bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

E46 318i 2002.
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=5&t=69745
Page 1 of 1

Author:  thorsteinarg [ Sun 15. May 2016 12:41 ]
Post subject:  E46 318i 2002.

Eignaðist fyrir c.a hálfur ári þennann 2002 facelift 318i E46.
Hér er smá þráður um hann :)

Hann var vægast sagt mjög ljótur og sjúskaður þegar ég eignaðist hann.
Felgurnar voru drulluskítugar, einnig bíllinn sjálfur, fyrri eigandi hugsaði ekkert rosalega vel um hann... Búið að mökkreykja inn í honum, allur út í ösku, og í öskubökkunum.
Image
Image


Þegar ég skoðaði bílinn þá var hann alls ekki eins og hann var auglýstur, "toppstandi fyrir utan brotna rúðu."
Deginum áður ætlaði ég að skoða hann, en það slitnaði viftureim hjá gæjanum, eða það hélt hann. (Hún hefur trúlega bara hoppað af út af þessum risa olíuleka sem kom ofan af vélinni)
Svo var alls ekki, þegar ég skoðaði bílinn, þá blasti við mér frekar lélegt eintak af bíl, ryð hér og þar, ENGIR rúðuþurrkuarmar voru á bílnum! (Gæjinn keyrði til mín í grenjandi rigningu frá Keflavík um kvöld.)

Það var ekki það síðasta, airbag ljós logaði, olíuljósið logaði, bremsuklossaljósið logaði, vantaði svona 6 perur í bílinn og var því mælaborðið að væla yfir því...
Svo prufkeyrði ég hann, allt í góðu með það nema rosaleg bank hljóð að framan, sem endaði á því að vera jafnvægissstangarendar og gúmmí b/m, ásamt spyrnu h/m.
Svo þegar ég keyri í hlaðið heima sé ég risa olíupoll, þá er bíllinn líka að mígleka olíu.! :roll:

Ég kaupi bílinn og fer strax með hann upp í vinnu til mín til að ath hvaðan hann var að leka olíu. Þá var hann að leka olíu með olíukælinum, þar sem hann festist við olíusíuhúsið, þetta var rosalegur leki! Ég gat horft á lækinn af mótorolíu streyma niður mótorinn.
Lyfti honum upp til að skoða aðeins ástandið á honum, fyrsta sem ég sé er ÞETTA ?! Lak olíu þarna líka... Tappaði undan honum og tók tappann úr, flott vinnubrögð eftir smurþjónustu hjá N1 !
Image

Eftir þetta bónaði ég greyjið smá, honum veitti ekki af !
Image

Svo kom bara viðhald á eftir viðhaldi...
Hér er listi yfir það sem ég er buinn að gera við bílinn.
Skipti um diska og klossa að framan og aftan. (Var útilega h/m að framan). OEM varahlutir
Gerði upp báðar dælurnar að framan.
Image
Skipti um diska og klossa að aftan. OEM varahlutir.
Skipti um bremsuslöngur allann hringinn. OEM varahlutir.
Skipti um bremsurör frá c.a miðjum bíl í afturdælur.
Skiptu um báðar pakkningarnar á olíukælinum, ein á milli olíukælis og olíusíuhús og ein undir húsinu. OEM varahlutir.
Skipti um jafnvægisstangarenda og gúmmí b/m að framan. Vaico
Skipti um spyrnuna h/m að framan. Vaico
Skipti um brotna rúðu að aftan h/m.
Pústið var farið í sundur á flangs fyrir miðju, skipti um boltana þar og þétti upp á nýtt.
Skipti um CCV ventilinn (olíuöndunarventilinn) ásamt 3 slöngum þar í kring.
Image
Image
Skipti um olíu og síu á skiptingu, flushað út af kerfi. Vaico
Nýr bíllykill. 8)
Image
Image
Þetta er alls ekki tæmandi listi, þetta er bara það sem ég man í augnablikinu :lol:

Svo var aðeins farið að græja og gera, setti í hann angel eyes. Skipti um eina xenon peruna í kastaranum sem var farin.
Image
Image
Byrjaður að líta aðeins betur út en hann gerði þegar ég keypti hann.
Keypti leðurinnréttingu af Skúla SRR og setti í hann, setti svo seinna leður armrest í hann og kemur það vel út. 8)

Keypti svo nýjar felgur á hann að utan. 8.5" ET30 og 9.5" ET35 18"
245/40R18 að aftan, og 235/40 að framan.
Lækkaði hann líka í leiðinni, 45/30 lækkunargormar.
Image

Kom það frekar vel út að mínu mati!
Image
Image
Image
Image
Image
Image

Author:  Kristjan [ Sun 15. May 2016 22:25 ]
Post subject:  Re: E46 318i 2002.

Gaman að sjá svona.

Author:  bimmer [ Sun 15. May 2016 22:52 ]
Post subject:  Re: E46 318i 2002.

Flott björgun.

Author:  Dagurrafn [ Mon 16. May 2016 00:35 ]
Post subject:  Re: E46 318i 2002.

Ótrúlega vel gert! :thup: Er ekki alveg viss með þessar felgur samt satt að segja, en alltaf skemmtilegt að sjá einhvað öðruvísi

Author:  Yellow [ Mon 16. May 2016 02:53 ]
Post subject:  Re: E46 318i 2002.

Flottur hjá þér vinur :)

Author:  Hreiðar [ Mon 16. May 2016 10:00 ]
Post subject:  Re: E46 318i 2002.

Vel gert! Smekklegur á þessum felgum :)

Author:  thorsteinarg [ Mon 16. May 2016 20:38 ]
Post subject:  Re: E46 318i 2002.

Takk fyrir það!

Var í smá hugleiðingum varðandi olíuöndunina, hann var að mokbrenna olíu, og reykja stórum bláum strókum.
Virðist vera hætt. Það er víst algengt með þessa mótora að þeir brenni olíu vegna ventlaþéttinga, og útaf þessum ventli.

En hann virðist vera hættur að reykja bláu, ætla að fylgast með olíunni og sjá hvort hann sé hættur þessu :)

Author:  valdi b [ Sun 22. May 2016 23:14 ]
Post subject:  Re: E46 318i 2002.

hvað heita nýju felgurnar ? ertu nokkuð með link á síðu sem selur þetta?

Author:  jonkrjons83 [ Sun 22. May 2016 23:22 ]
Post subject:  Re: E46 318i 2002.

Hvar græjaðiru nýjan lykil? Ertu með link á það líka? :-)


Sent from my iPhone using Tapatalk

Author:  skratti [ Mon 23. May 2016 19:27 ]
Post subject:  Re: E46 318i 2002.

Lúkkar hrikalega vel 8)

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/