Já var að kaupa mér 320 sem project bíl. Ætla að leyfa mér að stela myndunum úr söluþræðinum:
En já þetta verður mitt project og ég ætla að gera hann alveg geggjaðan!
Hér er listi af því sem ég er með í huga og í réttri röð:
Afturljós *búið*
Framstefnuljós *búið*
Framljós orginal (hin orðin léleg)
M50B25 *búinn að kaupa, eftir að swappa*
Lækkun
M-tech kit allan hringinn
Felgur
Læst drif
Öðruvísi púst (ekki hávært fretpúst samt)
Leður innrétting
Svo er eitthvað smotterí í viðbót sem verður keypt og ég var búinn að hugsa meira bara man það ekki akkurat núna.
En já ég er strax byrjaður að breyta honum í það look sem mér finnst flottast og hér eru myndir af því:
Við ætlum að byrja á swappinu á morgun og reyna að klára það fyrir mánudag. Erum bjartsýnir á að ná því ef við plönum þetta bara vel áður en við byrjum. Svo vonum við líka að rafkerfin passa á milli. Erum að setja M50B25 úr 525iA '92 í staðin fyrir M52B20 úr þessum ('95 320i). Það er í raun og veru tvennt sem gæti tafið swappið, og það er ef swinghjólið passar ekki á M50 vélina eða rafkerfið. Kannski að einhverjir fróðari geti sagt mér eitthvað um það?
En já ég mun halda þessum þræði reglulega uppi með updates um leið og breytingar gerast
