bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

E39 M5 VI-232
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=5&t=69152
Page 1 of 2

Author:  vallibirgiss [ Sat 29. Aug 2015 03:55 ]
Post subject:  E39 M5 VI-232

Ákvað loksins að gera þráð um þennan þar sem ég er hættur við sölu og ætla dunda mér að gera hann 100 %


Um er að ræða E39 M5 1999 sem er nánast orðin alveg facelift

VI232
BMW M5 01.09.1999
Dökkblár
WBSDE91020GJ17603


Nýskráður 9.1999
Ekinn:15x.000 km
vél: S62B50
5.0L V8
400 hp
15 Skoðun

Þjóustubók frá upphafi
Leður Svart/grá miðja
Alcantar toppklæðning og í aftur hillu
Leðrað mælaborð
DSP hljóðkerfið/stóra hljóðkerfið
Rafmagn í öllu
Hiti í sætum
Regnskynjari
Bakkskynjarar aftan
Xenon aðalljós
Þráðlaus sími
GPS
Sjónvarp
6 Diska magasín
Talstöð undir bílstjórasæti
Taumottur
Ný hjólastilltur
Stóri skjárinn
/// MFacelift sportstýri
Facelift OEM hella framljós
BMW sjúkrakassi

Bílinn er á 19” RH Phenoix felgum , 19x9 að framan og 19x10.5 að aftan.
Bílinn er á splunkunýjum dekkjum allan hringinn.
Bílinn er á 50/30 lækkurnargormum


Það sem er búið að gera
120.000km - 140.000km

Pústskynjarar
Loftsíur
Maf skynjarar
Knastás og sveifarás skynjarar
Knock skynjarar
Walbro 255 bensín dæla


Það sem er búið að gera
140.000km - 15x.000km

Ný Kerti
Alltnýtt í bremsum , diskar,klossar,borðar (framan og aftan) og málaðar svartar
Upptekið vanos, skipt um allar þéttingar og allt hreinsað.
Smurður á vél með Castrol 10/60 olíu og OEM olíusíu og drifi með Motul 75W140 Avatar limted slip
Splunkuný dekk , 245/35/19 að framan , 275/30/19 að aftan
///M 5 merki
Ný frammrúða
Hjólalega að aftan
Nýjir ballstangarendar
Nýjir Gormar
Ný kúpling
Nýtt Kasthjól
Nýtt OEM M5 merki
Ný afturljós
Nýjir splash guards að framan
Hamman lip
Nýr hitamælir
Nýtt takkaborð fyrir rúðumótorar
Ný upptekin alternator
Muffler delete
Allar pakkdósir á gírkassa



Plön
Heilsprautun í Mars
Filmur
Taka felgurnar í gegn

Image

Image


Image

Image

Image

Author:  Alpina [ Sat 29. Aug 2015 09:20 ]
Post subject:  Re: E39 M5 1999

Virkilega flottur bíll 8)

Author:  vallibirgiss [ Sat 29. Aug 2015 15:01 ]
Post subject:  Re: E39 M5 1999

Takk :D

Author:  bjahja [ Sat 29. Aug 2015 22:09 ]
Post subject:  Re: E39 M5 1999

Þetta er alveg hrikalega flottur bíll :)
Felgurnar eru alveg sjúkar 8)

Author:  vallibirgiss [ Mon 31. Aug 2015 19:54 ]
Post subject:  Re: E39 M5 1999

Fyrsta pöntun að leggja á stað frá ebayinu góða í henni er

Nýjir gormar að aftan
Luk kúpling,pressa og diskur
Pakkdósir á bæði drif og gírkassa
Útihitamælir
Sleeve fyrir læsingu á bensínsloki
Takkaborð fyrir rúðuupphalara
Hamman front lip :drool:
Bosch legur í alternator
Ventlalokspakkningar

:thup:


Síðan var ég að pæla láta filma hann en er ekki alveg klár á því , finnst hann virkilega clean og smekklegur filmulaus , hver er ykkar skoðun? 8)

Author:  ///MR HUNG [ Mon 31. Aug 2015 21:11 ]
Post subject:  Re: E39 M5 1999

Ljósar filmur sleppa.
Þessar felgur klæða bílinn ekkert smá vel :thup:

Author:  vallibirgiss [ Mon 31. Aug 2015 21:22 ]
Post subject:  Re: E39 M5 1999

Takk takk :)

Hverning er það þið sem hafið verið að skipta um kúplingar í þessum bílum , skiptiði alltaf um pilot leguna og
sveifaráspakkdósina (rear main seal) í leiðinni?

