bmwkraftur.is

BMWKraftur spjallborð
It is currently Thu 01. May 2025 20:11

All times are UTC




Post new topic Reply to topic  [ 11 posts ] 
Author Message
PostPosted: Mon 27. Mar 2006 14:51 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Sat 31. Aug 2002 15:11
Posts: 2492
Location: Reykjavík
Til sölu BMW 735iA - fyrrverandi forstjórabíll FL Group
Image
Kom af færibandinu 7.04.1987
Royalblau Metallic að utan og ljósgrátt leður að innan. Sjálfskiptur ekinn 207þkm, skoðaður ’07. Bíllinn er náttúrlega kominn til ára sinna en ástandið er mjög gott. Það eina sem sett var útá í skoðun voru Balance-stangar endar að framan, púst og ein bremsuslanga, allt komið í lag núna.
Mikið endurnýjaður, upp á síðkastið. Allt nýtt í bremsum að framan (diskar, klossar uppteknar dælur), önnur sjálfskipting úr 528iA e28 bílnum sem endaði líf sitt nýlega, sú skipting var upptekin, (algjörlega mekanísk skipting S-E-M skiptimynsturstakkinn er því ekki virkur) ventlastillti bílinn nýlega og skipti um ventlalokspakkningu, bíllinn var smurður fyrir um 2þús km og hefur ekki hreyft olíuna síðan, skipti um segulrofa fyrir miðstöðina, vacuum dótið fyrir bremsurnar (brake bomb). Bíllinn hefur fengið mjög gott viðhald upp á síðkastið og ber þess merki.
Bíllinn er á sumardekkjum, stálfelgum og koppum. Bíllinn hefur verið á þessum dekkjum í allan vetur með góðum árangri (læst drif). Á einnig til gang af Rondell 58 á mjög góðum dekkjum ef menn hafa áhuga en þá hækkar verðið eðlilega.

Svona var bíllinn afgreiddur frá BMW:
Enginn hvarfakútur
Læst drif 25%
Sportstýri
Upphitaðir vatnsspíssar fyrir framrúðu
Ekkert merki (735i) að aftan en e-r hefur keypt það og sett það á bílinn
Rafstýrð topplúga
BMW SoundSystem 10 hátalarar og magnari (4x25w) í skottinu (magnarinn hefur verið aftengdur v/ bilunar)
Velour mottur

Staðalbúnaður er ríkulegur ABS, rafmagn í öllum rúðum, Check Control, OBC - stóra aksturstölvan o.fl. Í bílnum er Blaupunkt geislaspilari (spilarinn hefur þó e-ð verið að stríða mér undanfarið) en útvarpið virkar vel.

Mjög mikill bíll fyrir lítinn pening að mínu mati, alveg draumur í akstri.

Þetta er bíll sem flýgur um allt og maður er í 7unda himni!!

Ásett verð 240þús
Ekkert áhvílandi, bara bein sala.
Upplýsingar í S: 895 7866 / 659 9003


Image
Image
Image
Image
Image
myndir af Rondell felgunum og gömul mynd af bílnum á felgunum:
Image
Image

_________________
Bjarki
E39: 540iA '98


Last edited by Bjarki on Thu 30. Mar 2006 20:32, edited 1 time in total.

Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Mon 27. Mar 2006 15:01 
Offline
Rallýbílstjóri
User avatar

Joined: Mon 18. Aug 2003 13:57
Posts: 1272
Location: Reykjavík
Þetta er laglegur fákur og mjög gott að keyra hann... Þessi bíll er búinn að fá mikið TLC frá honum Bjarka nýverið.

Gangi þér vel með söluna.

_________________
BMW 318i E46 1998 (Til sölu)


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Mon 27. Mar 2006 18:36 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Sun 25. May 2003 23:50
Posts: 11978
Location: ::1
Viltu 325ix?

_________________

Tesla Model Y


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Mon 27. Mar 2006 18:40 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Sat 31. Aug 2002 15:11
Posts: 2492
Location: Reykjavík
Jón Ragnar wrote:
Viltu 325ix?


Bjarki wrote:
Ekkert áhvílandi, bara bein sala.


nei

_________________
Bjarki
E39: 540iA '98


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Mon 27. Mar 2006 18:51 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Sun 25. May 2003 23:50
Posts: 11978
Location: ::1
Las ekki nógu langt :D


Þá þarf ég bara að selja ixinn 8)
langar að eignast 7u :D

_________________

Tesla Model Y


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Tue 28. Mar 2006 14:05 
Offline
Meðlimur Meðlimur

Joined: Wed 22. Jun 2005 23:19
Posts: 209
ohhhh langar svo í hann!
Djöfull að vera námsmaður í skítavinnu og eiga ekki pening fyrr en í sumar! :evil: :( :argh:


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Tue 28. Mar 2006 15:40 
Offline
Búðarkerrubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 12. Aug 2003 15:05
Posts: 50
hefurðu hugmynd um eyðslu?
Hvernig eru ryð-mál?

Kv. njalli

_________________
- - - -
Er - 320d E90 2007

Var - 323i E21 - 325i E30 - 325iX E30 - 318is E30 - 320iA E36 - 520iA E34 - 523iA E39 - 318i E46 - 528iA E39 - 318i E30 - 330xi E46. - X5 3.0i E53 - X5 4.4i E53 2005 - 530i E60 2006 - BMW X5 3.0 2004 - 320 E36 1996


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Tue 28. Mar 2006 15:46 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Sat 31. Aug 2002 15:11
Posts: 2492
Location: Reykjavík
Niel wrote:
hefurðu hugmynd um eyðslu?
Hvernig eru ryð-mál?

Kv. njalli


eyðsla:
Innanbæjar eins og ég keyri hann þá er hann að fara með svona 17 l/100km en maður er náttúrlega aðeins að kitla pinnann, ég keyri reyndar oftast mjög stuttar vegalengdir sem hleypir eyðslunni upp. Hann eyddi talsvert meira hjá mér en ég skipti um spíssa, ventlastillti hann og keypti ný kerti og þá fór eyðslan mikið niður. Hef áður átt 730iA í ár og sá bíll eyddi 14,6 að meðaltali á því ári, um 12þús km, en þá keyrði ég svo oft á milli Rvk-hafnarfjarðar. Svo náttúrlega ef maður notar svona bíl mikið eða mest í langkeyrslu þá lækkar það eyðsluna ennþá meira. En þessir bílar eyða bensíni ekki hægt að neita því. Ég hugsa þetta þannig að maður borgar ekkert í bílalán og þetta fellur lítið meira í verði en á móti eyðir þetta bensíni en það er gaman að keyra þetta og maður er með bíladellu!!

ryð:
Bíllinn er náttúrlega fluttur inn nýr árið '87 þannig það er komið smá ryð á þessum venjulegu stöðum, neðst á hurðum og e-ð í hjólaskálum mest samt bara útaf sliti á lakkinu. En e32 eru mjög góðir varðandi ryð þ.e. ryðga ekki mikið.

_________________
Bjarki
E39: 540iA '98


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject: ...
PostPosted: Wed 29. Mar 2006 08:36 
Offline
Búðarkerrubílstjóri
User avatar

Joined: Mon 16. Jan 2006 12:39
Posts: 35
Location: hér og þar
svarar aldrei símanum.... mig langar að kaupann.... staðgreitt!!!

_________________
BMW 520 e34 Blár !Seldur! :)
BMW 525 e34 svartur !Seldur! :)
BMW 520 e34 grænn !Seldur! :)
BMW 518 e34 grár !Seldur! :)
BMW 730 e32 Vínrauður!! V8 :D


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Wed 29. Mar 2006 08:41 
Offline
Búðarkerrubílstjóri

Joined: Tue 21. Mar 2006 21:08
Posts: 87
Location: Reykjavik/Akranes
djöfullinn að mitt kvikindi sé ekki búið að seljast :cry:


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject: Re: ...
PostPosted: Wed 29. Mar 2006 14:11 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Sat 31. Aug 2002 15:11
Posts: 2492
Location: Reykjavík
pasi wrote:
svarar aldrei símanum.... mig langar að kaupann.... staðgreitt!!!


Er oftast upptekinn fyrripartinn, kominn heim núna og búinn að hringja til baka í öll númerinn... held samt það hafi ekki svarað hjá þér. Það ætti að vera auðvelt að ná í mig núna.

_________________
Bjarki
E39: 540iA '98


Top
 Profile  
Reply with quote  
Display posts from previous:  Sort by  
Post new topic Reply to topic  [ 11 posts ] 

All times are UTC


Who is online

Users browsing this forum: No registered users and 83 guests


You cannot post new topics in this forum
You cannot reply to topics in this forum
You cannot edit your posts in this forum
You cannot delete your posts in this forum

Search for:
Jump to:  
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group