Sælir kæru félagar. Núna var ég að koma frá B&L, þar sem ég talaði við Helgu Guðrúnu sem sér um markaðsmálin og Ólaf verslunarstjóra. Það var ákveðið að B&L - BMWKraftur dagurinn yrði
Laugardaginn 3. maí 2003. Dagskráin er ekki alveg komin á hreint, en þau voru að tala um að við kæmum bara á planið fyrir aftan (að sjálfsögðu allir á stífbónuðum bílum) og þar yrði eitthvað game. Verslunin verður opin, líklegast eitthvað tilboð fyrir okkur. Kortin yrði afhent og það verður mjög líklega einhver frá mogganum og/eða dv til að filma þetta. Þau voru með hugmynd um að hafa verkstæðið opið og fara með okkur í smá túr í gegnum það, svo við sjáum hvernig þetta virkar alltsaman hjá þeim. Svo voru þau hjá B&L með hugmynd um að rýma planið alveg og setja upp smá braut. Þá gætum við tekið run og mælt tímann
það fannst mér nokkuð sniðugt og held að væri mjög gaman.
Tímasetningin er endanleg, þannig að það verða ALLIR að taka frá þennan dag fyrir samkomuna, og engin afsökun fyrir að mæta ekki!!!!
Svo kemur dagskráin vonandi strax eftir páska!
Kveðja Gunni