bmwkraftur.is

BMWKraftur spjallborð
It is currently Tue 11. Jun 2024 17:28

All times are UTC




Post new topic Reply to topic  [ 13 posts ] 
Author Message
 Post subject: e32 730 L6 vs e32 730 V8
PostPosted: Tue 25. Mar 2008 20:13 
Offline
Búðarkerrubílstjóri

Joined: Sun 23. Sep 2007 18:39
Posts: 41
er bara svona að leita eftir reynslusögum.
hef bara prufað V8 bílinn og fannst hann mjög skemmtilegur. alveg nóg afl fyrir mig. en ég hef enga reynslu af línu 6 vélinni. erum við að tala um alveg fáránlegan mun á bílunum eða?
megið endilega koma með ykkar reynslu af þessum bílum :)


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Tue 25. Mar 2008 20:43 
Offline
Rallýbílstjóri

Joined: Mon 09. Jun 2003 16:50
Posts: 1154
Location: Reykjavík
Ég átti 6.cyl. 730 BMW og af minni reynslu að þá mundi ég aldrei fá mér svona bíl aftur, þetta er haugmáttlaust, eyðir nánast ekki undir 17 á hundraði, og svo eru þetta auðvitað orðnir gamlir bílar sem þurfa oftast nær mikið viðhald.
Þannig að ég segi allavega að ef menn hafa ekki efni á dýrari bíl en þessu að þá hafa þeir einfaldlega ekki efni á að reka svona bíl með góðu móti :wink:

_________________
BMW e53 X5
Honda CRV
Gas Gas 450 FSE


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Tue 25. Mar 2008 20:50 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 27. May 2003 07:47
Posts: 12484
i.m.o er l6 730 bara to slow, búnað eiga tvo

_________________
M.benz E320 Family Wagon
Chevrolet Silverado vinnujálkur
Chevrolet Silverado skúrajálkur
Cadillac eldorado 1973, ísbíll


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Tue 25. Mar 2008 20:55 
Offline
Búðarkerrubílstjóri

Joined: Sun 23. Sep 2007 18:39
Posts: 41
er V8 sem sagt alveg töluvert sprækari??? mér fannst hann allavega bara ágætur!


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Tue 25. Mar 2008 21:00 
Offline
Getawaybílstjóri

Joined: Mon 16. Jun 2003 18:57
Posts: 586
Location: Grafarvogur
Veit nú ekki hvort er sprækari.
En V8 er betri kostur að mínu mati, gríðarlega smooth bíll.
En ef 740 er í boði myndi ég taka þann kost.

_________________
Hlynur
Mercedes Benz - E420 Sportline V8 - - - ///AMG kit, eilífðarverkefni
Mercedes Benz E220
www.amigo.is
X: 6x W124, Justy, Volvo, Rolla


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Tue 25. Mar 2008 21:09 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Mon 22. Nov 2004 13:31
Posts: 1905
Location: RVK
Ég á V8 bílinn og finnst hann bara fínn, ekkert þrusupower en hefur lítið fyrir venjulegum akstri og hefur þetta á ágætis togi. Tekur alveg þessa helstu e30 pjakka á ferðinni

Er að brenna um 16L skv tölvunni í rólegum akstri

_________________
E39 530D ///M Sport


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Tue 25. Mar 2008 22:10 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Sat 14. Sep 2002 18:05
Posts: 2837
Location: Reykjavík
Ég á 740i bsk og er allveg þrælskemmtilegur bíll, allveg fínt afl og nóg af togi og er ekkert að eyða neitt svakalega, mundi sennilega eyða minna með 6 gíra kassanum

_________________
Siggi
E23 735i
E32 740i 6 spd 8)
E38 740d
E32 735i Shadowline Seldur
E32 740i Seldur
E32 740i RIP


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Tue 25. Mar 2008 22:34 
Offline
Getawaybílstjóri
User avatar

Joined: Thu 20. Feb 2003 14:56
Posts: 600
Location: Í aftursæti lögreglubíls
Ég átti 730i með línu sexu og hann reyndist mér vel, ef hugsað er um að skipta um kerti osf eiðir slíkur bíll hóflega.
8 cyl. bíllinn er sennilega eitthvað skemmtilegri og væntanlega kostur að hafa nýrri hönnun. Línusexan er samt þrutreynd og fínasti mótor.
Ef ég væri að spá í svona bíl þá mundi ég leita eftir besta eintakinu en ekki endilega láta mótorinn ráða.

