Vélin í gamla e28 bílnum mínum gaf sig fyrr í sumar. Ég er búinn að setja nýja/aðra vél í bílinn og ákvað til gamans að tékka hvað gerðist í hinni vélinni, hún var ekinn 210þús.

Einn stimpill gaf sig greinilega eitthvað og hann bara hvarf! Gat á blokkina og meira af kælivökva en olíu á vélinni þegar ég "drainaði" hana. Einn rocker armur var brotinn en það er svo sem ekkert undarleg. Þetta hafa verið talsvert mikil átök, mjög mikið af málmögnum út um alla blokkina. Hávaðinn var víst mikill þegar þetta gerðist, ég var ekki að keyra bílinn. Tímakeðjan var strekkt og strekkjarinn í góðu lagi. Vélin var mjög nýlega smurð. Eina sem ég veit að gæti hafa verið að orsaka þetta eru illa stillt ventlaop.