Skráning er hafin í driftkeppni þann 11. ágúst. Skráning fer fram
HÉR.
Plís skráið ykkur sem fyrst, meðan að helvítis heimasíðan hangir ennþá uppi!Keppnisgjald er 4000kr.
Skráningu lýkur á föstudaginn 10. ágúst kl 15:00.
Til að keppa þarf að vera félagi í einhverju af aðildarfélögum ÍSÍ (t.d. BA, DDA, RCA, KK). Skráning í DDA fer fram
HÉR.
Við vekjum athygli á því að kaupa þarf keppnisskírteini frá ÍSÍ. Það má gera
HÉR.
Þeir sem ætla bara að keppa þessa einu keppni geta keypt sér dagsskirteini og
*ræsk* þeir sem eru að keppa sitt fyrsta tímabil geta keypt sér nýliðaskirteini.¹
Ef keppendur eru ekki komnir með skirteinið í hendurnar fyrir keppni,
þá verða keppendur að mæta með afrit af greiðslunni fyrir skirteininu.
Ef einhver ætlar að skrá sig í keppni sérútbúna (twin drift), þá þarf sá að láta okkur vita SNEMMA. Við þurfum að fá tíma til þess að redda manni til að sjá um keppnisskoðanir. Við þurfum að fá minnst fjóra keppendur í þann flokk til að hægt sé að keyra hann og minnst átta keppendur í almennan flokk til þess að hægt sé að halda keppni.
¹
Ég fullyrti fyrr í sumar að nýliðaskirteinin gildu ekki hjá okkur, þá var ég að tala með rassgatinu og biðst afsökunar á því. Á þeirri stundu vissi ég ekkert um þetta og í stað þess að þegja bara eins og við gerum oftast, þá ákvað ég að segja bara að þau gildu ekki, þar sem að við höfðum aldrei heyrt af þeim áður. Enn og aftur biðst ég afsökunar til þeirra nýliða sem keyptu sér fullt skirteini og ef ég væri með einhver tök í ÍSÍ, þá myndi ég endurgreiða ykkur mismuninn, en því miður er svo ekki.