bmwkraftur.is

BMWKraftur spjallborð
It is currently Sat 20. Apr 2024 05:01

All times are UTC




Post new topic Reply to topic  [ 9 posts ] 
Author Message
 Post subject: Webasto fjarhitari
PostPosted: Fri 12. Dec 2014 17:50 
Offline
Búðarkerrubílstjóri

Joined: Fri 12. Dec 2014 17:46
Posts: 17
Var að kaupa BMW X5 með Webasto fjarhitara sem kemur síðan í ljós að fer ekki af stað. Virkaði hjá seljanda að hans sögn. Batterí í fjarstýringu í lagi.
Einhver ráð um hvernig væri hægt að koma hitaranum aftur af stað?


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject: Re: Webasto fjarhitari
PostPosted: Fri 12. Dec 2014 19:06 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 03. Sep 2002 18:17
Posts: 33023
Location: Ascari // Nürburgring
Er fjarstýring.. sem er tengd hitaranum... ??

allir X5d eru með hitara.. en fáir með fjarstýringu.. slíkt kostar feitt

_________________
Sv.H

E30 CABRIO V12 M70B50 ///
ALPINA B10 BITURBO 346 @ 507
E34 550 V12 JML


(OO[][]OO)

http://alpina.123.is/pictures/
Sabine Schmitz wrote:
"Fear disturbs your concentration."


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject: Re: Webasto fjarhitari
PostPosted: Fri 12. Dec 2014 19:20 
Offline
Formúlubílstjóri

Joined: Sat 04. Jun 2005 15:43
Posts: 2186
Ef hann er með fjarstýringu fer þetta kerfi í gegnum miðstöðina sem hleypir henni af stað. Ef að einhverjar forsendur eru ekki réttar eins og útihitastig eða bilun í kerfinu hleypir hann fýringunni ekki af stað.
Það er ekkert hægt að greina þetta nema að láta lesa af honum , gæti verið eins einfalt eins og það þurfi að aflæsa henni en þær eiga það til að læsa sig ef það tekst ekki í nokkrum tilvikum að fýrast upp í henni. Ég mæli með Eðalbílum í verkið.


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject: Re: Webasto fjarhitari
PostPosted: Fri 12. Dec 2014 20:10 
Offline
Búðarkerrubílstjóri

Joined: Fri 12. Dec 2014 17:46
Posts: 17
Takk fyrir þetta, fæ Bjarka í Eðalbílum til að kíkja á þetta og læt vita hér hver niðurstaðan verður.
Bíllinn er keyrður 96 þús og mjög vel með farinn, býst við hitarinn hafi bara læst sig og þurfi aflæsingu.


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject: Re: Webasto fjarhitari
PostPosted: Sun 14. Dec 2014 13:51 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Mon 22. Nov 2004 13:31
Posts: 1905
Location: RVK
Ég er nýbúinn að láta laga þetta í 530d hjá mér, vatnsdælan í hitaranum og blásari.

Eðalbílar bilanagreina þetta fyrir þig og svo er bílasmiðurinn með sérþekkingu á webasto mæli með þeim líka.

Vonlaust að keyra um á diesel bmw með þetta bilað.

Ætlar enginn að fara að koma með alvöru aftermarket 3G lausn á bmw blásarana fyrir fólk sem er ekki með $$$ optionið?

_________________
E39 530D ///M Sport


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject: Re: Webasto fjarhitari
PostPosted: Fri 19. Dec 2014 16:54 
Offline
Búðarkerrubílstjóri

Joined: Fri 12. Dec 2014 17:46
Posts: 17
Jæja, búið að lesa af tölvunni í Eðalbílum og allt í stakasta lagi.
Það kom síðan í ljós að ýta þarf snöggt tvisvar, þrisvar á fjarstýringuna til að fá græna ljósið til að blikka og þannig ræsist Webasto hitarinn.
Þannig að vandamálið var ekki flóknara og hitarinn í fínu lagi :)


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject: Re: Webasto fjarhitari
PostPosted: Sat 20. Dec 2014 19:50 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 18. May 2004 03:33
Posts: 15561
Location: Keflavík
Nice, hélt einmitt að mín fjarstýring væri í ólagi... en þetta er eins hjá mér :)

_________________
Owner of: Anax Tuning IvS
Danmark
--------------
99' BMW E36 330i Turbo - 634whp/781wnm
ImolaRot
--------------
04' Ford F550 6.0 Powerstroke - ???hp/???nm
ImolaRot
--------------
06' BMW E61 535d - 442hp/871nm
Spacegrey Metallic


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject: Re: Webasto fjarhitari
PostPosted: Sun 21. Dec 2014 09:40 
Offline
Búðarkerrubílstjóri

Joined: Thu 28. Jul 2011 13:34
Posts: 52
sniðugt hjá BMW að hafa svona fídús, 2-3x snöggt á takkann,

er með webasto úr Bílasmiðnum sem ég setti í Muzzoinn og það þarf aðeins að ýta einu sinni á takkann á fjarstýringunni og það
hefur komið fyrir að ég ýti óvart á takkann með fjarstýringuna í vasanum og þá fer fíringin í gang, engum til gagns.

en mikið djö er þetta þægilegt apparat :alien: þrátt fyrir að eyða ca lítra á 100km meiru (bjóst við öðru af heitum bíl).

ég leyfði mér að lengja tíma milli olíuskipta úr ca 5þkm í ca 7-8þkm fresti því nú er vélin nánast alltaf orðin heit/þétt áður en ræst er.

_________________
Jón Ingi
s. 692 1212


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject: Re: Webasto fjarhitari
PostPosted: Mon 22. Dec 2014 21:31 
Offline
Búðarkerrubílstjóri

Joined: Fri 12. Dec 2014 17:46
Posts: 17
Nánar tiltekið virkar fjarstýringin þannig að takkanum er haldið inni þar til stöðugt grænt ljós kemur og þá er ýtt aftur á takkann og þá fer græna ljósið að blikka og hitarinn fer í gang. Fjarstýringin dregur nokkrar húslengdir, hef testað það!
Þetta er algjör snilld í kuldanum...


Top
 Profile  
Reply with quote  
Display posts from previous:  Sort by  
Post new topic Reply to topic  [ 9 posts ] 

All times are UTC


Who is online

Users browsing this forum: No registered users and 11 guests


You cannot post new topics in this forum
You cannot reply to topics in this forum
You cannot edit your posts in this forum
You cannot delete your posts in this forum

Search for:
Jump to:  
cron
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group