Ég ætla nú ekki að thread-jacka þig, en hérna er write-up af því hvernig ég fór að þessu:
Ég byrjaði auðviað á því að þvo bílinn, síðan notaði ég aceton blöndu til þess að ganga úr skugga um að það væri EKKERT grease eða ógeð á lakkinu, getur líka farið á sprautuverkstæði og fengið degreaser, en ef að þú notar aceton þá þarftu að vera frekar snöggur, ég notaði industrial aceton. Ég myndi kaupa 2000, 1800, 1500 og 1200 pappír, þetta fer auðvitað alveg eftir því hversu slæmt lakkið er, ef að þetta er e'h voða easy og lítið rispað þá gætiru sloppið með að nota bara 2000 pappír, ágætt að byrja á 2000 pappírnum, og sjá hvernig það kemur út á því svæði sem að er verst og svo geturu farið í 1500 eða 1200 ef að þetta er þarf meiri vinnu, en þú þarft að passa að fara ekki í gegn og gera ráð fyrir að þegar að þú ert búinn að vinna með 1200 eða 1500 þá þarftu að þrepa þig upp í 2000 pappírinn aftur. Þetta er hellings vinna en borgar sig svo mikið ef að þú nennir því. Það er fínt að nota uppþvottalög í vatnið til þess að þetta renni ekki strax af bílnum og svo að pappírinn fljóti betur / endist vel, en ef að þú notar aceton til að degrease-a bílinn þá ættiru að vera alveg laus við alla bónhúð á bílnum. Þú setur sandpappírinn í vatns/sápu blönduna (ég nota Fairy uppþvottalög) bleyttu bílinn vel með sápuvatninu og svo er bara að hefjast handa. Mæli með að nota sandpappírspúða, verður aldrei jafnt og gott stroke ef að þú ert að nota pappírinn með puttunum einum saman. Lakkið á eftir að líta út eins og þú sért búinn að eyðileggja paintjobbið, no worries samt
það lagast þegar að þú massar, ef að þú hefur staðið rétt að því að vinna lakkið fyrir mössunina
Þú þarft að byrja á því að nota compound púða, ég notaði svona frá 3m, sem að var reyndar svartur:
Síðan notaru ullarpúða til þess að klára:
Í seinasta rönnið (með ullina) þá notaru polymer massa (sealer), ég notaði 3M en þetta er fá-anlegt frá ýmsum öðrum, passaðu þig samt á því að það getur verið hell að ná polymer massanum af ef að hann þornar of lengi og svo er bara að passa sig á öllum hornum og það er piece of cake að cooka og skemma lakkið ef að þú ert ekki nógu careful með mössunarvélina, i know ég hef f*ckað upp