bmwkraftur.is

BMWKraftur spjallborð
It is currently Thu 28. Mar 2024 23:19

All times are UTC




Post new topic Reply to topic  [ 29 posts ]  Go to page 1, 2  Next
Author Message
 Post subject: e39 540i '01 [VK-314]
PostPosted: Mon 04. Apr 2016 19:34 
Offline
Go-kartbílstjóri

Joined: Sun 20. Feb 2011 01:21
Posts: 483
Hef loksins ákveðið að henda í smá þráð um bílinn.

Um er að ræða e39 540i '01 sem ég kaupi af bílauppboði króks í byrjun 2013. fólk gæti þekkt þennan sem "PAYDAY"
Keypti hann upprunalega til þess að rífa hann þarsem það var langur listi af hlutum sem þurfti að gera við. En þegar ég fékk hann í hendurnar fannst mér bara að hans tími væri ekki kominn og ákvað því að gera ágjætis verkefni úr honum. Búinn að vera að dunda mér helling í honum seinustu tvo árin og stefni á að hafa hann 100% seinna í sumar!

svona lítur bílinn semsagt út þegar ég fæ hann. Brotinn framstuðari, ryð hér/beyglur hér og þar. ónýt vél og brotið drif svo fátt eitt sé nefnt

Image

Á þessum tíma vissi ég ekki að vélin væri "kapút". Hann semsagt náði að starta en drullaði sér aldrei í gang. Eftir langa bilanaleit með hjálp frá hinum og þessum gafst ég einfaldlega upp og læt flytja hann til eðalbíla í frekari greiningu. Fæ hringingu frá þeim nokkrum dögum eftirá þarsem þeir segja mér að hann hafi hoppað yfir um á tíma og bogið ventil. Þarsem ég var í útlöndum á þessum tíma ákvað ég bara að gefa þeim grænt ljós á að gera við bílinn. Eftir nokkurn tíma fæ ég svo aðra hringingu frá þeim, þá gátu þeir semsagt ekki tímað inn mótorinn fyrir einhverri ástæðu. Ég sagði þeim einfaldlega að stoppa og ætlaði að kíkja á hann sjálfur þegar ég kæmi heim. Fyrsta sem ég geri þegar ég fæ bílinn aftur er að rífa pönnuna undan vélinni. Þar blasti við þykk drulla af einhverju sem var einu sinni olía! Þá kemst ég semsagt aðþví að haugurinn sem átti bílinn hafi sett einhverja kínadrasl síu og svo ekkert smurt bílinn í þó nokkurn tíma. Sían var semsagt kominn í mauk og búin að dreifa sér um allan mótorinn!

Image
Image

Viðurkenni að þarna var freistandi að hætta við en ég var núþegar búinn að borga hellings pening til eðalbíla fyrir "viðgerðina" að ég ákvað einfaldlega að halda áfram með þetta og taka þetta alla leið. Eftir hellings tíma að raða sama lista af varahlutum sem mig vantaði, pantaði ég þá loksins frá Pelicanparts og keypti einnig einhvað úr umboðinu. Ég ásamt vel völdum tókum mótorinn semsagt upp en mótorinn var sendur aftur til eðalbíla til að láta tíma hann inn. Ég er búinn að eyða hellings tíma og ennþá meiri pening í hann en sé ekki eftir neinu í dag, þetta er klárlega einn skemmtilegasti bíll sem ég hef keyrt!

Búinn að taka aðeins saman hvað ég er búinn að gera við hann seinustu tvo ár en er pottþétt að gleyma einhverju:

tók upp vél, eðalbílar sáu um að tíma vélina inn
skipti um balannstangarenda b/m framan
skipti um stýrisstöng og stýrisenda b/m framan
skipti um bremsuþreifara b/m framan
skipti um spyrnur b/m framan
skipti um bremsuslöngur b/m framan
skipti um bremsuslöngur b/m aftan
skipti um hjólalegu að framan og að aftan
skipti um diska/klossa hringinn
Tók upp bremsudælur b/m framan
skipti um fóðringur fyrir spyrnu h/m aftan
skipti um tengi og peru fyrir bremsuljós í afturrúðu
skipti um útihitaskynjara
skipti um vatnslás
lét laga pixla í mælaborðinu
skipti um drif (gamla var brotið) setti nýja olíu á drifið áður en það fór í
skipti um drifskaftsupphengju og lét balanssera drifskaft)
skipti um olíu, pakkningu og síu á sjálfsskiptingu
keypti ný dekk undir m5 felgurnar (245/45 að framan og 275/35 að aftan)
lét filma hann að framan
skipti brotna m5 stuðaranum fyrir heilan
lét sprauta framstuðara, afturstuðara, skottlok, afturbretti v/m, frambretti v/ framan, bílstjórahurð, húdd, efri spoiler, ryðhreynsa bílinn
skipti um skiptistöng(hún var brotinn þegar ég fékk bílinn)
skipti um perur í innréttingu (led)
skipti um perur í angel eyes (led)
skipti endakútnum út fyrir rör(mjög flott hljóð)
skipti um afturljós v/m aftan
skipti um mótstöðu fyrir miðstöð
lét hjólastilla bílinn
skipti um rafgeymi
skipti um 2x hosur sem tengjast vatnskassanum
skipti um lok fyrir vatnskassa
skipti um rúðuþurrkublöð (tók armana af, sandblés þá og sprautaði mattsvarta)
skipti um bensínsíu og bensíndælu
skipti um flautu
skipti um viftureim
skipti um merkin á húddi og skottloki (það var einhvað carbon drasl á honum, setti OEM í staðinn)
skipti um nýru (einnig einhvað brotið carbon drasl)
skipti um kælir/rör fyrir sjálfskiptingu
setti á hann efri spoiler(schmiedmann)
skipti um sveifarásskynjara
skipti um "púða" fyrir skiptinguna



