Ég fjárfesti mér í hinum ágætasta bíl, hann er að gerðinni 520i og er 88 módel..vél ekin aðeins 60 þúsund!! Sami eigandinn átti hann frá upphafi þangað til núna í desember, fullorðinn maður.
Eina riðið er á pínu hluta sílsans, sér ekki á honum að innan. Ein beygla á frambrettinu sem fer smá í pirrurnar á mér og vantar listann í kringum framrúðuna.
Það sem ég ætla að reyna gera er að fá mér hvít stefnuljós að framan og kastara, svo felgur þegar líða fer að sumri. Svo er krókur sem verður fjarðlægður næst þegar ég kemst á verkstæði.
Myndirnar eru alveg hræðilegar en kem með betri þegar ég er búinn að þrífa.
og hér sést beyglan ágætlega:
