bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

BMW E30 Cabrio AN-309
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=5&t=69294
Page 1 of 4

Author:  Omar_ingi [ Mon 12. Oct 2015 13:49 ]
Post subject:  BMW E30 Cabrio AN-309

Fékk þennan æðislega E30 Cabrio núna í sept. Lítur rosalega vel að utan en er ekki allveg svo æðislegur að innan eða var það ekki. Mælaborðið var brotið og ónýtt, dekkin handónýt undir bílnum, aftasti kúturinn á pústinu ryðgaður í drasl enda datt hann næstum af hjá mér ásamt festingonum, vantar baksýnispeigilinn og sólskygnin. Það var nú talað um að ég ætti að geta fengið annað mælaborð, baksýnisspeigilinn og sólskygnin. Sendi einn póst um það en bar engann árangur en ætla ekki að gera neitt mál úr því, Þannig ef einhver á þetta fyrir utan mælaborðið og vill selja má hann hafa samband við mig með verð á því.

Reif mælaborðið úr TP-660, framljósin og M-Tec stýrið og hendi því í þennan, mun kaupa önnur ljós og er búinn að kaupa M3 mælaborð ($$$$$) sem ég verð með í TP-660.

Fékk Rondel felgur lánaðar hjá vini mínum sem eru að gera bílinn allveg geðsjúkan að mínu mati. Og mér fynnst ljósin hafa gert rosalega mikið líka.

Mér fynnst reindar þessi rauða innrétting ekki vera að gera sig þannig það er á planinu þegar ég er búinn með TP-660 að fara til bólstrara og fá hann til að bólstra svarta innréttingu í hann.

Bílinn er með allveg stórmerkilega kraftmikklan mótor M20B20. Hljómar stundum einsog það sé sjóðheitur ás í honum.
Veit ekkert um drifið en það er allavega opið drif í honum og sýnist vera stóra drifið án þess að hafa skoðað það einhvað nánar bara rétt búinn að líta á það.

Blæjan er í flottu ástandi, var búinn að skipta um enda kút og pústfestingarnar, þetta var allt nánast ryðgað í sundur enda fór aftasti parturinn af pústinu, semsagt stútarnir sem koma útúr kútnum láfu niður. Átti enþá pústið sem var í TP-660 og tók enda kútinn af og smellti því undir , bara rétt púntað saman þanga til ég splæsi í nýtt púst.

Gaman að seigja frá því að bílinn er forskráður 22.06.2005, og lítur boddyið bara vel út það sem ég er búinn að skoða sem er nú reindar ekkert voðalega mikið bara yfir bílinn og ofaní húddið og rétt kígti á undirvagninn.

Image

með gömlu ljósonum
Image

Image

Læt þessar myndir duga í bili

Author:  srr [ Mon 12. Oct 2015 14:53 ]
Post subject:  Re: BMW E30 Cabrio AN-309

Til lukku með gripinn.
Það er fínt að sofa í þessum bíl btw :drunk:

Author:  jens [ Mon 12. Oct 2015 18:56 ]
Post subject:  Re: BMW E30 Cabrio AN-309

Til hamingju með þennan, svo svalt 8)

Author:  bimmer [ Mon 12. Oct 2015 19:08 ]
Post subject:  Re: BMW E30 Cabrio AN-309

Til hamingju með flottan bíl.

Er alveg að fíla leðrið eins og það er :wink:

Author:  Alpina [ Mon 12. Oct 2015 19:22 ]
Post subject:  Re: BMW E30 Cabrio AN-309

Velkominn i E30 cabrio ,,,,hópinn 8) :thup:

glæsilegur bíll :wink:

Author:  Danni [ Mon 12. Oct 2015 19:47 ]
Post subject:  Re: BMW E30 Cabrio AN-309

Hélt að það væri Mtech 1 stýri í þessum. En bara nice move að setja þannig í, passar mikið betur við mtech 1 bíl!

Author:  Tóti [ Mon 12. Oct 2015 19:54 ]
Post subject:  Re: BMW E30 Cabrio AN-309

Danni wrote:
Hélt að það væri Mtech 1 stýri í þessum. En bara nice move að setja þannig í, passar mikið betur við mtech 1 bíl!


Þetta m-tech1 stýri var í bílnum, hann er að setja m-tech2 :?

Author:  Omar_ingi [ Mon 12. Oct 2015 20:12 ]
Post subject:  Re: BMW E30 Cabrio AN-309

Tóti wrote:
Danni wrote:
Hélt að það væri Mtech 1 stýri í þessum. En bara nice move að setja þannig í, passar mikið betur við mtech 1 bíl!


Þetta m-tech1 stýri var í bílnum, hann er að setja m-tech2 :?


Jahá, þú seigir nokkuð :oops: Ég vissi ekkert um hvort þetta væri 1 eða 2 og að hitt væri M-Tech semsagt það sem var í :)

Author:  Alpina [ Mon 12. Oct 2015 20:26 ]
Post subject:  Re: BMW E30 Cabrio AN-309

Á að setja annann mótor i bílinn ??

:biggrin: :biggrin: :naughty: :naughty: :whistle: :whistle:

Author:  jens [ Mon 12. Oct 2015 20:34 ]
Post subject:  Re: BMW E30 Cabrio AN-309

Myndi hugsa þetta með innréttinguna vel, finnst hún svöl.
Hvernig er ástandið á leðrinu og ástandið á burðarvirki í sætunum.

Author:  íbbi_ [ Mon 12. Oct 2015 21:07 ]
Post subject:  Re: BMW E30 Cabrio AN-309

rauði liturinn er bara kúl

Author:  sh4rk [ Mon 12. Oct 2015 21:45 ]
Post subject:  Re: BMW E30 Cabrio AN-309

Rauða leðrið er bara endalaust kúl

Author:  Omar_ingi [ Tue 13. Oct 2015 07:45 ]
Post subject:  Re: BMW E30 Cabrio AN-309

Alpina wrote:
Á að setja annann mótor i bílinn ??

:biggrin: :biggrin: :naughty: :naughty: :whistle: :whistle:

Mig langar það já, en hvort maður fari útí það strax eða svona á næstunni efast ég um það

Author:  Omar_ingi [ Tue 13. Oct 2015 07:51 ]
Post subject:  Re: BMW E30 Cabrio AN-309

jens wrote:
Myndi hugsa þetta með innréttinguna vel, finnst hún svöl.
Hvernig er ástandið á leðrinu og ástandið á burðarvirki í sætunum.

Ég get allveg viðurkennt það að maður er farinn að líka betur við rauða heldur en við fyrstu sýn, en mér fynnst það samt ekki allveg að gera sig, annars er það svosem í góðu lagi en smá upplitað, og ég er allveg klár á því að láta bólstra þetta þegar blái er tilbúinn.. reindar er gólfteppið lélegt fyrir aftan bílstjórasætið teigt og krumpað

Author:  Kristjan [ Wed 14. Oct 2015 01:29 ]
Post subject:  Re: BMW E30 Cabrio AN-309

Geturðu ekki fengið aðra svarta innréttingu í staðinn fyrir að slátra þessari rauðu?

Page 1 of 4 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/