bmwkraftur.is

BMWKraftur spjallborð
It is currently Wed 07. May 2025 17:24

All times are UTC




Post new topic Reply to topic  [ 10 posts ] 
Author Message
PostPosted: Sat 25. Mar 2006 00:00 
Offline
Meðlimur Meðlimur
User avatar

Joined: Sun 01. Sep 2002 20:44
Posts: 10602
Location: Reykjavik
Það var ég (saemi) sem tók út bull út úr þessum söluþræði:

http://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?t=14655

Mér fannst þetta vera komið út í tóma vitleysu. Ég færði þetta í off-topic þar sem svona bull á heima. Þetta er núna hérna:

http://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?t=14663

Svo sé ég að farið er að ásaka menn um að breyta innleggum spjallverja. Þó svo að það standi í "0ff topic" að moderator sé Haffi þá er hann ekki sá eini sem getur breytt innleggum hér. Það geta það líka aðrir admin.

Þetta mál með að setja bull inn í þræði finnst mér vera mjög slæmt og það hefur ekki minnkað að menn séu að tala um e-ð ALLT annað en tengist viðkomandi þræði. Ef menn vilja bulla, þá er þeim frjálst að gera það að vild í þeirra eigin þráðum eða þráðum sem stofnandinn er áfjáður í að bullað sé í.

En það er óþarfi að vera að skemma þræði sem jafnvel nýjir einstaklingar á kraftinum eru að setja inn í góðri trú og skilja svo ekkert í hvaða vitleysa er í gangi hér á þessu spjalli og fælast í burtu frá spjallinu og halda að hér séu eintómir vitleysingar. Það eru ekki bara vitleysingar sem lesa þetta spjall, en það eru nokkrir vitleysingar.. allavega vitleysingakomment sem eru "póstuð" hérna inn. Að sjálfsögðu er öllum frjálst að segja meiningu sína hér á meðan ekki er verið að særa neinn. En það má gjarnan hafa í huga þegar sett er inn innlegg hvort það þjóni e-m tilgangi. Ef það gerir það ekki, er þá ekki bara betra að sleppa því.

Einhvers staðar stendur að það sé betra að vera álitin heimskur en að opna munnin og taka af allan vafa. Oft held ég að sé bara betra að sleppa bara að ýta á "Submit". Ég hef allavega persónulega staðið mig oft að því að hætta við að setja innlegg inn hér þegar ég átta mig á því að það bætir engan vegin þráðinn sem er þar fyrir.

Aftur að fyrri ummælum um breytingar að þræðinum. Þó svo að ég hafi tekið viðkomandi innlegg út úr söluþræðinum, þá var ég ekki að breyta neinum ummælum hjá einstaklingum. Það er aldrei gert nema ummælin séu dónaleg/særandi og það hefur bara gerst í örfá skipti.

Ef e-r sér að ummælum sínum hefur verið breytt, þá má hann endilega hafa samband við okkur admins (senda póst á admins) og þá verður tekið á því ef e-r í okkar röðum er að breyta póstum meðlima. Slíkt á ekki að líðast.

En þeir sem eiga innleggin geta alltaf breytt þeim eftir á og það gæti verið það sem gerðist hér. Áður en farið er að ásaka admins um að breyta þráðum þarf að vera vissa fyrir því að eigandi innleggsins hafi ekki breytt því. Í þessum þræði var það ekki eigandi innleggsins sem kvartaði yfir breytingu og vil ég gjarnan fá að heyra frá honum hvort hans innleggi hafi verið breytt, eða áhorfendur haldi bara að e-r utanaðkomandi hafi breytt innlegginu.

Með kveðju,

_________________
Sæmi

E24 645csi, E23 745i E28 M5, E34 525ix, 518g, 525tds, M5T, E53 4.6is,


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Sat 25. Mar 2006 00:26 
Offline
Meðlimur Meðlimur

Joined: Sat 28. Dec 2002 19:49
Posts: 9014
Location: Italia
Haffi breytti 2 innleggjum hjá Angelic0 í þessum þræði, þetta voru ekki óviðeigandi eða leiðindar comment hjá Angelic0 og engin ástæða fyrir Haffa að breyta þeim.
Haffi liggur heima veikur og er greinilega í einhverju súru skapi. Ég biðst afsökunar fyrir hans hönd og vona að fólk hafi ekki tekið þetta of alvarlega af því hann hefur eflaust bara verið að grínast og ekki verið meint illa.

