Já hann Gunni (GSTuning) á afmæli í dag 11 nóv. Fæddist hann árið 1979 og hefur hann allt sitt líf búið í Keflavík. (Fyrir utan smá kellingarhliðarspor en við förum ekkert út í það hér.)
Ég hef þekkt Gunna síðan 1986 þannig að we go wayback.
Ég held að hann sé sennilega búinn að eiga flesta E30 bíla á landinu og er hann sennilega líka búinn að henda flestum (Tomma til mikillar ánægju).
Fyrsti bíllinn hans var gamall 318 sem hann fékk gefins ekinn 333þ ,
Eftir það eignaðist hann VU013 sem var 1987 árgerð af 325i blæjubíl. Fór í þann bíl S50b30 mórtor árið 1999 eða 2000.
Lenti blæjan svo í umferðaróhappi þannig að Gunni varð að finna sér annann bíl fyrir vélina.
Við fundum glæsilegan (nei) bmw 325i ´88 us spec us675 en skemtilega við þann bíl að hann var með öllu (læstur) og eftir það varð Gunni svolítið
þversum.
En það var keyrt á þennan bíl líka, fyrir utan húsið hjá Gunna.
Ekki var mikið um fallega E30 bíla á landinu þá þannig að Gunni flutti inn fyrsta Mtech-II bílinn til Íslands YA-120,
M mótorin fór í hann líka en hann fór á stangarlegu og var þá sett aftur m20 dolla í hann en í dag er þessi bíll í eigu Árna Björns og er 335i
Gunni lét gamlan draum flestra BMW eiganda rætast þegar hann keypti E30 M3 Europmeister árgerð 1988.
Á hann þennan bíl ennþá.
Gunnar er staddur í Bretlandi núna við nám í bíladóti en hann er byrjaður á verkefni þar með 325i. Hérna heima er hann með 318i bíl og er hann að setja í hann Nissan CA 18 DET s13 mótor úr 200SX
Stefnan er sett á 300 hö og á bíllin að vera um 1 tonn.
Gunni og M3 í baksýn á Bíladögum 2006
Góður drengur hér á ferð.
Til hamingju með 28 ára afmælið.
Kveðja Stefán.