BÍLLINN ER SELDURBMW 318IS E36 Coupe '92Mælaborð sýnir rúmlega 129þ. en það er 40þ km. skekkja í skoðanaferli bílsins svo rétt tala er líklega eitthvað á bilinu 170-200þ.
Svartur
Fast nr. LH035Nú er daily driverinn minn óökuhæfur og þar sem ég hef hvorki tíma, þekkingu né aðstöðu til þess að laga hann, þá er hann til sölu. Um er að ræða svartan E36 Coupe með svolítið mikið húðkrabbamein. Bíllinn er með endurskoðun 8 vegna þess að handbremsan grípur bara öðru megin og það lekur með pústinu einhversstaðar.
Bíllinn er óökuhæfur vegna þess að það er brotin subframe festing, líklega vegna ryðs. Hún gaf sig fyrir u.þ.b. tveim vikum. Ég er sjöundi eigandinn af bílnum og með bílnum fylgir stimpluð þjónustubók frá upphafi. Skipt var um mælaborð í 70.000 km. og sýnir mælirinn því ranga tölu. (Upplýsingar sem ég fæ frá fyrri eiganda og úr skoðanaferli bílsins.) Ég hef alltaf reynt að viðhalda mótornum og drifrásinni en er sekur um að hafa hunsað viðhaldið boddíinu almennilega.
Gallar:
Brotin sub-frame festing (orsakar óökuhæfni).Pústkerfi óþétt (orsakar endurskoðun).
Handbremsa grípur bara hægra megin (orsakar endurskoðun).
Gleypir örlítið vatn og olíu. Fylli á kannski tvisvar-þrisvar milli olíusíuskipta (10.000 km).
Hurðarlæsing stendur eitthvað aðeins á sér bílstjóramegin. Hægt að læsa en ekki opna. Samlæsingar virka fínt.
Vantar annað grillið að framan og ramminn utan um er illa farinn.
Framstuðari og hægra frambretti illa farið.
Vantar nýtt hurðarspjald farþega megin.
Sér á gírhnúa sökum notkun.
Vírinn innan í framsætunum til að fella þau niður er laus og því virkar ekki handfangið til þess að fella þau niður.
Mikið ryð í boddíi.
Kostir:
Leður.
Rafmagn í rúðum og speglum.
Fáir eigendur.
Þjónustubók frá upphafi (sjá texta hér að ofan).
Flottur Alpine spilari með iPod tengi.
Tilbúnar lagnir fyrir magnara í skotti.
Nýleg góð heilsársdekk.
Bíllinn selst bara á það sem býðst þegar ég gefst upp á að bíða eftir betra boði. Ég er búinn að fá boð upp á 50.000 kr. ÁN Alpine spilarans og heilsársdekkjanna, en væri helst til í að losna við að þurfa að rífa það úr/af honum. Ef ég fæ skítsæmilegt boð, þá fylgja álfelgurnar með sem hann er á hér.
Svarið hér, sendið PM eða hringið ef þið teljið ykkur líklega. Síminn er 8207101.
Anton