Hinsvegar er það rétt að tilgangslausum póstum og off topic póstum hefur fjölgað gífurlega undanfarið. Ég hef orðið vitni að því á fjölmörgum erlendum spjöllum að þau hafa farið í gegnum tímabil þar sem allt varð mjög spes og sum þeirra hafa meira að segja bara alveg dáið við það.
Ég vona svo sannarlega að þetta sé bara eithvað tímabil sem er í gangi núna og það eigi aftur eftir að þróast til hins betra.

Takk fyrir mig,

_________________
Bjarni
www.bjahja.com


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Sat 25. Mar 2006 00:30 
Offline
Meðlimur Meðlimur
User avatar

Joined: Sun 01. Sep 2002 20:44
Posts: 10602
Location: Reykjavik
Þá er það komið á hreint.

Takk fyrir Bjarni.

Við tölum við Haffa og reynum að passa að svona gerist ekki aftur.

_________________
Sæmi

E24 645csi, E23 745i E28 M5, E34 525ix, 518g, 525tds, M5T, E53 4.6is,


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Sat 25. Mar 2006 02:57 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Sun 01. Sep 2002 22:50
Posts: 15128
Location: Spenge, DE
Haffi, ég styð allt sem þú gerir kallinn ;)

_________________
With great challenges comes great engineering.
Gunnar Reynisson
Image


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Sat 25. Mar 2006 08:44 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Sun 27. Feb 2005 12:51
Posts: 4491
Location: Að rústa öllum í sjómann....
ég taldi þetta vera Haffi því að hann var eini moddinn sem var á kraftinum akkurat á þessum tíma ;)

_________________
hafa verður í huga að hann er vanur lygari sem hefur lifibrauð sitt af því að ljúga því að trúgjörnum vitleysingum að til sé karl upp í skýjunum sem fylgist með öllu sem fólk gerir og skráir samviskusamlega niður,til að nota gegn því eftir að það deyr


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Sat 25. Mar 2006 12:45 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 18. May 2004 03:33
Posts: 15561
Location: Keflavík
Þetta var ekki fyrsta skiptið sem að "pósti" frá mér var breytt !

Og í hitt skiptið var póstinum breytt og viðkomandi stjórnandi skrifaði eitthvað í áttina að:

"Ég vil fá þrútin lim í óæðri endann!" eða eitthvað í þá áttina!

Viðkomandi stjórnandi býr greinilega yfir svo og svo miklum þroska. Þar af leiðandi vil ég endilega biðja hann að taka til greina að mér finnst þetta ekkert fyndið, ég hef ekki verið að ráðast gegn neinum spjallsmeðlimi hér persónulega og bið hann því að vera ekki að ráðast persónulega gegn mér!

Ég kem fram við aðra eins og aðrir koma fram við mig, simple as that!

_________________
Owner of: Anax Tuning IvS
Danmark
--------------
99' BMW E36 330i Turbo - 634whp/781wnm
ImolaRot
--------------
04' Ford F550 6.0 Powerstroke - ???hp/???nm
ImolaRot
--------------
06' BMW E61 535d - 442hp/871nm
Spacegrey Metallic


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Sat 25. Mar 2006 12:47 
Offline
Meðlimur Meðlimur
User avatar

Joined: Sun 01. Sep 2002 20:44
Posts: 10602
Location: Reykjavik
Angelic0- wrote:
Þetta var ekki fyrsta skiptið sem að "pósti" frá mér var breytt !

Og í hitt skiptið var póstinum breytt og viðkomandi stjórnandi skrifaði eitthvað í áttina að:

"Ég vil fá þrútin lim í óæðri endann!" eða eitthvað í þá áttina!

