Ég ætlaði nú að vera búinn að setja inn grein varðandi þetta.
Ég (ásamt Sveinbirni, Alpina) fór með 2 felgur í glerblástur til HK í hafnarfirði. Hann var mjög lengi að blása þær og ég get eiginlega ekki mælt með honum. Ég var búinn að spyrja hann með afslátt og hann tók ágætlega í það, en ég er ekkert viss um að maður vilji fá hann til að gera þetta aftur.
Felgurnar eftir blásturinn (mínar og Sveinbjarnar)
Áferðin var frekar gróf, þar sem það þarf að sandblása fyrst felgur sem eru með bakaðri glæru, til að ná glærunni af. Síðan eru þær glerblásnar á eftir til að fá fínni áferð.
Til að fá svo kantinn aftur glansandi, þá þarf að pússa hann niður með sandpappír og svo slípimassa. Best er að gera það í rennibekk, en ég gerði það nú bara með að tjakka bílinn minn upp að aftan og setja í Drive
Svona lítur þetta út eftir að hafa pússað heillengi .... Takið eftir hvað áferðin er ennþá gróf við boltana! En þetta kemur nú samt sem áður vel út. Ég tók ekki boltana úr, þannig að ég gat ekki pússað í kringum þá
Eftir að hafa pússað kantinn niður, þá fór ég með felgukantinn í Ofnasmiðjuna. Reynir er topp náungi þar sem sér um að húða felgur með svona plasti, sem er miklu sterkara en venjuleg glæra. Ég mæli hiklaust með að fólk fari til hans og fái hann til að gera þetta. Mjög fínn strákur og vel gert hjá honum.
En niðurstaðan varð eiginlega alveg eins og original áferðin, ég er með original áferðina á felgunum að framan, en þetta eru afturfelgurnar sem ég er nýbúinn að taka í gegn.
Ef á að húða felguna með lit (ekki glæru) þá felur hún ótrúlega mikið ójöfnurnar eftir blásturinn. Svo felgan verður ekki næstum eins gróf þegar hún kemur úr húðuninni. Þetta er allt öðruvísi en að lakka felguna, þetta þekur miklu betur þetta efni.
Ég á því ekki miður af því þegar búið er að glæra felgurnar, þar sem ég missti myndavélina mína um daginn og hún bilaði

En ég set inn myndir við tækifæri.
Kostnaður við að blása 1stk felgu er 2-3000 kr.
Við að húða eina felgu: 2-3000 kr.
Vona að þetta hjálpi!
Sæmi