_________________
Tommi camaro fanclub member no. 03


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Tue 25. Mar 2008 22:56 
Offline
Rallýbílstjóri
User avatar

Joined: Tue 28. Jan 2003 22:08
Posts: 1498
Location: Hrollkalda Ísland
Mér sýnist af því sem menn hér hafa sagt að M60 bílar eyði töluvert minna en M30. Og því gæti ég vel trúað.
Ég er með M30B35 ('91 735) og hann er að fara með 14,8 í akstrinum Grafarholt-Garðabær á síðasta tanki. Hann fer reyndar upp í 15,5 í mestu kuldum. Hann hefur verið að detta niður í 13,5 á sumrin.
Ég er búinn að keyra minn M30 mótor núna í eitt ár án þess að hann hafi svo mikið slegið feilpúst. Þetta eru mjög traustar vélar.

Eins og áður hefur komið fram þá myndi ég líklega láta viðhald og ástand ráða þessu að mestu.
Bílar með M30 vélar (I6) eiga það til að hafa útslitna kambása. Settið kostar um 50.000 fyrir utan vinnu. Athugaðu það áður en þú kaupir.

Fyrir öllu prófaðu bílinn BARA kaldann, eða ég meina, þegar þú prófar hann gættu þess að hann sé "stone cold" þá ættirðu að geta verið sem vissastur um að ZF (sjálfsk.) sé OK. Bílar á þessum aldri (M30) bílar eiga það til að vera með tæpar skiptingar og það er bara vesen, en þó ekki óleysanlegt
Varðandi viðhald á M60 veit ég ekki mikið. Ég hef þó heyrt að ventlalokspakkningar séu eitthvað veikar á þeim en það er barnaleikur að eiga við það.
Það eru örugglega "hnetur" hér sem geta frætt þig frekar um M60 mótorana. Þó myndi ég álíta að varahlutir í M60 væru töluvert dýrari en í M30.

Niðurstaða:
Láttu viðhald og ástand ráða mestu, ef þú ert bara að leita að sjöu á góðu verði þá myndi ég líka skoða E38 það er hægt að fá þá nánast gefins.
Annars ætla ég ekki að fara að dæma E32 Vs. E38 það eru of margir fletir á því máli.

_________________
Elli M1 fan
E32 750I '91 >

Ísland Bezt í Heimi ! [á ekki við lengur]


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Tue 25. Mar 2008 22:57 
Offline
Meðlimur Meðlimur
User avatar

Joined: Mon 02. Feb 2004 15:03
Posts: 3465
Location: norður í rassgati
ég er búinn að eiga 530i með m30 mótornum og hef keyrt 730 með m60.
M30 er gamall mótor, eldgömul hönnun - einfaldur og þrælsterkur. Ég myndi ekki fá mér svona mótor aftur nema þá í 3,5L útfærslunni til þess eins að blása inná hann.

M60 er töluvert mikið nútímalegri, endast oftast 300þús km með góðu móti, hrikalega þýður gangur í þeim. 3,0L bíllinn hefur ekkert rosalegt afl, en er samt mörgum skrefum á undan gömlu 6cyl sleggjunni,,,,,skilar þessum flykkjum alveg ótrúlega vel áfram, ég gæti vel hugsað mér e32 bíl með m60, hvort sem er 3.L eða 4.L


Mín niðurstaða -> ég mun alltaf taka m60 framyfir m30 í framtíðinni, þó svo að ég hafi ekkert nema góða reynslu af m30.