Viðkomandi stjórnandi býr greinilega yfir svo og svo miklum þroska. Þar af leiðandi vil ég endilega biðja hann að taka til greina að mér finnst þetta ekkert fyndið, ég hef ekki verið að ráðast gegn neinum spjallsmeðlimi hér persónulega og bið hann því að vera ekki að ráðast persónulega gegn mér!

Ég kem fram við aðra eins og aðrir koma fram við mig, simple as that!


Það er mjög ljótt að heyra ef svo er. Ég man einmitt eftir þeim pósti. Við munum athuga þetta mál og eins og ég sagði áður, vonandi gerist þetta ekki aftur.

_________________
Sæmi

E24 645csi, E23 745i E28 M5, E34 525ix, 518g, 525tds, M5T, E53 4.6is,


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Sat 25. Mar 2006 13:43 
Offline
Meðlimur Meðlimur

Joined: Sat 28. Dec 2002 19:49
Posts: 9014
Location: Italia
Angelic0- wrote:

Ég kem fram við aðra eins og aðrir koma fram við mig, simple as that!


Heyrðu nú mig...........ekki þú fara að þykjast vera einhver píslavottur félagi.
Þú hefur ósjaldan verið með misjöfn komment hérna á spjallinu. Man til dæmis ekki betur en fyrir 2 vikum eða svo sagðir þú Gunna, formanni bmwkrafts að sjúga lim á hesti eða eithvað svipað þroskað og skemmtilegt komment.
Ég er ekki að verja það að pósti hjá þér var breytt, það má náttúrlega ekki.
En hvernig væri að fara að koma fram við aðra eins og þú vilt að þeir komi fram við þig. Það væri aðeins betri speki félagi...

_________________
Bjarni
www.bjahja.com


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Sat 25. Mar 2006 13:57 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 18. May 2004 03:33
Posts: 15561
Location: Keflavík
bjahja wrote:
Angelic0- wrote:

Ég kem fram við aðra eins og aðrir koma fram við mig, simple as that!


Heyrðu nú mig...........ekki þú fara að þykjast vera einhver píslavottur félagi.
Þú hefur ósjaldan verið með misjöfn komment hérna á spjallinu. Man til dæmis ekki betur en fyrir 2 vikum eða svo sagðir þú Gunna, formanni bmwkrafts að sjúga lim á hesti eða eithvað svipað þroskað og skemmtilegt komment.
Ég er ekki að verja það að pósti hjá þér var breytt, það má náttúrlega ekki.
En hvernig væri að fara að koma fram við aðra eins og þú vilt að þeir komi fram við þig. Það væri aðeins betri speki félagi...


Ég hafði alltaf lifað eftir "þeirri" speki þar til að maður uppsker ekki alltaf einsog maður sáir!

Ég skal ekkert "þykjast" vera neinn píslarvottur :) ég baðst afsökunar á því innleggi mínu, enda var ég í mjög svo vondu skapi þann daginn og þegar á botninn er hvolft... hver á ekki sína slæmu daga ?

Það má vel vera að ég sé með misjöfn comment, en ég kem fram við aðra eins og þeir koma fram við mig.

_________________
Owner of: Anax Tuning IvS
Danmark
--------------
99' BMW E36 330i Turbo - 634whp/781wnm
ImolaRot
--------------
04' Ford F550 6.0 Powerstroke - ???hp/???nm
ImolaRot
--------------
06' BMW E61 535d - 442hp/871nm
Spacegrey Metallic


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Sat 25. Mar 2006 14:43 
Offline
Formúlubílstjóri

Joined: Fri 30. Aug 2002 19:47
Posts: 3939
Location: London
Svona breytingar eiga ekki að líðast og þess vegna hafa mod réttindin
verið tekin af viðkomandi.

Fyrir hönd stjórnenda vil biðja þá aðila sem urðu fyrir þessu afsökunar.

kv. Gunni


Top
 Profile  
Reply with quote  
Display posts from previous:  Sort by  
Post new topic Reply to topic  [ 10 posts ] 

All times are UTC


Who is online

Users browsing this forum: No registered users and 22 guests


You cannot post new topics in this forum
You cannot reply to topics in this forum
You cannot edit your posts in this forum
You cannot delete your posts in this forum

Search for:
Jump to:  
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group