bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Vantar tæknilega hjálp!
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=7&t=8
Page 1 of 1

Author:  Djofullinn [ Sat 31. Aug 2002 15:34 ]
Post subject:  Vantar tæknilega hjálp!

Jæja ég á nefnilega 750i sem hefur verið alveg kraftlaus og skrítinn (hef reyndar ekkert keyrt hann svona nema inn götuna hjá mér), ég hélt fyrst að hann væri að ganga á sex cyl en.....
Ég prófaði að setja hann í gang áðan og lét hann ganga í smá stund og allt í einu byrjaði að sjóða á "reservoir" tanknum en hitamælirinn sýndi alveg eðlilegan hita... erum við ekki að tala um heddpakkningu?

Takk

Author:  Gunni [ Sat 31. Aug 2002 20:57 ]
Post subject: 

úgg ég hef bara ekki hugmynd. kannski gstuning strákarnir geti sagt þér eitthvað, eða sæmi.

Author:  gstuning [ Sun 01. Sep 2002 23:34 ]
Post subject: 

fær líklega ekki næga kælingu, kom fyrir á bimmanum mínum þegar ég var ekki með viftu, fínt þegar ég var að keyra samt

Author:  Djofullinn [ Mon 02. Sep 2002 07:30 ]
Post subject: 

En það útskýrir ekki kraftleysið.....

Author:  GHR [ Fri 07. Feb 2003 14:08 ]
Post subject: 

Djofullinn wrote:
En það útskýrir ekki kraftleysið.....



En hvað um bensíndæluna, ég myndi halda að hún væri ekki að fá straum frá Fuel sending unit - skal veðja við þig :D :D

HAHAHA, var að skoða gömul póst og stóðst bara ekki mátið :lol: :lol:
Sorrý Daníel - illa gert, var bara í smá stuði

* Sauð á resvoir tankinum??? Var ekki bara loft á kerfinu eftir að skipt var um vatnskassa og frostlög???????
Allavega þegar ég fékk bílinn þá var loft inn á kerfinu, þurfti bara að loftæma og ekkert núna - gleypir ekkert vatn, kemur heitt úr miðstöð, þjappa góð, engar loftbólur úr res. tankinum á gjöf né vatn í olíunni og öfugt þannig að heddpakkningarnar ættu að vera í lagi

Author:  Djofullinn [ Fri 07. Feb 2003 14:33 ]
Post subject: 

Hehe já þú ert kvikindi :D

Author:  Propane [ Mon 03. Mar 2003 12:10 ]
Post subject: 

Tjekkaðu hvort að spaðinn á viftunni sé laus? hvernig reykur kemur út um pústið? mikill/lítill, hvernig á litinn?

Author:  GHR [ Mon 03. Mar 2003 12:16 ]
Post subject: 

Propane : Þetta er eldgamall póstur og málið er löngu leyst :P
Þetta var áður en ég keypti sjöuna af daníeli, en nei heddpakkningin er ekki farinn. Það var skipt um viftuklúplingu

Betra seint en aldrei :lol:

Author:  Propane [ Mon 03. Mar 2003 15:18 ]
Post subject: 

Hehe, ok, ég er svo djöfull slappur að kíkja hingað inn, tek skorpu öðru hverju og sendi 10 pósta :)

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/