bmwkraftur.is

BMWKraftur spjallborð
It is currently Sat 03. May 2025 23:40

All times are UTC




Post new topic Reply to topic  [ 116 posts ]  Go to page 1, 2, 3, 4, 5 ... 8  Next
Author Message
PostPosted: Sat 30. Apr 2005 00:49 
Offline
Formúlubílstjóri

Joined: Tue 13. Jul 2004 18:51
Posts: 2026
Jæja, þá er maður loksins búinn að kaupa sér BMW.

Ég er frekar nýr í þessum BMW málum. Kannski að maður byrji að kynna sig.

Haukur heiti ég og hef verið með stráka-bíladellu frá því ég man eftir mér og ég er úr Reykjavíkinni. Ég fékk BMW dellu þegar vinur minn keypti sér BMW 325 og hef langað í svoleiðis síðan.

Bíllinn minn:

BMW 325i (4dyra)
E-30 Boddý
Árgerð 1990
Silfraður á lit
Hartge spoiler-kitt.
M-tech spoiler að aftan
Hartge 16" felgur (Breiðari að aftan)
M-tech fjöðrun
Sportsæti

Það er pluss áklæði á sportsætunum og þau eru varla eydd upp, mætti halda að þetta væru ný sæti. Sætin afturí eru nánast ónotuð og eru eins og ný, allavega þegar þau eru svona ný djúp-hreinsuð.

Eins og kom áður fram að þá er bíllinn prýddur Hartge kittinu sem mér finnst fara honum verulega vel, auk þess með þessum fínu Hartge felgum sem ég er allveg að fýla vel.

Hann er með orginal lakki og það eru smá rispur hér og þar eins og gengur á 15 ára gömlu lakki, ryð er næstum ekki sjáanlegt í þessum bíl. Hann hefur ekki slegið feilpúst meðan ég hef keyrt hann og mér finnst hann rosalega stabíll.

Ég er ekki enn kominn í klúbbinn en vonast að ég geti "joinað" hann eins fljott og hægt er ef stjórnendur leyfa.

Hérna eru myndir af gripnum:
Image






Það koma betri myndir seinna, myndavélin var eitthvað vanstillt eftir notkun bróðir míns :S Helvítis myndirnar eru svo pixlaðar, ég laga þetta um leið og ég kemst í það, tek líka myndir um dag og minnka þær aðeins. :) Hugsið þetta sem svona einhverskonar "teaser" :P

En svo sjá einhverjir kannski bílinn á næstu samkomu, svona ef maður þekkir einhvern sem fer :)


kv,
haukur

Image
Image
Image
Image
Image
Image
Image


Last edited by Stanky on Tue 06. Mar 2007 14:57, edited 3 times in total.

Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Sat 30. Apr 2005 00:53 
Offline
Meðlimur Meðlimur

Joined: Fri 30. Aug 2002 21:03
Posts: 12187
Location: Uppí rúmi í spandex
Velkominn og til hamingju með bílinn :)
Hvar fannstu þennan? Fluttir þú hann kannski inn?

_________________
Tony Montana - BBS LM CREW
E36 M3 Coupe Daytona Violet 18" BBS LM

http://www.e30.is


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Sat 30. Apr 2005 00:55 
Offline
Formúlubílstjóri

Joined: Tue 13. Jul 2004 18:51
Posts: 2026
Nei fjandinn, gleymdi að segja frá því

Hann Smári í Hamborg hjálpaði mér að leyta að þessum grip, við fluttum hann inn svona saman, þó svo að hann hafi gert allt hard-workið, með góðri þóknun samt. En ég er rosalega ánægður með þjónustuna hjá honum, get ekkert sagt nema gott um hana.....


kv,
haukur


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Sat 30. Apr 2005 01:16 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Thu 06. Nov 2003 15:38
Posts: 5953
Location: Akranes
Frábær bíll hjá þér og vel valið að taka svona 4 dyra bíl hef alltaf fundist þeir flottari en 2 dyra enda átt tvo 4 dyra sjálfur.

_________________
Image
E30 - 325iC - 323iA - 320i - 318iS
E21 - 320
Honda CBR600 F2 Streetfighter


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Sat 30. Apr 2005 01:40 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 10. Jun 2003 15:49
Posts: 8506
Location: 101 RVK
GEÐVEIKUR!