Svona lítur svo bílinn út í dag :thup:
Image
Image



Myndi vilja fara aðeins betur yfir boddíið og einhverja smáhluti annars er planið að halda honum bara OEM

_________________
e39 540
Seldir: e36 320, e39 523 touring, e39 535


Image


Last edited by Dagurrafn on Tue 10. May 2016 03:02, edited 5 times in total.

Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject: Re: e39 540i '01
PostPosted: Mon 04. Apr 2016 22:57 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 10. Jun 2003 15:49
Posts: 8503
Location: 101 RVK
Gaman að sjá svona björgun, það var gott að þú reifst hann ekki, 540 fer fækkandi.

_________________
Enginn BMW


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject: Re: e39 540i '01
PostPosted: Tue 05. Apr 2016 06:33 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 03. Sep 2002 18:17
Posts: 33023
Location: Ascari // Nürburgring
Þetta er engu líkt :shock: :shock: :shock:


frábærlega vel gert hjá þér,, drengur,,maður vinur :thup: :thup: :thup:

_________________
Sv.H

E30 CABRIO V12 M70B50 ///
ALPINA B10 BITURBO 346 @ 507
E34 550 V12 JML


(OO[][]OO)

http://alpina.123.is/pictures/
Sabine Schmitz wrote:
"Fear disturbs your concentration."


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject: Re: e39 540i '01
PostPosted: Tue 05. Apr 2016 18:41 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Fri 20. Jul 2007 13:51
Posts: 1833
Location: Rkv
Þessi olía WTF?
Vel gert :thup:

_________________
E39M5
A35AMG


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject: Re: e39 540i '01
PostPosted: Sun 10. Apr 2016 03:57 
Offline
Rallýbílstjóri
User avatar

Joined: Mon 02. Jan 2012 19:48
Posts: 1209
Location: 203, Kópavogur
Vel gert ! Gaman að vita að þessum hefur verið bjargað :)


Mjög flottur hjá þér :D

_________________
1997 BMW E39 523iA [NS-013]


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject: Re: e39 540i '01
PostPosted: Mon 11. Apr 2016 20:40 
Offline
Go-kartbílstjóri

Joined: Sun 20. Feb 2011 01:21
Posts: 483
Takk allir! Mjög sáttur að hafa tekið ákvörðunina að sleppa því að rífa þennan :thup:

BirkirB wrote:
Þessi olía WTF?
Vel gert :thup:


Hefðir átt að sjá svipinn á okkur þegar við tókum pönnutappan úr og ekkert gerðist! :lol:



Fann nokkrar random myndir af ferlinu:

Image

Bílinn kominn til Eðalbíla til að tíma hann inn
Image

Var einsog lítill krakki á jólunum þegar ég fékk varahlutina loksins í hendurnar :santa:
Image

Besti vetrarbílinn :roll:
Image

Annars henti ég í smá pöntun á hinu og þessu smotteríi, Verð duglegur að uppfæra þráðinn ef ég geri einhvað :thup:

_________________
e39 540
Seldir: e36 320, e39 523 touring, e39 535


Image


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject: Re: e39 540i '01
PostPosted: Mon 11. Apr 2016 20:57 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Sun 02. Nov 2003 21:17
Posts: 15938
Location: Reykjavík
Glæsilegt :thup:

_________________
Þórður
'99 M5 SC // '89 M3 S85 // '04 Patrol GR
Image
Alpina wrote:
S85 er vondur mótor þó að hann sé kraftmikill...


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject: Re: e39 540i '01
PostPosted: Tue 12. Apr 2016 20:20 
Offline
Go-kartbílstjóri

Joined: Sun 20. Feb 2011 01:21
Posts: 483
Grunar að drifskaftið hafi verið vitlaust "balensserað" eftir að það var skipt um upphengjuna, þarsem bílinn titrar í kringum 80km. Ég er búinn að skipta um allt annað sem gæti komið til greina svo vonandi verður þægilegra að keyra hann eftir þetta :thup:

Drifskaftið komið úr:
Image

Frekar nakinn að neðan..
Image

Skar semsagt endakútinn af til að fá "smá" urr úr honum :twisted:
Image

_________________
e39 540
Seldir: e36 320, e39 523 touring, e39 535


Image


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Tue 12. Apr 2016 23:46 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 03. Sep 2002 18:17
Posts: 33023
Location: Ascari // Nürburgring
Snýr upphengjan RÉTT ???????????