_________________
kv. Jakob B. Bjarnason


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Tue 25. Mar 2008 23:00 
Offline
Meðlimur Meðlimur
User avatar

Joined: Sun 01. Sep 2002 20:44
Posts: 10602
Location: Reykjavik
M60 3.0 er svipuð og 3.5 m30.

Þannig að 730i V8 er að virka eins og 735i L6

_________________
Sæmi

E24 645csi, E23 745i E28 M5, E34 525ix, 518g, 525tds, M5T, E53 4.6is,


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Tue 25. Mar 2008 23:10 
Offline
Rallýbílstjóri
User avatar

Joined: Tue 28. Jan 2003 22:08
Posts: 1498
Location: Hrollkalda Ísland
Lindemann wrote:
ég er búinn að eiga 530i með m30 mótornum og hef keyrt 730 með m60.
M30 er gamall mótor, eldgömul hönnun - einfaldur og þrælsterkur. Ég myndi ekki fá mér svona mótor aftur nema þá í 3,5L útfærslunni til þess eins að blása inná hann.

M60 er töluvert mikið nútímalegri, endast oftast 300þús km með góðu móti, hrikalega þýður gangur í þeim. 3,0L bíllinn hefur ekkert rosalegt afl, en er samt mörgum skrefum á undan gömlu 6cyl sleggjunni,,,,,skilar þessum flykkjum alveg ótrúlega vel áfram, ég gæti vel hugsað mér e32 bíl með m60, hvort sem er 3.L eða 4.L


Mín niðurstaða -> ég mun alltaf taka m60 framyfir m30 í framtíðinni, þó svo að ég hafi ekkert nema góða reynslu af m30.

Þetta er það gáfulegasta sem ég hef heyrt lengi.
Ég er búinn að kemba netið töluvert varðandi SC á svona dót. Ætli það sé ekki það eina sem ég get gert af viti við bílinn minn. Sorglega verðlaust dót :(
Þarf bara að fá mér einhvern annan daily driver áður en ég fer í þetta.
Ég rétt missti af Eaton 90 á ebay um helgina, ég er að hugsa um að fara að sanka að mér dóti í svoleiðis hægt og rólega

_________________
Elli M1 fan
E32 750I '91 >

Ísland Bezt í Heimi ! [á ekki við lengur]


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Wed 26. Mar 2008 02:11 
Offline
Meðlimur Meðlimur

Joined: Wed 22. Jun 2005 23:19
Posts: 209
Quote:
Bílar á þessum aldri (M30) bílar eiga það til að vera með tæpar skiptingar og það er bara vesen, en þó ekki óleysanlegt


Ég held að ég af öllum ætti að þekkja það...Fékk einmitt eina af mínum skiptingum hjá þér elli.
Ég á 730i með línunni, mér finnst þetta fínn bíll. Auðvitað er hægt að fá meira afl og meira fjör og minni eyðslu, en þessir mótorar eru ótrúlega traustir. Minn bíll er keyrður 310 þúsund km, og hann gengur eins og klukka. Engin aukahljóð og ekki neitt. Eeeeeeeeeeen því miður er ég búinn með 3 skiptingar í honum, keypti 2 notaðar og þær reyndust ekki alveg þær bestu :oops:

_________________
BMW 730i E32 1991
BMW 316i E36 1992 - Seldur

http://flickr.com/photos/emilth


Top
 Profile  
Reply with quote  
Display posts from previous:  Sort by  
Post new topic Reply to topic  [ 13 posts ] 

All times are UTC


Who is online

Users browsing this forum: No registered users and 33 guests


You cannot post new topics in this forum
You cannot reply to topics in this forum
You cannot edit your posts in this forum
You cannot delete your posts in this forum

Search for:
Jump to:  
cron
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group