Oct 2002 13:08 
Offline
Formúlubílstjóri

Joined: Fri 30. Aug 2002 19:47
Posts: 3939
Location: London
jahh, nokkuð sniðugt topic hjá þér. ég hef aðeins kynnst total og performance blöðunum. persónulega er ég mjög hrifinn af performance blaðinu og er ekki alveg sammála þér með að þetta sé rice boy fílingur. mér finnst alltaf gaman að skoða svona breytta bíla (þ.a.s. ef það er flott) og ég hef ekki ennþá rekist á riceboy breytta BMWa í því. ég held allavega að það væri blaðið sem ég myndi velja.


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Thu 10. Oct 2002 13:21 
Offline
Barnakerrubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 03. Sep 2002 12:54
Posts: 10882
Location: Reykjavík 101
Ég myndi greinilega taka TOTAL BMW, því áhuginn hjá mér færist sífellt í eldri og eldri bíla, ég er hrifnastur af 1970-1990 tímabilinu að öllu leiti.

Þetta var verulega góð hugmynd hjá þér að koma með þetta, ég er hinsvegar nýbúin að panta mér áskrift að EVO og var að spá í Classic car... spruningin er hvort ekki sé eitthvað fjallað um bimma þar líka og þá geti ég sameinað þetta að einhverju leiti....

Ég hinkra þangað til ég er kominn á M535i bílinn áður en ég panta TOTAL BMW :lol:

_________________
Ingvar Örn || BMW R100RS 1994 || Renault Megane RS Turbo 2009 || Alfa Romeo Duetto 1967 Fast Road


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Thu 10. Oct 2002 15:56 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Fri 30. Aug 2002 22:04
Posts: 1505
Location: Seltjarnarnes
Ekki mikið varið í þessa áskriftadeild hjá EVO, ég reyndi að panta áskrift á netinu einhverntímann, hef aldrei fengið eitt einast blað og ekki var ég rukkaður. Ef þeir vilja mig ekki sem áskrifanda þá get ég alveg lifað án þeirra :?

En Total BMW hljómar nokkuð vel, kannski maður reyni að gerast áskrifandi þar, vonandi gengur það betur.


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Thu 10. Oct 2002 16:02 
Offline
Barnakerrubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 03. Sep 2002 12:54
Posts: 10882
Location: Reykjavík 101
Ég er nú ekki einu sinni búin að tékka hvort ég hafi verið rukkaður - ætti kannski að gá að því ;)

_________________
Ingvar Örn || BMW R100RS 1994 || Renault Megane RS Turbo 2009 || Alfa Romeo Duetto 1967 Fast Road


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Thu 10. Oct 2002 16:56 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Sat 31. Aug 2002 15:11
Posts: 2492
Location: Reykjavík
Ég er áskrifandi af TOTAL BMW og Auto Motor und Sport.
TOTAL BMW er mjög gott blað og skemmtileg lesning.

_________________
Bjarki
E39: 540iA '98


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Thu 10. Oct 2002 19:33 
Offline
Meðlimur Meðlimur
User avatar

Joined: Mon 02. Sep 2002 09:13
Posts: 5727
Location: Mosfellsbær
Góð hugmynd Sæmi, takk fyrir info-ið!

Það er einmitt fastur liður hjá mér ef ég skrepp út fyrir landsteinana að svipast um eftir BMW blöðum. Hef samt aldrei náð að velja eitthvað ákveðið til að gerast áskrifandi að. Þetta gefur manni hugmyndir, best að líta í blaðabunkann og fara yfir þetta við tækifæri. :-)

_________________
Ingimar
E30 318i Krókurinn


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Sun 13. Oct 2002 15:56 
Offline
Meðlimur Meðlimur
User avatar

Joined: Sun 01. Sep 2002 20:44
Posts: 10602
Location: Reykjavik
Jáhh, vona að þetta hafi skýrt málið fyrir einhverja, og komið að gagni.

En náttúrulega eru menn misjafnir eins og þeir eru margir, og það sem mér finnst yfir strikið finnst næsta manni flott. Þetta er bara það sem mér finnst persónulega, og ég er ekki BMW stílisti, sé ekki um litgreiningar og soleizz.

Þannig að... kaupið endilega Performance BMW ef það er það sem heillar :D


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Mon 17. Mar 2003 08:49 
Offline
Meðlimur Meðlimur
User avatar

Joined: Sun 01. Sep 2002 20:44
Posts: 10602
Location: Reykjavik
Bara að láta ykkur vita að það er komin ný síða fyrir TOTAL BMW blaðið. Nú er ekkert mál að panta á netinu :)

Var að endurnýja hjá mér :D

Kveðja,
Sæmi

http://www.totalbmwmag.co.uk/


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Mon 17. Mar 2003 09:14 
Offline
Barnakerrubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 03. Sep 2002 12:54
Posts: 10882
Location: Reykjavík 101
Og ég er greinilega mjög samkvæmur sjálfum mér enda komin á 1981 módel af bíl!

Best að kíkja á þessa síðu!

_________________
Ingvar Örn || BMW R100RS 1994 || Renault Megane RS Turbo 2009 || Alfa Romeo Duetto 1967 Fast Road


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Mon 17. Mar 2003 17:56 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Sun 01. Sep 2002 22:50
Posts: 15127
Location: Spenge, DE
Ég sagði bara fuck it og pantaði áskrift af Performance BMW þar sem að það hafa verið svo margir E30 cover bílar,

mikið gaman :)

_________________
With great challenges comes great engineering.
Gunnar Reynisson
Image


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Mon 17. Mar 2003 18:43 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Wed 29. Jan 2003 22:16
Posts: 4811
Location: Hafnarfjörður
Ég get mælt með Total BMW og BMWCAR, á nokkur blöð og er að íhuga að gerast áskrifandi að þeim báðum.

kv. Jóhann


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Sat 16. Aug 2003 02:27 
Offline
Rallýbílstjóri
User avatar

Joined: Tue 12. Aug 2003 21:45
Posts: 1376
ég var með breska BMW-car í nokkur ár
svo var ég með european-car (usa) í nokkur ár
einnig var ég með þýska vikulega auto-bild
en breytti þvi í auto-bild TEST&TUNING.
ég er með það núna, þótt ég sé ekki með
þýskuna alveg á hreinu..

_________________
'BMW, designed by Germans, driven by tossers' J.C.


Last edited by ta on Mon 14. Jun 2004 14:04, edited 1 time in total.

Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Sat 16. Aug 2003 16:56 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 03. Sep 2002 18:17
Posts: 33023
Location: Ascari // Nürburgring
Undirritaður hefur þekkt ....ta... í mörg ár og veit að hann er og hefur átt fjölmarga BMW bila sem eru/voru eftirtektarverðir i gegnum tiðina
+það að ta er eigandi að mjög svo snyrtilegum 528(5g)..(((E39)))
og til-heyrir hann mjög liklega þessari RISAEÐLU kynslóð i BMW geiranum sem er eitthvað það bezta sem hægt er að segja um BMW áhugamenn

Sv.H


Top
 Profile  
Reply with quote  
Display posts from previous:  Sort by  
Post new topic Reply to topic  [ 14 posts ] 

All times are UTC


Who is online

Users browsing this forum: No registered users and 6 guests


You cannot post new topics in this forum
You cannot reply to topics in this forum
You cannot edit your posts in this forum
You cannot delete your posts in this forum

Search for:
Jump to:  
cron
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group