Smári er náttúrulega bara alvöru náungi.

_________________
Enginn BMW


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Sat 30. Apr 2005 03:02 
Offline
Formúlubílstjóri

Joined: Fri 15. Nov 2002 17:12
Posts: 3217
Location: Vesturbærinn
Gaman gaman!

Skemmtilegt að það sé enn verið að bæta í E30 flóruna, og snilld auðvitað að fá Harte Kit og felgur!!

Veistu hvort að þetta sé orginal Hartge dót, hvort þetta var fittað strax í byrjun eða hvað?

Hlakka til að sjá hann á næstu samkomu! 8)

_________________
BMW E46 328i


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Sat 30. Apr 2005 07:35 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Mon 21. Jul 2003 20:26
Posts: 15739
Location: Luxembourg
Nice,

Hver veit nema E30 eigi eftir að fjölga með meðlim í minni fjölskyldu.

_________________
Image
E36 M3GTtt


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Sat 30. Apr 2005 08:43 
Offline
Getawaybílstjóri
User avatar

Joined: Sun 25. Jul 2004 19:09
Posts: 901
Virkilega flottur og vel valið ! :clap: Hann Smári klikkar aldrei !

_________________
Dóri
Image BMW 525i e34 '91 [SELDUR]
Image Opel Vectra CD 2.0 '97[Í notkun]


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Sat 30. Apr 2005 14:19 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Sun 04. Jan 2004 15:36
Posts: 3209
Location: inn í bílnum þínum.
Djövull er hann flottur hjá þér Haukur minn þú verður nú að taka mig í góðan rúnt á honum einhver tíman 8)

kv.Dóri

_________________
E46 330ix touring.
BMW er lífstíll. Við erum 10árum á undan öllum öðrum.


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Sat 30. Apr 2005 15:50 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Sat 07. Sep 2002 09:55
Posts: 5729
Mjög flottur 8)

_________________
Haffi W. Schnurrenberger.


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Sat 30. Apr 2005 17:06 
Offline
Go-kartbílstjóri
User avatar

Joined: Sun 28. Mar 2004 23:48
Posts: 405
Virkilega fallegur bíll!

_________________
BMW E34 525iA '95


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Sat 30. Apr 2005 17:21 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Sat 01. Nov 2003 13:43
Posts: 2610
Location: London
Snyrtilegasta kerra hjá þér, til lukku.

_________________
Brynjar
Alfa Romeo 159

Gamalt:
Jaguar XJ8
Daimler Double Six
Jaguar XJ12 Sovereign

Vísitölubílar eru SATANS


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Sat 30. Apr 2005 18:10 
Offline
Barnakerrubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 03. Sep 2002 12:54
Posts: 10882
Location: Reykjavík 101
Þetta er bara flottasti E30 Limousine sem ég hef séð á klakanum... verulega smart - til lukku.... ehemm, er hann með loftkælingu :lol: :?:

_________________
Ingvar Örn || BMW R100RS 1994 || Renault Megane RS Turbo 2009 || Alfa Romeo Duetto 1967 Fast Road


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Sat 30. Apr 2005 18:16 
ég sé að þú ert líka með smoke-uð framljós sem er mega kúl :)

spurning með að samlita stuðarana ? :D


Top
  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Sat 30. Apr 2005 18:28 
Offline
Rallýbílstjóri
User avatar

Joined: Mon 18. Aug 2003 13:57
Posts: 1272
Location: Reykjavík
oskard wrote:
spurning með að samlita stuðarana ? :D


Sammála því.

Stórglæsilegur e30 hér á ferð. Hartge kittið kemur mjög vel út og gaman að sjá hvað innréttingin er í góðu standi hjá þér.

Til hamingju með bílinn.

:clap:

Ein spurning: Hvað er hann ekinn?

_________________
BMW 318i E46 1998 (Til sölu)


Top
 Profile  
Reply with quote  
Display posts from previous:  Sort by  
Post new topic Reply to topic  [ 116 posts ]  Go to page 1, 2, 3, 4, 5 ... 8  Next

All times are UTC


Who is online

Users browsing this forum: No registered users and 22 guests


You cannot post new topics in this forum
You cannot reply to topics in this forum
You cannot edit your posts in this forum
You cannot delete your posts in this forum

Search for:
Jump to:  
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group