Til sölu BMW 316 ´88
Ég verð því miður að láta þennan "gullfallega" bíl frá mér (kominn með annan vetrarbíl)
Þessi bíll er ekinn einungis 137 þús. frá upphafi og er vélin í góðu standi (rýkur í gang) og kassi líka.
Bíllinn er Mineralblau á litinn og fjarskafagur.
*1800cc. blöndungsvél
*5 gíra bsk.
*Grá innrétting með góðum sætum (bílstjórasæti hefur verið bólstrað á ný)
*Sportstýri (án leðurs) og leðraður m-gírhnúður sem er mikill munaður
Bíllinn er ryðgaður en ekkert sem hefur áhrif á akstursánægju.
Bíllinn er með endurskoðun.
Það sem þarf að dytta að á þessum bíl fyrir skoðun er eftirfarandi:
Spindilkúlur að framan (get látið heilar fylgja með úr öðrum bíl)
Boddýpúðar (spyrnufóðringar) að aftan (á til nýjar úr B&L)
Bremsurör að framan vinstramegin lélegt (kostar smá klink)
-----------------------------------
Það sem kemur skoðun ekki við:
Viftukúpling slöpp (önnur góð getur fylgt)
Brot í afturljósi, (annað heilt í skottinu)
Þessi bíll á mikið eftir og ef það er skipt um bremsurör, spindilkúlur og boddýpúða þá ætti hann að fljúga í gegnum skoðun.
Bíllinn er á góðum heilsársdekkjum.
Get einnig látið eitthvað grams með úr öðrum e30 ef hann er tekinn með varahlutum.
Verð er 30 þús. án varahluta og 38 þús. með varahlutum.
Upplýsingar í síma: 6699556 (Þorvaldur)