Það var ég (saemi) sem tók út bull út úr þessum söluþræði:
http://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?t=14655
Mér fannst þetta vera komið út í tóma vitleysu. Ég færði þetta í off-topic þar sem svona bull á heima. Þetta er núna hérna:
http://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?t=14663
Svo sé ég að farið er að ásaka menn um að breyta innleggum spjallverja. Þó svo að það standi í "0ff topic" að moderator sé Haffi þá er hann ekki sá eini sem getur breytt innleggum hér. Það geta það líka aðrir admin.
Þetta mál með að setja bull inn í þræði finnst mér vera mjög slæmt og það hefur ekki minnkað að menn séu að tala um e-ð ALLT annað en tengist viðkomandi þræði. Ef menn vilja bulla, þá er þeim frjálst að gera það að vild í þeirra eigin þráðum eða þráðum sem stofnandinn er áfjáður í að bullað sé í.
En það er óþarfi að vera að skemma þræði sem jafnvel nýjir einstaklingar á kraftinum eru að setja inn í góðri trú og skilja svo ekkert í hvaða vitleysa er í gangi hér á þessu spjalli og fælast í burtu frá spjallinu og halda að hér séu eintómir vitleysingar. Það eru ekki bara vitleysingar sem lesa þetta spjall, en það eru nokkrir vitleysingar.. allavega vitleysingakomment sem eru "póstuð" hérna inn. Að sjálfsögðu er öllum frjálst að segja meiningu sína hér á meðan ekki er verið að særa neinn. En það má gjarnan hafa í huga þegar sett er inn innlegg hvort það þjóni e-m tilgangi. Ef það gerir það ekki, er þá ekki bara betra að sleppa því.
Einhvers staðar stendur að það sé betra að vera álitin heimskur en að opna munnin og taka af allan vafa. Oft held ég að sé bara betra að sleppa bara að ýta á "Submit". Ég hef allavega persónulega staðið mig oft að því að hætta við að setja innlegg inn hér þegar ég átta mig á því að það bætir engan vegin þráðinn sem er þar fyrir.
Aftur að fyrri ummælum um breytingar að þræðinum. Þó svo að ég hafi tekið viðkomandi innlegg út úr söluþræðinum, þá var ég ekki að breyta neinum ummælum hjá einstaklingum. Það er aldrei gert nema ummælin séu dónaleg/særandi og það hefur bara gerst í örfá skipti.
Ef e-r sér að ummælum sínum hefur verið breytt, þá má hann endilega hafa samband við okkur admins (senda póst á admins) og þá verður tekið á því ef e-r í okkar röðum er að breyta póstum meðlima. Slíkt á ekki að líðast.
En þeir sem eiga innleggin geta alltaf breytt þeim eftir á og það gæti verið það sem gerðist hér. Áður en farið er að ásaka admins um að breyta þráðum þarf að vera vissa fyrir því að eigandi innleggsins hafi ekki breytt því. Í þessum þræði var það ekki eigandi innleggsins sem kvartaði yfir breytingu og vil ég gjarnan fá að heyra frá honum hvort hans innleggi hafi verið breytt, eða áhorfendur haldi bara að e-r utanaðkomandi hafi breytt innlegginu.
Með kveðju,