bimmer wrote:
Freistandi, enda ýmislegt í lagi í þessum bíl.
Thrullerinn wrote:
anger wrote:
eru bílarnir tryggðir þarna i hringnum?
Þetta er allavega "þjóðvegur"..
Sko, þetta mál er alls ekki einfalt. Þetta er þjóðvegur í þeim skilningi að þetta er ekki lokkuð akstursbraut sbr. SPA þar sem að menn eru alveg ótryggðir með almennum tryggingum. En Þýskar tryggingar gilda víst ekki þarna, allavega skv mínum tryggingamanni þá eru flest þýsk tryggingafélg búin að setja inn klausu sem útilokar bætur við crash á Slaufunni.
Þegar ég tryggði minn fyrsta bíl í Lúx þá spurði ég sérstaklega:
"er ég tryggður á slaufunni" og svarið var já. Þá spurði ég aftur,
"er ég tryggður á slaufunni" og svarið var já. Þá spurði ég aftur,
"er ég tryggður á slaufunni" og svarið var já.
Þá útskýrði hann fyrir mér að slaufan væri ekki lokuð braut.
EN:::: svo hitti ég hann í haust, og við tókum þessa umræðu aðeins aftur. Þá sagði hann mér "ef þú stútar bílnum á slaufunni, þá er ég sá fyrsti sem þú hringir í, því við þurfum að hafa söguna á hreinu".
Þannig að það er ekkert pottþétt í þessu.