_________________
Sv.H

E30 CABRIO V12 M70B50 ///
ALPINA B10 BITURBO 346 @ 507
E34 550 V12 JML


(OO[][]OO)

http://alpina.123.is/pictures/
Sabine Schmitz wrote:
"Fear disturbs your concentration."


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Wed 13. Apr 2016 08:27 
Offline
Búðarkerrubílstjóri
User avatar

Joined: Fri 24. Jul 2009 02:25
Posts: 82
þetta er geðveikt flott björgun :thup:

_________________
Friðrik.E
BMW E34 540i/6 93'
BMW E53 X5 3.0d 01'
Toyota Corolla 1.8 4wd 95'
Kia Ceed 1.6 CRDI 17'
Tóti wrote:
Jæja frekjan þín

~120 í þriðja
~170 í fjórða
~205 í fimmta

Steinþegiðu svo.


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Wed 13. Apr 2016 15:04 
Offline
Go-kartbílstjóri

Joined: Sun 20. Feb 2011 01:21
Posts: 483
Alpina wrote:
Snýr upphengjan RÉTT ???????????


miðað við sambærilegar myndir af netinu þá já, búinn að henda skaftinu til þeirra. Vonandi er þetta bara balensseringin, annars hef ég ekki hugmynd hvað er að valda þessum titringi! :argh:

Image

Frikki.Ele wrote:
þetta er geðveikt flott björgun :thup:



Takk fyrir það, hætti ekki fyrr en ég er orðinn 100% sáttur með hann :wink:

_________________
e39 540
Seldir: e36 320, e39 523 touring, e39 535


Image


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Thu 14. Apr 2016 23:53 
Offline
Go-kartbílstjóri

Joined: Sun 20. Feb 2011 01:21
Posts: 483
Jæjaa.. fékk að vita að drifskaftið er 100% rétt balensserað! það er komið í aftur og leitin af titringnum heldur áfram :argh: næst á dagskrá er að fá lánuð dekkin hjá félaga mínum. Endilega kasta inn hugmyndum ef þið eruð með einhverjar :thup:

_________________
e39 540
Seldir: e36 320, e39 523 touring, e39 535


Image


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Mon 18. Apr 2016 10:49 
Offline
Meðlimur Meðlimur
User avatar

Joined: Sat 28. Jul 2007 14:28
Posts: 5509
Location: 108 Reykjavík
Fóðringar?

Annars er hægt að rúlla á næstu skoðunarstöð og borga þeim eitthvað smotterí við að aðstoða þig að finna víbringinn. Hef nýtt mér það í að finna rótina á svona földum víbring.

_________________
Ódýrir OEM Bosch súrefnisskynjarar til sölu!

Vantar þig aðstoð við að panta af ebay eða annarstaðar á netinu? Sendu mér PM.

1994 BMW E36 332i sedan
1991 Chevrolet Camaro Z28
1982 Toyota Carina A60
2005 Ford Fiesta ST


Svezel wrote:
Þú ert svo mikill bíla-hipster að það er ekki fyndið :lol:


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Mon 18. Apr 2016 12:05 
Offline
Getawaybílstjóri
User avatar

Joined: Thu 22. Dec 2011 03:41
Posts: 682
Guibo púðinn í lagi ?

_________________
BMW E39 02' ///M5 [OK044]
BMW E60 05' ///M5 [OD896]
Seldir
Range Rover vogue 04' [VA038]
BMW E39 ///M5 [AP868]
BMW E39 ///M5 [VI232]
BMW E39 ///M5 [YS163]
BMW E36 ///M3 95' [MR159]
BMW Z3 Coupe 99' [ME157]


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Mon 18. Apr 2016 19:31 
Offline
Go-kartbílstjóri

Joined: Sun 20. Feb 2011 01:21
Posts: 483
gardara wrote:
Fóðringar?

Annars er hægt að rúlla á næstu skoðunarstöð og borga þeim eitthvað smotterí við að aðstoða þig að finna víbringinn. Hef nýtt mér það í að finna rótina á svona földum víbring.


Búinn að kíkja á þær, spurning hvort ég taki algjöra dauðaleit við tækifæri. Þarsem ég vinn á verkstæði yrði ég ábyggilega rekinn ef ég færi með bílinn í bilunarleit annarsstaðar :lol:

Aron123 wrote:
Guibo púðinn í lagi ?


Hann lítur mjög vel út svo ég er búinn að útiloka hann :thup:

_________________
e39 540
Seldir: e36 320, e39 523 touring, e39 535


Image


Top
 Profile  
Reply with quote  
Display posts from previous:  Sort by  
Post new topic Reply to topic  [ 29 posts ]  Go to page 1, 2  Next

All times are UTC


Who is online

Users browsing this forum: No registered users and 53 guests


You cannot post new topics in this forum
You cannot reply to topics in this forum
You cannot edit your posts in this forum
You cannot delete your posts in this forum

Search for:
Jump to:  
cron
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group