Author:  rockstone [ Mon 31. Aug 2015 22:57 ]
Post subject:  Re: E39 M5 1999

20% í afturrúðu og 35% í hliðar :thup:
Mæli með VIP uppá höfða, gæða filmur sem hann notar og góð vinnubrögð.

Author:  HolmarE34 [ Tue 01. Sep 2015 00:13 ]
Post subject:  Re: E39 M5 1999

flottur m5 og vel hugsað um hann greinilega, myndi samt sleppa filmum, virkar meira clean þannig

Author:  einarivars [ Tue 01. Sep 2015 19:37 ]
Post subject:  Re: E39 M5 1999

farðu í 35% filmur hringinn,,, ljótt að vera með mislitaðar rúður :thup:

Author:  D.Árna [ Tue 01. Sep 2015 21:07 ]
Post subject:  Re: E39 M5 1999

einarivars wrote:
farðu í 35% filmur hringinn,,, ljótt að vera með mislitaðar rúður :thup:


x2

Author:  JonFreyr [ Wed 02. Sep 2015 12:46 ]
Post subject:  Re: E39 M5 1999

Skipta um pakkdósina og leguna í leiðinni, þú kemst ekki að þessu nema þegar þú ert að skipta um hitt þannig að þetta er eini rétti tíminn til að gera það. Ég myndi halda honum ófilmuðum eða með mjög ljósar filmur allan hringinn. Annars glæsilegur bíll og frábært að þú skulir ætla að hressa upp á hann :thup:

Author:  BirkirB [ Wed 02. Sep 2015 22:12 ]
Post subject:  Re: E39 M5 1999

AP-866 var filmaður flott á meðan Aron átti hann. Minnir að þær hafi verið ljósari frammí, allavega tók ég ekki eftir því fyrr en mér var bent á það. Líka mjög clean að sleppa þeim bara.

Author:  Aron Fridrik [ Thu 03. Sep 2015 12:59 ]
Post subject:  Re: E39 M5 1999

Hann var með það sama allan hringi og dekkra í afturrúðunni. Kom mjög vel út þar.

Author:  vallibirgiss [ Tue 08. Sep 2015 00:48 ]
Post subject:  Re: E39 M5 1999

Jæja smá update af þessum

Var að klára panta seinustu hlutina
Það sem er á leiðinni til landsins í þessum töluðu orðum er

Luk kúpling
Luk kasthjól
Rear main seal
Pilot bearing
Pústpakkningar
Inntaks og úrtaks pakkdósir á gírkassa
Drif pakkdós
Útihitamælir
Hamman lip
Legur í alternatorinn
Gormar að aftan
Og hinir ýmsu boltar og rær

Er búin að rífa gömlu kúplinguna frá og þrífa allan undirvagnin hátt og látt og er hann í ótrulega góðu standi miðað við 16 ára gamlan bíl.
Ætlaði að sleppa við að skipta um kasthjól en eftir nánari skoðun var ekkert annað í stöðunni og verður þá skipt um sveifaráspakkningu og pilot leguna í leiðinni.
Mekanísklega verður bílinn í 100 % standi eftir þessa yfirhalningu ekki einn olíudropi sem lekur , þá er næst á dagskrá að gera lakkið 100 %

Set eina mynd af bílnum eins og hann stendur í dag (stemming að skipta um kúplingu á búkkum :argh: ), set fleirri um leið og þetta verður allt klárt :D

Image

Page 1 of 2 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/