Takk fyrir myndirnar Gunni!
Svona fyrir refrence á það sem er verið að gera þá er hér það sem hefur verið keypt / sourcað / sent til UK:
Gunni:
S50B32 Mótor (á ótrúlegu verði!)
Borun á mótor og plönun
Slípisett/pakningasett fyrir utan heddpakningu
Stangarlegurnar
Backpressure bunges og leiðslur í manifoldin
Ég:
CP stimplasett
Stock heddpakning sem ég átti til (sem er vonandi hægt að nota)
Sett af NGK R-2929-9 kertum sem ég notaði c.a. 5-6,000km 2009-2010
Sett af NGK R-2929-10 kertum sem eru nánast ónotuð enda stigi kaldari og bílilnn var erfiður í gang með þeim
Tvö sett af pakningum fyrir oildrain á túrbínunum ásamt nýjum bunges og boltum, það var smá leki þarna áður
Nýr olíuöndunartankur (er að velja núna)
Það sem stendur til að gera er að setja stærri olíuöndun á ventlalokið efst á það, sem mun flæða í catch can og svo í pönnuna. það er ekki búið að ákveða hvert öndundin fer en það væri best maður gæti andað því inn í rásina aftur eftir airfilters og pre-turbo.
Eitthvað svipað þessu en kanski ekki endilega 3xAN tengi, hugsa að eitt myndi duga ef maður notar OEM líka og drainar það í seporatorinn og svo í pönnuna.